Hver ætlar að standa með höfuðborginni? Pawel Bartoszek skrifar 15. september 2023 06:30 Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Samgöngur Borgarlína Jarðgöng á Íslandi Pawel Bartoszek Tengdar fréttir Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35 Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35
Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun