Palestína er prófsteinninn! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 29. nóvember 2023 18:01 Það sem gerist í Palestínu er miklu víðtækara mál en eingöngu fjöldamorðin og kúgunin sem Ísraelsher fremur nú sem fyrr á Gaza og á Vesturbakkanum. Afstaða vestrænna ríkja upp til hópa gagnvart framferði Ísraels og stöðu Palestínu er hinn raunverulegi prófsteinn á stefnu þeirra og gildi hátíðlegra yfirlýsinga um mikilvægi alþjóðsáttmála um lýðréttindi og frelsi. Í afstöðunni til Ísrael kristallast sú staðreynd - að ráðamenn vestrænna ríkja eru tvöfaldir í roðinu - þeir samþykkja margvíslegar og víðtækar refsiaðgerðir gegn sumum ríkjum sem brjóta gegn mannréttindasáttmálum. Gegn löndum sem brjóta mannréttindi; Rússlandi, Íran, N- Kóreu ofl. er beitt efnahagsþvingunum og útilokun frá alþjóðlegu menningarsamstarfi, íþróttakeppnum og vísindasamstarfi. En Ísrael, apartheidríkið, sem stelur landi, myrðir ungabörn, heldur úti lengsta hernámi sögunnar, byggir ólöglega múra, fangelsar börn og fullorðna án dóms og laga og myrðir forystumenn Palestínumanna hvar sem þá er að finna; Ísrael sem hefur einn lengsta feril mannréttindabrota allra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna, er í hávegum haft. Og nýtur stuðnings á sviði efnahags-, hernaðar- og stjórnmála. Og nú sem aldrei fyrr. Heimafyrir, í ýmsum Evrópulöndum, er allt öfugsnúið þegar ríkisstjórnir sem segjast fylgja mannréttindum ráðast gegn grundvallarréttindum eigin þegna. Fjöldi fólks á Vesturlöndum, í ýmsum starfsgreinum s.s. fjölmiðlum og listum, sem vogar sé að gagnrýna stefnu Ísraels, er rekið úr starfi. Gagnrýni á framferði Ísraels og á síonismann er sögð vera gyðingahatur! Hver borgar? Ríkisstjórnir margra landa senda hersetnum Palestínumönnum lífsnauðsynjar og byggja m.a. skóla og sjúkrahús. Gazabúar eru flestir á framfæri Sameinuðu þjóðanna, atvinnulausir í herkví í tæp tuttugu ár. Í sífelldum árásum Ísraelshers eru skólarnir og sjúkrahúsin eyðilögð og skrúfað fyrir eldsneyti, vatn og lyfjasendingar. Þá kemur til kasta „alþjóðasamfélagsins“, skólar og sjúkrahús endurbyggð og lífsnauðsynjar sendar til innilokaðra Palestínumanna - innilokaðir af Ísraelhers sem tekur enga ábyrgð á gerðum sínum Í stórárásinni sem hófst í október 2023 endurtekur sagan sig - Ísraelsher sprengir sjúkrahús, skóla, heimili og birgðarstöðvar í loft upp. Og Evrópulönd ofl. senda mat,vatn, lyf, eldsneyti til að bjarga nauðstöddum Gazabúum. Nú þegar er byrjað að ræða enduruppbyggingu Gaza. En það er ekki hið ósnertanlega Ísrael ber kostnað af eyðileggingunni sem her þeirra veldur - það gera skattgreiðendur í öðrum löndum. Tvöfeldnin er ótrúleg. Ísraelsher fær stuðning í formi hátæknivopna frá Vesturlöndum sem eru notuð til að eyðileggja líf og lífsafkomu Palestínumanna. Vesturlönd borga því bæði fyrir eyðilegginguna og uppbygginguna! Gjá milli orða og efnda Almenningur Evrópu og víðar sér þessa tvöfeldni sem blasir við - og kostnaðinn sem almenningur ber að sjálfsögðu. Og stjórnvöld verða ómerkingar - fólk sem segir eitt en gerir annað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkismálaráðherra, var aldrei spör á orð um mikilvægi mannréttinda og fylgni við alþjóðasamninga - ekki síst fyrir smáþjóðir. Enn situr hún í ríkisstjórn sem hagar sé með sama hætti og aðrar ríkisstjórnir Vesturlanda - styður Ísrael samtímis sem Ísrael myrðir þúsundir barna og lýsir jafnframt yfir að þessu sé ekki lokið. Er mögulegt að leggjast lægra - að skapa stærri gjá milli orða og efnda? Hræsnisfullir leiðtogar Vesturlanda uppskera eins og þeir sá - þeir standa naktir í tvöfeldni sinni. Traust til stjórnmálastarfs hrynur, þátttaka í kosningum minnkar og lýðræðið stendur veikar. Palestínumálið er prófsteinn - ef Ísrael getur haldið áfram á sinni vegferð, hundsað allt sem er svo mikilvægt í samskiptum ríkja og einstaklinga - þá hefur hið s.k. alþjóðsamfélag fallið enn og aftur á prófinu. Nú er tækifæri til að stíga á stokk til að verja lýðræðið, mannréttindin og frelsið! Hvaða ríkisstjórnir vestrænna landa ætla að stöðva hryðjuverk Ísraels? Hvaða ríkisstjórnir ætla áfram að fylla flokk hinna óheiðarlegu; þeirra sem segjast aðhyllast mannréttindi og frelsi - en styðja stríðsglæpi Ísraels! Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera? Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það sem gerist í Palestínu er miklu víðtækara mál en eingöngu fjöldamorðin og kúgunin sem Ísraelsher fremur nú sem fyrr á Gaza og á Vesturbakkanum. Afstaða vestrænna ríkja upp til hópa gagnvart framferði Ísraels og stöðu Palestínu er hinn raunverulegi prófsteinn á stefnu þeirra og gildi hátíðlegra yfirlýsinga um mikilvægi alþjóðsáttmála um lýðréttindi og frelsi. Í afstöðunni til Ísrael kristallast sú staðreynd - að ráðamenn vestrænna ríkja eru tvöfaldir í roðinu - þeir samþykkja margvíslegar og víðtækar refsiaðgerðir gegn sumum ríkjum sem brjóta gegn mannréttindasáttmálum. Gegn löndum sem brjóta mannréttindi; Rússlandi, Íran, N- Kóreu ofl. er beitt efnahagsþvingunum og útilokun frá alþjóðlegu menningarsamstarfi, íþróttakeppnum og vísindasamstarfi. En Ísrael, apartheidríkið, sem stelur landi, myrðir ungabörn, heldur úti lengsta hernámi sögunnar, byggir ólöglega múra, fangelsar börn og fullorðna án dóms og laga og myrðir forystumenn Palestínumanna hvar sem þá er að finna; Ísrael sem hefur einn lengsta feril mannréttindabrota allra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna, er í hávegum haft. Og nýtur stuðnings á sviði efnahags-, hernaðar- og stjórnmála. Og nú sem aldrei fyrr. Heimafyrir, í ýmsum Evrópulöndum, er allt öfugsnúið þegar ríkisstjórnir sem segjast fylgja mannréttindum ráðast gegn grundvallarréttindum eigin þegna. Fjöldi fólks á Vesturlöndum, í ýmsum starfsgreinum s.s. fjölmiðlum og listum, sem vogar sé að gagnrýna stefnu Ísraels, er rekið úr starfi. Gagnrýni á framferði Ísraels og á síonismann er sögð vera gyðingahatur! Hver borgar? Ríkisstjórnir margra landa senda hersetnum Palestínumönnum lífsnauðsynjar og byggja m.a. skóla og sjúkrahús. Gazabúar eru flestir á framfæri Sameinuðu þjóðanna, atvinnulausir í herkví í tæp tuttugu ár. Í sífelldum árásum Ísraelshers eru skólarnir og sjúkrahúsin eyðilögð og skrúfað fyrir eldsneyti, vatn og lyfjasendingar. Þá kemur til kasta „alþjóðasamfélagsins“, skólar og sjúkrahús endurbyggð og lífsnauðsynjar sendar til innilokaðra Palestínumanna - innilokaðir af Ísraelhers sem tekur enga ábyrgð á gerðum sínum Í stórárásinni sem hófst í október 2023 endurtekur sagan sig - Ísraelsher sprengir sjúkrahús, skóla, heimili og birgðarstöðvar í loft upp. Og Evrópulönd ofl. senda mat,vatn, lyf, eldsneyti til að bjarga nauðstöddum Gazabúum. Nú þegar er byrjað að ræða enduruppbyggingu Gaza. En það er ekki hið ósnertanlega Ísrael ber kostnað af eyðileggingunni sem her þeirra veldur - það gera skattgreiðendur í öðrum löndum. Tvöfeldnin er ótrúleg. Ísraelsher fær stuðning í formi hátæknivopna frá Vesturlöndum sem eru notuð til að eyðileggja líf og lífsafkomu Palestínumanna. Vesturlönd borga því bæði fyrir eyðilegginguna og uppbygginguna! Gjá milli orða og efnda Almenningur Evrópu og víðar sér þessa tvöfeldni sem blasir við - og kostnaðinn sem almenningur ber að sjálfsögðu. Og stjórnvöld verða ómerkingar - fólk sem segir eitt en gerir annað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkismálaráðherra, var aldrei spör á orð um mikilvægi mannréttinda og fylgni við alþjóðasamninga - ekki síst fyrir smáþjóðir. Enn situr hún í ríkisstjórn sem hagar sé með sama hætti og aðrar ríkisstjórnir Vesturlanda - styður Ísrael samtímis sem Ísrael myrðir þúsundir barna og lýsir jafnframt yfir að þessu sé ekki lokið. Er mögulegt að leggjast lægra - að skapa stærri gjá milli orða og efnda? Hræsnisfullir leiðtogar Vesturlanda uppskera eins og þeir sá - þeir standa naktir í tvöfeldni sinni. Traust til stjórnmálastarfs hrynur, þátttaka í kosningum minnkar og lýðræðið stendur veikar. Palestínumálið er prófsteinn - ef Ísrael getur haldið áfram á sinni vegferð, hundsað allt sem er svo mikilvægt í samskiptum ríkja og einstaklinga - þá hefur hið s.k. alþjóðsamfélag fallið enn og aftur á prófinu. Nú er tækifæri til að stíga á stokk til að verja lýðræðið, mannréttindin og frelsið! Hvaða ríkisstjórnir vestrænna landa ætla að stöðva hryðjuverk Ísraels? Hvaða ríkisstjórnir ætla áfram að fylla flokk hinna óheiðarlegu; þeirra sem segjast aðhyllast mannréttindi og frelsi - en styðja stríðsglæpi Ísraels! Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera? Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun