Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans Óskar Jósúason skrifar 6. desember 2023 13:30 Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. í Grunnskóla Vestmannaeyja eru alltaf gerðar tenglsakannanir hjá nemendum til að fylgjast með þróun vinatengsla. Með það fyrir augum að styrkja þá sem á því þurfa. Það er nefnilega í skólanum sem grunnur að vináttu margra er byggður. Það er enn margt til í því sem Nóbels verðlaunahafinn Johannes Fibiger skrifaði eitt sinn: Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum. Fyrir ári síðan tókum við eftir breytingum á tengslakönnun hjá nemendum í 2. bekk. Það vakti furðan okkar hve margir nemendur væru að tengjast við aðra nemendur úr öðrum bekkjum. Sem er gott og blessað og gerist einstaka sinnum. Eftir tengslakönnun í ár hjá öðrum bekk gerist það aftur. Áberandi hve margir nemendur eru að tengjast vinaböndum úr öðrum bekkjum. Við kíktum til baka síðustu 6 ár og sáum að meðaltali væru 6 nemendur að fá tengsl við nemendur úr öðrum bekkjum. En af tveimur síðustu árgöngum hafa verið 19 slíkar tengingar. Stóra spurningin er því, hvað breyttist? Þessir 2 síðustu árgangar eru nefnilega „kveikjum neistann” árgangar. Haustið 2021 hófst þróunarverkefnið „Kveikjum neistann” og þar er mögulega að finna svar við þessum óvæntu og jákvæðu vinaböndum milli bekkja. Þetta er mögulega hægt að útskýra að miklu leyti vegna ástríðu- og þjálfunar tímanna. Í þjálfunar tímunum er nemendum raðað í hópa sem eru komnir svipað langt í náminu, gert til að allir fái verkefni við hæfi. Þetta er ein af lykilkenningum verkefnisins. Börn verða að fá réttar áskoranir miðað við færni til að komast í flæði en þannig ná þeir frábærum árangri (Csikszentmihalyi). Þjálfunar tímarnir eru þvert á bekki. Í ástríðu tímunum fá nemendur að velja sér viðfangsefni eftir ástríðu, einnig þvert á bekki. Í þessum tímum eru því meiri líkur að þú finnir einhvern með svipuð áhugamál og þú. Þessir tveir tímar eru því að fjölga tengingum barnanna við hvert annað og auka líkurnar á vináttu. Að auki hafa kennarar farið kerfisbundið meira í félagsþáttinn í gegnum hugarfar. En hugarfar er stór partur í verkefninu þar sem reynt er eftir fremsta magni að auka gróskuhugarfar nemenda. Núna erum við einungis með þessa 2 árganga og of snemmt að halda einhverju fram en það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi þróun. Í byrjun snerust markmið með þessari skipulagsbreytingu að námsframvindu nemandans og það gerir það enn enda framúrskarandi árangur náðst. Þessi óvænti ávöxtur sem virðist vera að þroskast fyrir framan okkur gæti þó haft einhver áhrif á þróun eða skipulagningu verkefnisins. Á jákvæðan hátt. Þetta er svo sannarlega hlutur sem við munum fylgjast grannt með og mögulega verða partur af þróun verkefnisins. Vinátta er nefnilega gulls ígildi og getur hjálpað í náminu sem og lífinu. Þetta þarf að skoða og þróa. Mögulega er næsta skref þannig að hafa ástríðu tímana þvert á árganga. Við það myndi möguleikinn á að nemendur geti fundið vini og vinatengsl aukast enn meir. Vinatengsl við einstaklinga sem eru þá einu ári eldri eða yngri en þeir? Það eru allavegana tækifæri til að skoða og útfæra þetta. Eitt er víst, vináttan er mikilvæg og í þessu þróunarverkefni virðist sem vináttan hafi verið óvænt hliðarafurð þróunarverkefnisins „Kveikjum neistann”. Höfundur er aðstoðarskólastjóri GRV - Hamarsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Börn og uppeldi Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. í Grunnskóla Vestmannaeyja eru alltaf gerðar tenglsakannanir hjá nemendum til að fylgjast með þróun vinatengsla. Með það fyrir augum að styrkja þá sem á því þurfa. Það er nefnilega í skólanum sem grunnur að vináttu margra er byggður. Það er enn margt til í því sem Nóbels verðlaunahafinn Johannes Fibiger skrifaði eitt sinn: Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum. Fyrir ári síðan tókum við eftir breytingum á tengslakönnun hjá nemendum í 2. bekk. Það vakti furðan okkar hve margir nemendur væru að tengjast við aðra nemendur úr öðrum bekkjum. Sem er gott og blessað og gerist einstaka sinnum. Eftir tengslakönnun í ár hjá öðrum bekk gerist það aftur. Áberandi hve margir nemendur eru að tengjast vinaböndum úr öðrum bekkjum. Við kíktum til baka síðustu 6 ár og sáum að meðaltali væru 6 nemendur að fá tengsl við nemendur úr öðrum bekkjum. En af tveimur síðustu árgöngum hafa verið 19 slíkar tengingar. Stóra spurningin er því, hvað breyttist? Þessir 2 síðustu árgangar eru nefnilega „kveikjum neistann” árgangar. Haustið 2021 hófst þróunarverkefnið „Kveikjum neistann” og þar er mögulega að finna svar við þessum óvæntu og jákvæðu vinaböndum milli bekkja. Þetta er mögulega hægt að útskýra að miklu leyti vegna ástríðu- og þjálfunar tímanna. Í þjálfunar tímunum er nemendum raðað í hópa sem eru komnir svipað langt í náminu, gert til að allir fái verkefni við hæfi. Þetta er ein af lykilkenningum verkefnisins. Börn verða að fá réttar áskoranir miðað við færni til að komast í flæði en þannig ná þeir frábærum árangri (Csikszentmihalyi). Þjálfunar tímarnir eru þvert á bekki. Í ástríðu tímunum fá nemendur að velja sér viðfangsefni eftir ástríðu, einnig þvert á bekki. Í þessum tímum eru því meiri líkur að þú finnir einhvern með svipuð áhugamál og þú. Þessir tveir tímar eru því að fjölga tengingum barnanna við hvert annað og auka líkurnar á vináttu. Að auki hafa kennarar farið kerfisbundið meira í félagsþáttinn í gegnum hugarfar. En hugarfar er stór partur í verkefninu þar sem reynt er eftir fremsta magni að auka gróskuhugarfar nemenda. Núna erum við einungis með þessa 2 árganga og of snemmt að halda einhverju fram en það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi þróun. Í byrjun snerust markmið með þessari skipulagsbreytingu að námsframvindu nemandans og það gerir það enn enda framúrskarandi árangur náðst. Þessi óvænti ávöxtur sem virðist vera að þroskast fyrir framan okkur gæti þó haft einhver áhrif á þróun eða skipulagningu verkefnisins. Á jákvæðan hátt. Þetta er svo sannarlega hlutur sem við munum fylgjast grannt með og mögulega verða partur af þróun verkefnisins. Vinátta er nefnilega gulls ígildi og getur hjálpað í náminu sem og lífinu. Þetta þarf að skoða og þróa. Mögulega er næsta skref þannig að hafa ástríðu tímana þvert á árganga. Við það myndi möguleikinn á að nemendur geti fundið vini og vinatengsl aukast enn meir. Vinatengsl við einstaklinga sem eru þá einu ári eldri eða yngri en þeir? Það eru allavegana tækifæri til að skoða og útfæra þetta. Eitt er víst, vináttan er mikilvæg og í þessu þróunarverkefni virðist sem vináttan hafi verið óvænt hliðarafurð þróunarverkefnisins „Kveikjum neistann”. Höfundur er aðstoðarskólastjóri GRV - Hamarsskóla.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun