Hver ætlar að standa með höfuðborginni? Pawel Bartoszek skrifar 15. september 2023 06:30 Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Samgöngur Borgarlína Jarðgöng á Íslandi Pawel Bartoszek Tengdar fréttir Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35 Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35
Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun