Lítum ekki undan Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 14:00 Þegar ég var barn og las um helförina velti ég því margoft fyrir mér hvernig fólk gat leyft því að gerast að annað fólk, góðhjartað og velviljað og saklaust, væri myrt með köldu blóði. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig það gat gerst. Ætli börnin á Gaza hugsi ekki það sama núna? Af hverju reynir enginn að bjarga okkur? Við missum smátt og smátt næmni fyrir hryllingi heimsins. Þetta er varnarviðbragð, leið til að lifa af. Mannréttindi fólksins sem býr á Gaza hafa nú verið brotin svo oft og svo hræðilega og svo opinberlega að við getum varla horft lengur. En við megum ekki líta undan. Ég hélt sem barn að fólkið sem leit undan hlyti að vera vont fólk. Ég veit núna að það var fólk sem búið var að sannfæra um að líf eins hóps væri ekki jafn mikils virði og þeirra. Tilfinningin fyrir réttu og röngu getur beyglast þegar okkur er talin trú um að samkennd sé flókin. Staðreyndin er sú að góðhjartað og velviljað fólk leyfði fjöldamorð með aðgerðarleysi sínu. Ef morð á saklausu fólki í Ísrael hreyfa meira við okkur en morð á saklausu fólki í Palestínu, þá þýðir það einfaldlega að afmennskunaráróður ísraelskra stjórnvalda undanfarinna áratuga hefur borið árangur. Fólkið á Gaza býr nú um lífvana líkama barna sinna í fjöldagröfum og vestræn ríki gera ekki neitt. Þetta er ekki flókið. Ísraelsher er að murka lífið úr saklausu fólki. Ef við lítum undan og gerum ekkert erum við samsek. Slit á stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael er það sem við getum gert núna. Við verðum að gera það, svo börnin okkar þurfi ekki að velta því fyrir sér af hverju við gerðum ekkert þegar þjóðarmorð var framið. Höfundur er verkefnastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn og las um helförina velti ég því margoft fyrir mér hvernig fólk gat leyft því að gerast að annað fólk, góðhjartað og velviljað og saklaust, væri myrt með köldu blóði. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig það gat gerst. Ætli börnin á Gaza hugsi ekki það sama núna? Af hverju reynir enginn að bjarga okkur? Við missum smátt og smátt næmni fyrir hryllingi heimsins. Þetta er varnarviðbragð, leið til að lifa af. Mannréttindi fólksins sem býr á Gaza hafa nú verið brotin svo oft og svo hræðilega og svo opinberlega að við getum varla horft lengur. En við megum ekki líta undan. Ég hélt sem barn að fólkið sem leit undan hlyti að vera vont fólk. Ég veit núna að það var fólk sem búið var að sannfæra um að líf eins hóps væri ekki jafn mikils virði og þeirra. Tilfinningin fyrir réttu og röngu getur beyglast þegar okkur er talin trú um að samkennd sé flókin. Staðreyndin er sú að góðhjartað og velviljað fólk leyfði fjöldamorð með aðgerðarleysi sínu. Ef morð á saklausu fólki í Ísrael hreyfa meira við okkur en morð á saklausu fólki í Palestínu, þá þýðir það einfaldlega að afmennskunaráróður ísraelskra stjórnvalda undanfarinna áratuga hefur borið árangur. Fólkið á Gaza býr nú um lífvana líkama barna sinna í fjöldagröfum og vestræn ríki gera ekki neitt. Þetta er ekki flókið. Ísraelsher er að murka lífið úr saklausu fólki. Ef við lítum undan og gerum ekkert erum við samsek. Slit á stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael er það sem við getum gert núna. Við verðum að gera það, svo börnin okkar þurfi ekki að velta því fyrir sér af hverju við gerðum ekkert þegar þjóðarmorð var framið. Höfundur er verkefnastjóri og bæjarfulltrúi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar