Hvernig vilt þú hafa þjónustu við 0 - 6 ára börn í Reykjavík? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 12. desember 2023 10:31 Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra. Ég lít svo á að eitt megin markmið Reykjavíkurborgar sé að auðvelda foreldrum að búa börnum sínum góð vaxtarskilyrði með það að markmiði að auðvelda líf barnafjölskyldna sem oft getur verið flókið og krefjandi. En stóra spurningin er þessi: Hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að líf þessa hóps verði í raun og veru auðveldað og börnum búin betri skilyrði? Ekki ein lausn sem hentar öllum Ólík sjónarmið eru uppi í samfélaginu um hvaða leið teljist ,,rétt” til að þjónusta börn á aldrinum 0-6 ára og ólíklegt er að ein lausn henti öllum. Einnig eru ólík sjónarmið um hvort að sveitarfélög eigi að reka samfélagsleg úrræði fyrir þennan aldurshóp eða hvort sveitarfélög eigi fyrst og fremst að undirbúa jarðveginn fyrir slík úrræði til að spretta upp. Spurt er hvort úrræðin eigi að vera leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi eða reknir af hinu opinbera? Hvort sjálfstætt starfandi skólar skuli reknir af foreldrum eða atvinnulífinu? Hvort við viljum leggja áherslu á dagforeldra eða umönunargreiðslur til foreldra? Svo fátt eitt sé nefnt. Aukinheldur eru uppi ólíkar hugmyndir um hvernig skipulag þjónustunnar eigi að vera háttað, til dæmis er varðar lengd á viðveru barna. Bent er á jafnréttissjónarmið og starfsumhverfi fagfólks sem sinnir börnunum, á meðan spurt er hvað sé börnum í raun fyrir bestu? Ef við snúum okkur aftur að spurningunni um það hvernig við ætlum að auðvelda líf fjölskyldufólks þurfum við að svara því hvernig þjónustu við ættum að veita fyrir aldurshópinn. Við þurfum að spyrja hvernig er að vera barn í Reykjavík og hvernig samfélag og þjónustu við viljum byggja upp í kringum börnin okkar á fyrstu æviárum þeirra? Opið samráð um þjónustu við börn og barnafjölskyldur Í gildandi samstarfssáttmála meirihluta borgarstjórnar segir að skipuleggja eigi borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Til að mæta því verkefni hefur verið skipaður stýrihópur um mótun heildstæðrar stefnu um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára. Í þeirri vinnu er víðtækt samráð við forsjáraðila og aðra hagsmunaaðila þýðingarmikið, til að varpa ljósi á núverandi stöðu og áskoranir, ásamt því að fá fram fjölbreytt sjónarmið um lausnir og tækifæri fram á veginn. Hvernig vilt þú bæta þjónustu við ung börn í Reykjavík? Mikilvægt er að kalla fram ólík sjónarmið um hvernig best sé að þjónusta aldurshópinn, ásamt því að hafa í huga að ein lausn hentar ekki öllum. Það er því afar ánægjulegt að geta farið í opið samráð um þjónustu við börn á aldrinum 0-6 ára enda skiptir máli að raddir sem flestra heyrist í slíkri vinnu. Ég hvet þig til þess að taka þátt í samráðinu í gegnum samráðsvef borgarinnar og með því hafa áhrif á stefnumótun um umhverfi og aðstæður 0-6 ára barna í Reykjavík. Það er von mín að þessi stefnumótun muni leiða til fjölbreyttra lausna til framfara. Við þurfum að hafa sterka og ígrundaða framtíðarsýn og setja málefni barna í forgang. Hlekkur á samráðsvef: https://www.samradsvefur.is/ Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður stýrihóps um mótun heildstæðrar stefnu og aðgerðaráætlunar um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra. Ég lít svo á að eitt megin markmið Reykjavíkurborgar sé að auðvelda foreldrum að búa börnum sínum góð vaxtarskilyrði með það að markmiði að auðvelda líf barnafjölskyldna sem oft getur verið flókið og krefjandi. En stóra spurningin er þessi: Hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að líf þessa hóps verði í raun og veru auðveldað og börnum búin betri skilyrði? Ekki ein lausn sem hentar öllum Ólík sjónarmið eru uppi í samfélaginu um hvaða leið teljist ,,rétt” til að þjónusta börn á aldrinum 0-6 ára og ólíklegt er að ein lausn henti öllum. Einnig eru ólík sjónarmið um hvort að sveitarfélög eigi að reka samfélagsleg úrræði fyrir þennan aldurshóp eða hvort sveitarfélög eigi fyrst og fremst að undirbúa jarðveginn fyrir slík úrræði til að spretta upp. Spurt er hvort úrræðin eigi að vera leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi eða reknir af hinu opinbera? Hvort sjálfstætt starfandi skólar skuli reknir af foreldrum eða atvinnulífinu? Hvort við viljum leggja áherslu á dagforeldra eða umönunargreiðslur til foreldra? Svo fátt eitt sé nefnt. Aukinheldur eru uppi ólíkar hugmyndir um hvernig skipulag þjónustunnar eigi að vera háttað, til dæmis er varðar lengd á viðveru barna. Bent er á jafnréttissjónarmið og starfsumhverfi fagfólks sem sinnir börnunum, á meðan spurt er hvað sé börnum í raun fyrir bestu? Ef við snúum okkur aftur að spurningunni um það hvernig við ætlum að auðvelda líf fjölskyldufólks þurfum við að svara því hvernig þjónustu við ættum að veita fyrir aldurshópinn. Við þurfum að spyrja hvernig er að vera barn í Reykjavík og hvernig samfélag og þjónustu við viljum byggja upp í kringum börnin okkar á fyrstu æviárum þeirra? Opið samráð um þjónustu við börn og barnafjölskyldur Í gildandi samstarfssáttmála meirihluta borgarstjórnar segir að skipuleggja eigi borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Til að mæta því verkefni hefur verið skipaður stýrihópur um mótun heildstæðrar stefnu um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára. Í þeirri vinnu er víðtækt samráð við forsjáraðila og aðra hagsmunaaðila þýðingarmikið, til að varpa ljósi á núverandi stöðu og áskoranir, ásamt því að fá fram fjölbreytt sjónarmið um lausnir og tækifæri fram á veginn. Hvernig vilt þú bæta þjónustu við ung börn í Reykjavík? Mikilvægt er að kalla fram ólík sjónarmið um hvernig best sé að þjónusta aldurshópinn, ásamt því að hafa í huga að ein lausn hentar ekki öllum. Það er því afar ánægjulegt að geta farið í opið samráð um þjónustu við börn á aldrinum 0-6 ára enda skiptir máli að raddir sem flestra heyrist í slíkri vinnu. Ég hvet þig til þess að taka þátt í samráðinu í gegnum samráðsvef borgarinnar og með því hafa áhrif á stefnumótun um umhverfi og aðstæður 0-6 ára barna í Reykjavík. Það er von mín að þessi stefnumótun muni leiða til fjölbreyttra lausna til framfara. Við þurfum að hafa sterka og ígrundaða framtíðarsýn og setja málefni barna í forgang. Hlekkur á samráðsvef: https://www.samradsvefur.is/ Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður stýrihóps um mótun heildstæðrar stefnu og aðgerðaráætlunar um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára í Reykjavík.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun