Neistaflug Guðmundur Engilbertsson skrifar 22. september 2023 15:00 Undanfarin ár hefur umræða um læsi verið átakamiðuð og enn eimir af harðri umfjöllun um lestrarkennslu í kjölfar þjóðarátaks um læsi haustið 2015 sem var hrint af stað með söng á vör. Stefin eru að ýmsu leyti sambærileg en hluti þátttakenda í þeirri umræðu hefur safnað liði, komið sér saman um tiltekna hugmyndafræði, þróað lestrarkennslu út frá henni og hrint af stað þróunarverkefni til tíu ára. Í kynningu á verkefninu segir að það byggi á „fremstu vísindum“ og oft er vísað til „færustu sérfræðinga heims“. Kynningin á verkefninu er ekki alltaf sérlega lýsandi en oft mjög boðandi. Sem áhugamaður um læsismenntun hef ég reynt að skoða hvaða kraftar eru að verki í þessari lestrarkennslufræði en aðallega gripið í tómt — aðeins eina yfirlýsta aðferð sem á að snúa læsi til betri vegar. Hún snýst um hljóðun bókstafa (phonics) og útfærslu sem nefnd er bókstafa-hljóðaaðferð. Þess má geta að í flestum ef ekki öllum lestrarkennsluaðferðum hérlendis er lögð rík áhersla á hljóðun bókstafa þrátt fyrir að forsvarsmaður nýju kennslufræðinnar hafi fullyrt að í a.m.k. 80 skólum á Íslandi sé það ekki gert. Til eru margar útfærslur á hljóðaaðferð og við höfum hreinlega ekki skýra mynd af hverjar þeirra eru helst notaðar hérlendis. Líkast til er oftast stuðst við samtengjandi hljóðaaðferð (synthetic phonics) sem er víða notuð og er þekkt rannsóknarviðfangsefni. Það er dæmigerð eindar- og atferlisnálgun, hljóð eru tengd við bókstafi, bókstafirnir hljóðaðir eða hljóðin stafsett í samstæður, orð og setningar. Þetta er gert með beinni kennslu þar til ákveðinni sjálfvirkni hefur verið náð og þau sem fara fyrir bókstafa-hljóðaaðferðinni tala um að börn „brjóti lestrarkóðann“ og verði svo „læs“ um leið og þau hafa náð tiltekinni umskráningarfærni. Þetta er afar þröng sýn á læsi — sem tæknilega lestrariðju. Hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndum um læsi í víðum skilningi, hvorki hérlendis (svo vísað sé til aðalnámskrár) né erlendis (svo vísað sé til UNESCO og OECD (PISA)). Læsi er hugrænt ekki síður en tæknilegt ferli og lestur hefur að meginmarkmiði að taka lesefnið hugartökum og gera sér mat úr því. Tæknilega ferlið er því ekki markmið í sjálfu sér heldur leið að settu marki en tæknilega ferlið er þó vissulega mikilvæg færni. Þessi sýn á læsi hefur mjög tæknilega ásýnd. Áherslu á hugsmíðahyggju virðist jafnvel kennt um slakan árangur íslenskra ungmenna í PISA og taugavísindin (fremstu vísindin) eiga að koma okkur til bjargar. Það er eitt inntak pistils á Vísi.is um bættan árangur og líðan í skólastarfi – sem lítur í fljótu bragði út fyrir að vera áhugaverð umfjöllun þar til meinhornið er rekið í hugsmíðahyggjuna, háskólana sem mennta kennara, menntayfirvöld og KÍ. Umræðan um PISA er einmitt oft rót umræðna um læsi hérlendis. Í greiningu MMS á niðurstöðum PISA 2015 segir að slakur orðaforði og lesskilningur skýri dvínandi árangur íslenskra ungmenna og að leggja verði áherslu á leiðir til að efla orðaforða og lesskilnig nemenda. Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna svo ekki verði um villst að áhrif orðaforða á lesskilning og nám eru mikil. Umræðan um læsi hefur þó gjarnan verið tengd tæknilegum þáttum lestrar á mörkum leik- og grunnskóla. Tæknilegt gangverk með hjálp örvaðra taugaboða kann vel með tíma og þjálfun að verða sjálfvirkt en hugræn úrvinnsla sem stuðlar að skilningi og merkingarsköpun verður aldrei í sama skilningi sjálfgefið eða sjálfvirkt ferli. Nemendur þurfa að nýta sér vald á tungumáli/um, ályktunarfærni, forþekkingu og margs konar tengingar og yfirfærslu til að gera sér mat úr lesefni sínu og hagnýta það á skapandi og greinandi hátt. Það er hugsmíði. Ég hef ekki enn séð stafkrók um kennslufræði sem stuðlar að slíkri merkingarsköpun í nýju kennslufræðinni — aðeins áherslu á hið tæknilega ferli. Ef ekki á að efla markvisst og kerfisbundið orðaforða og lesskilning nemenda á mið- og unglingastigi er kennslufræðin ekki aðeins á gulu heldur á rauðu ljósi svo ákveðin orðræða sé notuð. Ef það á eftir að þróa kennslufræðina í þá átt er verkefnið, sem læsisverkefni, á byrjunarreit og skynsamlegt að bíða frekari framþróunar þess áður en það verður breitt frekar út, með góðu eða illu. Í kynningu og umfjöllun um nýju kennslufræðina er vísað í þekkta sálfræðinga sem teljast að jafnaði ekki til læsis- eða lestrarfræðinga og ekki fæst séð að þeir reki sérlega beitt horn í síðu hugsmíðahyggjunnar. Kenningar þeirra eru tiltölulega almennar námskenningar og hægt að styðjast við þær hvort sem kennslufræðin heitir Kveikjum neistann, Byrjendalæsi, Vörður og vegvísar, Knattspyrna 101 eða eitthvað allt annað. Þegar kenningar þessara sálfræðinga eru eitt helsta leiðarljós nýju kennslufræðinnar – auk áherslu á annað sem ekki tengist beint lestri, t.d. hreyfingu og valgreinum) — gefur það til kynna að hugmyndafræðin á bak við hana tengist lestrarfræði aðeins að takmörkuðu leyti. Einfaldur veruleiki vélrænnar tækni, smættun á læsishugtakinu og áhersla á þjálfun stakra færniþátta í stað þess að samþætta þá skilar sér mögulega í árangri í þeim þáttum sem um ræðir en tryggir varla skapandi og greinandi útsjónarsemi við úrlausn PISA verkefna — mikilvæga hæfni handan við tæknilega ferlið. Í umfjöllun um árangur hérlendis í PISA hafa forsvarsmenn Kveikjum neistans sagt að ef við ætlum að snúa þróuninni við þurfum við að taka mið af fremstu vísindum og fullyrt að það geri Finnar. Rétt er að benda á að frá árinu 2000 til 2018 hefur árangur Finna í PISA dalað með samsvarandi hætti og hérlendis, um að meðaltali 26 stig fyrir greinarnar þrjár (textalæsi, náttúrulæsi og stærðfræðilæsi) meðan árangurinn hérlendis hefur dvínað um 23 stig að meðaltali. Það geta varla talist meðmæli með þeim fremstu vísindunum sem mælt er með! Fræðafólk í háskólum hérlendis á sviði lestrar hefur séð sig knúið til þess að leiðrétta ýmsar rangfærslur í umræðu um lestur. Því hefur verið mætt með því að segja fræðafólkið stunda blekkingar, kallað eftir að háskólarnir bregðist við, fræðafólkið snúi af villu síns vegar, rétti af kúrsinn og hleypi þeim að til að innleiða nýju kennslufræðina í kennaranám. Sókn í átök með ýmsum skrifum þar sem hnýtt er í hugmyndir og aðferðir sem þóknast ekki, veist er að fræðafólki, háskólunum, menntayfirvöldum, faglegu sjálfstæði skóla og jafnvel forystu KÍ er óskiljanleg og getur aðeins endað á einn veg. Áhugasamt og skynsamt fólk verður eðlilega fráhverft málafylgju sem slíkri, missir áhugann og skiptir um stöð. Hér er vissulega fast að orði kveðið en ekki að ástæðulausu. Ég ætla eftir sem áður að fylgjast vel með þróunarverkefninu. Það vekur áhuga minn á ýmsan hátt og snýst um margt annað en læsi sem ég staldra einkum við í þessum skrifum. Þeir sem annast starfið á vettvangi virðast gera það af lífi og sál og ástríðan fyrir starfinu og velferð barna fer ekki fram hjá neinum. Það fólk stendur ekki í átökum við aðra. Höfundur er kennari og áhugamaður um eflingu orðaforða og læsis á mið- og unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræða um læsi verið átakamiðuð og enn eimir af harðri umfjöllun um lestrarkennslu í kjölfar þjóðarátaks um læsi haustið 2015 sem var hrint af stað með söng á vör. Stefin eru að ýmsu leyti sambærileg en hluti þátttakenda í þeirri umræðu hefur safnað liði, komið sér saman um tiltekna hugmyndafræði, þróað lestrarkennslu út frá henni og hrint af stað þróunarverkefni til tíu ára. Í kynningu á verkefninu segir að það byggi á „fremstu vísindum“ og oft er vísað til „færustu sérfræðinga heims“. Kynningin á verkefninu er ekki alltaf sérlega lýsandi en oft mjög boðandi. Sem áhugamaður um læsismenntun hef ég reynt að skoða hvaða kraftar eru að verki í þessari lestrarkennslufræði en aðallega gripið í tómt — aðeins eina yfirlýsta aðferð sem á að snúa læsi til betri vegar. Hún snýst um hljóðun bókstafa (phonics) og útfærslu sem nefnd er bókstafa-hljóðaaðferð. Þess má geta að í flestum ef ekki öllum lestrarkennsluaðferðum hérlendis er lögð rík áhersla á hljóðun bókstafa þrátt fyrir að forsvarsmaður nýju kennslufræðinnar hafi fullyrt að í a.m.k. 80 skólum á Íslandi sé það ekki gert. Til eru margar útfærslur á hljóðaaðferð og við höfum hreinlega ekki skýra mynd af hverjar þeirra eru helst notaðar hérlendis. Líkast til er oftast stuðst við samtengjandi hljóðaaðferð (synthetic phonics) sem er víða notuð og er þekkt rannsóknarviðfangsefni. Það er dæmigerð eindar- og atferlisnálgun, hljóð eru tengd við bókstafi, bókstafirnir hljóðaðir eða hljóðin stafsett í samstæður, orð og setningar. Þetta er gert með beinni kennslu þar til ákveðinni sjálfvirkni hefur verið náð og þau sem fara fyrir bókstafa-hljóðaaðferðinni tala um að börn „brjóti lestrarkóðann“ og verði svo „læs“ um leið og þau hafa náð tiltekinni umskráningarfærni. Þetta er afar þröng sýn á læsi — sem tæknilega lestrariðju. Hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndum um læsi í víðum skilningi, hvorki hérlendis (svo vísað sé til aðalnámskrár) né erlendis (svo vísað sé til UNESCO og OECD (PISA)). Læsi er hugrænt ekki síður en tæknilegt ferli og lestur hefur að meginmarkmiði að taka lesefnið hugartökum og gera sér mat úr því. Tæknilega ferlið er því ekki markmið í sjálfu sér heldur leið að settu marki en tæknilega ferlið er þó vissulega mikilvæg færni. Þessi sýn á læsi hefur mjög tæknilega ásýnd. Áherslu á hugsmíðahyggju virðist jafnvel kennt um slakan árangur íslenskra ungmenna í PISA og taugavísindin (fremstu vísindin) eiga að koma okkur til bjargar. Það er eitt inntak pistils á Vísi.is um bættan árangur og líðan í skólastarfi – sem lítur í fljótu bragði út fyrir að vera áhugaverð umfjöllun þar til meinhornið er rekið í hugsmíðahyggjuna, háskólana sem mennta kennara, menntayfirvöld og KÍ. Umræðan um PISA er einmitt oft rót umræðna um læsi hérlendis. Í greiningu MMS á niðurstöðum PISA 2015 segir að slakur orðaforði og lesskilningur skýri dvínandi árangur íslenskra ungmenna og að leggja verði áherslu á leiðir til að efla orðaforða og lesskilnig nemenda. Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna svo ekki verði um villst að áhrif orðaforða á lesskilning og nám eru mikil. Umræðan um læsi hefur þó gjarnan verið tengd tæknilegum þáttum lestrar á mörkum leik- og grunnskóla. Tæknilegt gangverk með hjálp örvaðra taugaboða kann vel með tíma og þjálfun að verða sjálfvirkt en hugræn úrvinnsla sem stuðlar að skilningi og merkingarsköpun verður aldrei í sama skilningi sjálfgefið eða sjálfvirkt ferli. Nemendur þurfa að nýta sér vald á tungumáli/um, ályktunarfærni, forþekkingu og margs konar tengingar og yfirfærslu til að gera sér mat úr lesefni sínu og hagnýta það á skapandi og greinandi hátt. Það er hugsmíði. Ég hef ekki enn séð stafkrók um kennslufræði sem stuðlar að slíkri merkingarsköpun í nýju kennslufræðinni — aðeins áherslu á hið tæknilega ferli. Ef ekki á að efla markvisst og kerfisbundið orðaforða og lesskilning nemenda á mið- og unglingastigi er kennslufræðin ekki aðeins á gulu heldur á rauðu ljósi svo ákveðin orðræða sé notuð. Ef það á eftir að þróa kennslufræðina í þá átt er verkefnið, sem læsisverkefni, á byrjunarreit og skynsamlegt að bíða frekari framþróunar þess áður en það verður breitt frekar út, með góðu eða illu. Í kynningu og umfjöllun um nýju kennslufræðina er vísað í þekkta sálfræðinga sem teljast að jafnaði ekki til læsis- eða lestrarfræðinga og ekki fæst séð að þeir reki sérlega beitt horn í síðu hugsmíðahyggjunnar. Kenningar þeirra eru tiltölulega almennar námskenningar og hægt að styðjast við þær hvort sem kennslufræðin heitir Kveikjum neistann, Byrjendalæsi, Vörður og vegvísar, Knattspyrna 101 eða eitthvað allt annað. Þegar kenningar þessara sálfræðinga eru eitt helsta leiðarljós nýju kennslufræðinnar – auk áherslu á annað sem ekki tengist beint lestri, t.d. hreyfingu og valgreinum) — gefur það til kynna að hugmyndafræðin á bak við hana tengist lestrarfræði aðeins að takmörkuðu leyti. Einfaldur veruleiki vélrænnar tækni, smættun á læsishugtakinu og áhersla á þjálfun stakra færniþátta í stað þess að samþætta þá skilar sér mögulega í árangri í þeim þáttum sem um ræðir en tryggir varla skapandi og greinandi útsjónarsemi við úrlausn PISA verkefna — mikilvæga hæfni handan við tæknilega ferlið. Í umfjöllun um árangur hérlendis í PISA hafa forsvarsmenn Kveikjum neistans sagt að ef við ætlum að snúa þróuninni við þurfum við að taka mið af fremstu vísindum og fullyrt að það geri Finnar. Rétt er að benda á að frá árinu 2000 til 2018 hefur árangur Finna í PISA dalað með samsvarandi hætti og hérlendis, um að meðaltali 26 stig fyrir greinarnar þrjár (textalæsi, náttúrulæsi og stærðfræðilæsi) meðan árangurinn hérlendis hefur dvínað um 23 stig að meðaltali. Það geta varla talist meðmæli með þeim fremstu vísindunum sem mælt er með! Fræðafólk í háskólum hérlendis á sviði lestrar hefur séð sig knúið til þess að leiðrétta ýmsar rangfærslur í umræðu um lestur. Því hefur verið mætt með því að segja fræðafólkið stunda blekkingar, kallað eftir að háskólarnir bregðist við, fræðafólkið snúi af villu síns vegar, rétti af kúrsinn og hleypi þeim að til að innleiða nýju kennslufræðina í kennaranám. Sókn í átök með ýmsum skrifum þar sem hnýtt er í hugmyndir og aðferðir sem þóknast ekki, veist er að fræðafólki, háskólunum, menntayfirvöldum, faglegu sjálfstæði skóla og jafnvel forystu KÍ er óskiljanleg og getur aðeins endað á einn veg. Áhugasamt og skynsamt fólk verður eðlilega fráhverft málafylgju sem slíkri, missir áhugann og skiptir um stöð. Hér er vissulega fast að orði kveðið en ekki að ástæðulausu. Ég ætla eftir sem áður að fylgjast vel með þróunarverkefninu. Það vekur áhuga minn á ýmsan hátt og snýst um margt annað en læsi sem ég staldra einkum við í þessum skrifum. Þeir sem annast starfið á vettvangi virðast gera það af lífi og sál og ástríðan fyrir starfinu og velferð barna fer ekki fram hjá neinum. Það fólk stendur ekki í átökum við aðra. Höfundur er kennari og áhugamaður um eflingu orðaforða og læsis á mið- og unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskóla.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar