Palestína er prófsteinninn! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 29. nóvember 2023 18:01 Það sem gerist í Palestínu er miklu víðtækara mál en eingöngu fjöldamorðin og kúgunin sem Ísraelsher fremur nú sem fyrr á Gaza og á Vesturbakkanum. Afstaða vestrænna ríkja upp til hópa gagnvart framferði Ísraels og stöðu Palestínu er hinn raunverulegi prófsteinn á stefnu þeirra og gildi hátíðlegra yfirlýsinga um mikilvægi alþjóðsáttmála um lýðréttindi og frelsi. Í afstöðunni til Ísrael kristallast sú staðreynd - að ráðamenn vestrænna ríkja eru tvöfaldir í roðinu - þeir samþykkja margvíslegar og víðtækar refsiaðgerðir gegn sumum ríkjum sem brjóta gegn mannréttindasáttmálum. Gegn löndum sem brjóta mannréttindi; Rússlandi, Íran, N- Kóreu ofl. er beitt efnahagsþvingunum og útilokun frá alþjóðlegu menningarsamstarfi, íþróttakeppnum og vísindasamstarfi. En Ísrael, apartheidríkið, sem stelur landi, myrðir ungabörn, heldur úti lengsta hernámi sögunnar, byggir ólöglega múra, fangelsar börn og fullorðna án dóms og laga og myrðir forystumenn Palestínumanna hvar sem þá er að finna; Ísrael sem hefur einn lengsta feril mannréttindabrota allra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna, er í hávegum haft. Og nýtur stuðnings á sviði efnahags-, hernaðar- og stjórnmála. Og nú sem aldrei fyrr. Heimafyrir, í ýmsum Evrópulöndum, er allt öfugsnúið þegar ríkisstjórnir sem segjast fylgja mannréttindum ráðast gegn grundvallarréttindum eigin þegna. Fjöldi fólks á Vesturlöndum, í ýmsum starfsgreinum s.s. fjölmiðlum og listum, sem vogar sé að gagnrýna stefnu Ísraels, er rekið úr starfi. Gagnrýni á framferði Ísraels og á síonismann er sögð vera gyðingahatur! Hver borgar? Ríkisstjórnir margra landa senda hersetnum Palestínumönnum lífsnauðsynjar og byggja m.a. skóla og sjúkrahús. Gazabúar eru flestir á framfæri Sameinuðu þjóðanna, atvinnulausir í herkví í tæp tuttugu ár. Í sífelldum árásum Ísraelshers eru skólarnir og sjúkrahúsin eyðilögð og skrúfað fyrir eldsneyti, vatn og lyfjasendingar. Þá kemur til kasta „alþjóðasamfélagsins“, skólar og sjúkrahús endurbyggð og lífsnauðsynjar sendar til innilokaðra Palestínumanna - innilokaðir af Ísraelhers sem tekur enga ábyrgð á gerðum sínum Í stórárásinni sem hófst í október 2023 endurtekur sagan sig - Ísraelsher sprengir sjúkrahús, skóla, heimili og birgðarstöðvar í loft upp. Og Evrópulönd ofl. senda mat,vatn, lyf, eldsneyti til að bjarga nauðstöddum Gazabúum. Nú þegar er byrjað að ræða enduruppbyggingu Gaza. En það er ekki hið ósnertanlega Ísrael ber kostnað af eyðileggingunni sem her þeirra veldur - það gera skattgreiðendur í öðrum löndum. Tvöfeldnin er ótrúleg. Ísraelsher fær stuðning í formi hátæknivopna frá Vesturlöndum sem eru notuð til að eyðileggja líf og lífsafkomu Palestínumanna. Vesturlönd borga því bæði fyrir eyðilegginguna og uppbygginguna! Gjá milli orða og efnda Almenningur Evrópu og víðar sér þessa tvöfeldni sem blasir við - og kostnaðinn sem almenningur ber að sjálfsögðu. Og stjórnvöld verða ómerkingar - fólk sem segir eitt en gerir annað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkismálaráðherra, var aldrei spör á orð um mikilvægi mannréttinda og fylgni við alþjóðasamninga - ekki síst fyrir smáþjóðir. Enn situr hún í ríkisstjórn sem hagar sé með sama hætti og aðrar ríkisstjórnir Vesturlanda - styður Ísrael samtímis sem Ísrael myrðir þúsundir barna og lýsir jafnframt yfir að þessu sé ekki lokið. Er mögulegt að leggjast lægra - að skapa stærri gjá milli orða og efnda? Hræsnisfullir leiðtogar Vesturlanda uppskera eins og þeir sá - þeir standa naktir í tvöfeldni sinni. Traust til stjórnmálastarfs hrynur, þátttaka í kosningum minnkar og lýðræðið stendur veikar. Palestínumálið er prófsteinn - ef Ísrael getur haldið áfram á sinni vegferð, hundsað allt sem er svo mikilvægt í samskiptum ríkja og einstaklinga - þá hefur hið s.k. alþjóðsamfélag fallið enn og aftur á prófinu. Nú er tækifæri til að stíga á stokk til að verja lýðræðið, mannréttindin og frelsið! Hvaða ríkisstjórnir vestrænna landa ætla að stöðva hryðjuverk Ísraels? Hvaða ríkisstjórnir ætla áfram að fylla flokk hinna óheiðarlegu; þeirra sem segjast aðhyllast mannréttindi og frelsi - en styðja stríðsglæpi Ísraels! Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera? Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Það sem gerist í Palestínu er miklu víðtækara mál en eingöngu fjöldamorðin og kúgunin sem Ísraelsher fremur nú sem fyrr á Gaza og á Vesturbakkanum. Afstaða vestrænna ríkja upp til hópa gagnvart framferði Ísraels og stöðu Palestínu er hinn raunverulegi prófsteinn á stefnu þeirra og gildi hátíðlegra yfirlýsinga um mikilvægi alþjóðsáttmála um lýðréttindi og frelsi. Í afstöðunni til Ísrael kristallast sú staðreynd - að ráðamenn vestrænna ríkja eru tvöfaldir í roðinu - þeir samþykkja margvíslegar og víðtækar refsiaðgerðir gegn sumum ríkjum sem brjóta gegn mannréttindasáttmálum. Gegn löndum sem brjóta mannréttindi; Rússlandi, Íran, N- Kóreu ofl. er beitt efnahagsþvingunum og útilokun frá alþjóðlegu menningarsamstarfi, íþróttakeppnum og vísindasamstarfi. En Ísrael, apartheidríkið, sem stelur landi, myrðir ungabörn, heldur úti lengsta hernámi sögunnar, byggir ólöglega múra, fangelsar börn og fullorðna án dóms og laga og myrðir forystumenn Palestínumanna hvar sem þá er að finna; Ísrael sem hefur einn lengsta feril mannréttindabrota allra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna, er í hávegum haft. Og nýtur stuðnings á sviði efnahags-, hernaðar- og stjórnmála. Og nú sem aldrei fyrr. Heimafyrir, í ýmsum Evrópulöndum, er allt öfugsnúið þegar ríkisstjórnir sem segjast fylgja mannréttindum ráðast gegn grundvallarréttindum eigin þegna. Fjöldi fólks á Vesturlöndum, í ýmsum starfsgreinum s.s. fjölmiðlum og listum, sem vogar sé að gagnrýna stefnu Ísraels, er rekið úr starfi. Gagnrýni á framferði Ísraels og á síonismann er sögð vera gyðingahatur! Hver borgar? Ríkisstjórnir margra landa senda hersetnum Palestínumönnum lífsnauðsynjar og byggja m.a. skóla og sjúkrahús. Gazabúar eru flestir á framfæri Sameinuðu þjóðanna, atvinnulausir í herkví í tæp tuttugu ár. Í sífelldum árásum Ísraelshers eru skólarnir og sjúkrahúsin eyðilögð og skrúfað fyrir eldsneyti, vatn og lyfjasendingar. Þá kemur til kasta „alþjóðasamfélagsins“, skólar og sjúkrahús endurbyggð og lífsnauðsynjar sendar til innilokaðra Palestínumanna - innilokaðir af Ísraelhers sem tekur enga ábyrgð á gerðum sínum Í stórárásinni sem hófst í október 2023 endurtekur sagan sig - Ísraelsher sprengir sjúkrahús, skóla, heimili og birgðarstöðvar í loft upp. Og Evrópulönd ofl. senda mat,vatn, lyf, eldsneyti til að bjarga nauðstöddum Gazabúum. Nú þegar er byrjað að ræða enduruppbyggingu Gaza. En það er ekki hið ósnertanlega Ísrael ber kostnað af eyðileggingunni sem her þeirra veldur - það gera skattgreiðendur í öðrum löndum. Tvöfeldnin er ótrúleg. Ísraelsher fær stuðning í formi hátæknivopna frá Vesturlöndum sem eru notuð til að eyðileggja líf og lífsafkomu Palestínumanna. Vesturlönd borga því bæði fyrir eyðilegginguna og uppbygginguna! Gjá milli orða og efnda Almenningur Evrópu og víðar sér þessa tvöfeldni sem blasir við - og kostnaðinn sem almenningur ber að sjálfsögðu. Og stjórnvöld verða ómerkingar - fólk sem segir eitt en gerir annað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkismálaráðherra, var aldrei spör á orð um mikilvægi mannréttinda og fylgni við alþjóðasamninga - ekki síst fyrir smáþjóðir. Enn situr hún í ríkisstjórn sem hagar sé með sama hætti og aðrar ríkisstjórnir Vesturlanda - styður Ísrael samtímis sem Ísrael myrðir þúsundir barna og lýsir jafnframt yfir að þessu sé ekki lokið. Er mögulegt að leggjast lægra - að skapa stærri gjá milli orða og efnda? Hræsnisfullir leiðtogar Vesturlanda uppskera eins og þeir sá - þeir standa naktir í tvöfeldni sinni. Traust til stjórnmálastarfs hrynur, þátttaka í kosningum minnkar og lýðræðið stendur veikar. Palestínumálið er prófsteinn - ef Ísrael getur haldið áfram á sinni vegferð, hundsað allt sem er svo mikilvægt í samskiptum ríkja og einstaklinga - þá hefur hið s.k. alþjóðsamfélag fallið enn og aftur á prófinu. Nú er tækifæri til að stíga á stokk til að verja lýðræðið, mannréttindin og frelsið! Hvaða ríkisstjórnir vestrænna landa ætla að stöðva hryðjuverk Ísraels? Hvaða ríkisstjórnir ætla áfram að fylla flokk hinna óheiðarlegu; þeirra sem segjast aðhyllast mannréttindi og frelsi - en styðja stríðsglæpi Ísraels! Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera? Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar