Jólin jólin – alls staðar á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 11. desember 2023 15:02 Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Því já það er nú svo að við erum að horfa til alls höfuðborgarsvæðisins í heild þegar verið er að tala um jólastemninguna á svæðinu. Erlendir ferðamenn gera ekki greinarmun á því hvort þeir eru í Hafnarfirði eða Reykjavík – þó svo að við íbúarnir gerum það. En það má svo sannarlega segja að allt höfuðborgarsvæðið sé undirlagt af hátíðarupplifun þetta árið. Það er mikið verk að reyna að komast yfir að skoða alla þá fallegu staði sem hafa verið skreyttir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og upplifa jólaandann. Til þess að nefna nokkur dæmi: Miðborgin Reykjavík skartar sínu fegursta með skautasvelli, jólaketti, jólavættum og jólamörkuðum á hverju horni. Hellisgerði í Hafnarfirði er skreytt eins og úr ævintýrabók og Jólaþorpið aldrei verið fjölbreyttara. Í Guðmundarlundi í Kópavogi er lítið jólaævintýri með fallegum jólaljósum sem gleðja bæði unga sem aldna og þar er búið að vera í boði vinsælt jólaleikrit. Alla sunnudaga fyrir jól er aðventuupplestur í Gljúfrasteini í Mosfellsdal og Mosfellsbær er allur fallega skreyttur og þá sérstaklega við Hlégarð þar sem er tilvalið að fá sér góðan göngutúr. Garðatorg í Garðabæ býður einnig upp á rólega hátíðarstemningu þar sem m.a. á Hönnunarsafninu er hægt að setjast niður með öðrum og skrifa jólakortin. Árbæjarsafn býður upp á sígilda jóladagskrá sem er orðinn ómissandi heimsókn fyrir marga á aðventunni, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur svo jólaandann upp á næsta stig með jólahringekju og kósýheitum. Þjóðminjasafnið fær svo til sín kræsilega jólasveina á hverjum degi þrettán dögum fyrir jól. Jólatónleikar og jólaskop setja svo svip sinn á t.d. Hörpu, Hlégarð, Salinn og Bæjarbíó. Það er því eins og áður sagði nóg að upplifa þessa aðventuna sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu - þó hér hafi aðeins nokkur dæmi verið tekin. Í miðri aðventu er svo ferðaþjónustan að kappkosta við að taka á móti ferðamönnum og sýna þeim allt það besta sem við höfum upp á að bjóða sem áfangastaður. Því ferðamenn koma hingað í síauknu mæli til þess að upplifa jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma getað notið alls þess besta sem við höfum upp á að bjóða í s.s. afþreyingu, veitingastöðum, söfnum. Ekki skemmir ef það glittir í norðurljósin. Það má kannski segja að það komi ekkert á óvart að höfuðborgin sé valin einn besti áfangastaður til þess að upplifa jólastemninguna – og það viljum við sjá áfram. Það er svo sannarlega ánægjulegt bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Það er von okkar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins að við öll njótum aðventunnar. Einnig að þeir ferðamenn sem hingað komi muni njóta þeirrar einstöku gestrisni sem við erum þekkt fyrir, eigi hér hæglætis jól og áramót og fari með góða sögu að segja. Njótið aðventunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Jól Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Því já það er nú svo að við erum að horfa til alls höfuðborgarsvæðisins í heild þegar verið er að tala um jólastemninguna á svæðinu. Erlendir ferðamenn gera ekki greinarmun á því hvort þeir eru í Hafnarfirði eða Reykjavík – þó svo að við íbúarnir gerum það. En það má svo sannarlega segja að allt höfuðborgarsvæðið sé undirlagt af hátíðarupplifun þetta árið. Það er mikið verk að reyna að komast yfir að skoða alla þá fallegu staði sem hafa verið skreyttir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og upplifa jólaandann. Til þess að nefna nokkur dæmi: Miðborgin Reykjavík skartar sínu fegursta með skautasvelli, jólaketti, jólavættum og jólamörkuðum á hverju horni. Hellisgerði í Hafnarfirði er skreytt eins og úr ævintýrabók og Jólaþorpið aldrei verið fjölbreyttara. Í Guðmundarlundi í Kópavogi er lítið jólaævintýri með fallegum jólaljósum sem gleðja bæði unga sem aldna og þar er búið að vera í boði vinsælt jólaleikrit. Alla sunnudaga fyrir jól er aðventuupplestur í Gljúfrasteini í Mosfellsdal og Mosfellsbær er allur fallega skreyttur og þá sérstaklega við Hlégarð þar sem er tilvalið að fá sér góðan göngutúr. Garðatorg í Garðabæ býður einnig upp á rólega hátíðarstemningu þar sem m.a. á Hönnunarsafninu er hægt að setjast niður með öðrum og skrifa jólakortin. Árbæjarsafn býður upp á sígilda jóladagskrá sem er orðinn ómissandi heimsókn fyrir marga á aðventunni, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur svo jólaandann upp á næsta stig með jólahringekju og kósýheitum. Þjóðminjasafnið fær svo til sín kræsilega jólasveina á hverjum degi þrettán dögum fyrir jól. Jólatónleikar og jólaskop setja svo svip sinn á t.d. Hörpu, Hlégarð, Salinn og Bæjarbíó. Það er því eins og áður sagði nóg að upplifa þessa aðventuna sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu - þó hér hafi aðeins nokkur dæmi verið tekin. Í miðri aðventu er svo ferðaþjónustan að kappkosta við að taka á móti ferðamönnum og sýna þeim allt það besta sem við höfum upp á að bjóða sem áfangastaður. Því ferðamenn koma hingað í síauknu mæli til þess að upplifa jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma getað notið alls þess besta sem við höfum upp á að bjóða í s.s. afþreyingu, veitingastöðum, söfnum. Ekki skemmir ef það glittir í norðurljósin. Það má kannski segja að það komi ekkert á óvart að höfuðborgin sé valin einn besti áfangastaður til þess að upplifa jólastemninguna – og það viljum við sjá áfram. Það er svo sannarlega ánægjulegt bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Það er von okkar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins að við öll njótum aðventunnar. Einnig að þeir ferðamenn sem hingað komi muni njóta þeirrar einstöku gestrisni sem við erum þekkt fyrir, eigi hér hæglætis jól og áramót og fari með góða sögu að segja. Njótið aðventunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun