Aðgerða er þörf strax! Inga Sæland skrifar 7. nóvember 2023 14:31 Hvar eru aðgerðapakkarnir fyrir lántakendur sem eru að sligast undan rányrkjunni í boði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Bankarnir mergsjúga heimili og fyrirtæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskiptum við þá. Óverjandi eignatilfærsla frá almenningi í útbólgnar fjárhirslur þeirra. Þar sem þeir græða á tá og fingri sem aldrei fyrr! Það er ekki langt síðan ríkisstjórnarforystan mætti ítrekað frammi fyrir þjóðinni til að tilkynna hundraða milljarða útgjöld almannafjár til að tryggja viðspyrnu og endurkomu fyrirtækjanna eftir covid. Á annan tug aðgerðapakka leit dagsins ljós. Nú er öldin önnur. Ekkert bólar á aðgerðum fyrir þá sem eru að takast á við óðaverðbólgu og að sligast undan fordæmalausu vaxtaokri í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Ég hef oft heyrt um vanhæfni en þessi „ríkisstjórn“ tekur út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Ef við lítum um öxl sjáum við hvernig stjórnvöld hældu sér af efnahagsstöðugleika, allt í blóma og allir hvattir til að fjárfesta í fasteign til framtíðar því nú væri lag. Lágvaxtaumhverfi sem ekki sá fyrir endann á að þeirra mati. Það er óumdeilt að stjórnin hefur brugðist alfarið í öllu sem lýtur að því að verja heimilin og skuldsett fyrirtæki og fyrirséða eignaupptöku bankanna á þeim. Það liggur ljóst fyrir að þetta er ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi þar sem markmiðið er að í lokin missi flestir heimili sín ekki síður en í efnahagshruninu 2008 þegar Samfylking og VG gáfu skotleyfi á heimilin á meðan þau vörðu auðmenn og fjármálaöflin með kjafti og klóm. Í kjölfarið hafa flestir forðast verðtrygginguna og tekið lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára í einhverjum tilvikum. En nú er eina vörn þeirra að þiggja hinn eitraða kokteil verðtryggingarinnar sem ætti fyrir löngu að vera búið að þurrka út úr íslenskri löggjöf. Ég vil minna á að við Guðmundur Ingi (Flokki fólksins) vorum einu þingmennirnir sem hófu að vara við verðbólgunni í upphafi árs 2020. Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrrverandi fjármálaráðherra né núverandi forsætisráðherra virtu okkur viðlits hvað það varðar. Þeim bar saman um að hér væri engin verðbólga handan við hornið og ástæðulaust að vera með svona svartsýni þegar allt léki í lyndi. Enn og aftur velti ég fyrir mér: Til hvers er Landsdómur ef ekki til að taka á verkum eða verkleysi ráðherra sem hreinlega vinna samfélaginu óbætanlegt tjón með allri sinni vanhæfni og augljósri vanrækslu? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Seðlabankinn Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvar eru aðgerðapakkarnir fyrir lántakendur sem eru að sligast undan rányrkjunni í boði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Bankarnir mergsjúga heimili og fyrirtæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskiptum við þá. Óverjandi eignatilfærsla frá almenningi í útbólgnar fjárhirslur þeirra. Þar sem þeir græða á tá og fingri sem aldrei fyrr! Það er ekki langt síðan ríkisstjórnarforystan mætti ítrekað frammi fyrir þjóðinni til að tilkynna hundraða milljarða útgjöld almannafjár til að tryggja viðspyrnu og endurkomu fyrirtækjanna eftir covid. Á annan tug aðgerðapakka leit dagsins ljós. Nú er öldin önnur. Ekkert bólar á aðgerðum fyrir þá sem eru að takast á við óðaverðbólgu og að sligast undan fordæmalausu vaxtaokri í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Ég hef oft heyrt um vanhæfni en þessi „ríkisstjórn“ tekur út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Ef við lítum um öxl sjáum við hvernig stjórnvöld hældu sér af efnahagsstöðugleika, allt í blóma og allir hvattir til að fjárfesta í fasteign til framtíðar því nú væri lag. Lágvaxtaumhverfi sem ekki sá fyrir endann á að þeirra mati. Það er óumdeilt að stjórnin hefur brugðist alfarið í öllu sem lýtur að því að verja heimilin og skuldsett fyrirtæki og fyrirséða eignaupptöku bankanna á þeim. Það liggur ljóst fyrir að þetta er ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi þar sem markmiðið er að í lokin missi flestir heimili sín ekki síður en í efnahagshruninu 2008 þegar Samfylking og VG gáfu skotleyfi á heimilin á meðan þau vörðu auðmenn og fjármálaöflin með kjafti og klóm. Í kjölfarið hafa flestir forðast verðtrygginguna og tekið lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára í einhverjum tilvikum. En nú er eina vörn þeirra að þiggja hinn eitraða kokteil verðtryggingarinnar sem ætti fyrir löngu að vera búið að þurrka út úr íslenskri löggjöf. Ég vil minna á að við Guðmundur Ingi (Flokki fólksins) vorum einu þingmennirnir sem hófu að vara við verðbólgunni í upphafi árs 2020. Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrrverandi fjármálaráðherra né núverandi forsætisráðherra virtu okkur viðlits hvað það varðar. Þeim bar saman um að hér væri engin verðbólga handan við hornið og ástæðulaust að vera með svona svartsýni þegar allt léki í lyndi. Enn og aftur velti ég fyrir mér: Til hvers er Landsdómur ef ekki til að taka á verkum eða verkleysi ráðherra sem hreinlega vinna samfélaginu óbætanlegt tjón með allri sinni vanhæfni og augljósri vanrækslu? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun