Öskjuhlíðin, Perla Reykjavíkur Birgir Dýrfjörð skrifar 8. september 2023 18:00 Ég á góða minningu um sólríkan dag í Öskjuhlíðinni. Það var svokallaður Flugdagur. Ég var með börnum mínum, og við komum okkur fyrir norðanvert í Öskjuhlíðinni. Þar eru stök björg lábarin (sæsorfin) og ávöl eins og björgin umhverfis Kársneskirkju. Gróðurinn þar var gras, lyng, blóm og mosi, og mikið af skjólsælum lautum og bollum. Við höfðum með okkur teppiog nesti og komum okkur fyrir ásamt fjölda annarra áhorfanda. Okkur leið vel í þessu einstaklega fagra og mikið notað útivistarsvæði Reykvíkinga. Það voru þó víðar í Öskjuhlíðinni aðgengileg fögur og merkileg svæði en í norðurhluta hennar. Á stóru skilti til hliðar við aðalbílastæðið við Perluna voru upplýsingar fyrir almenning. Þar var fólki bent á að skoða sæsorfin (lábarin) björg sem sýna hvar fjörumörk voru áður en landið reis frá því að vera eyja og í núverandi hæð.Þar var líka bent á, að skoða rispur í björgum eftir ísaldarjökulinn. Þar mátti líka finna fagra kletta, sem voru æfingarsvæði fyrir klettaklifur. Mjög algengt var meðan eitthvað var hægt að sjá, að fólk keyrði upp á Öskjuhlíðina til að horfa á sólsetrið og stórkostlegan roðagylltan fjallahringinn. Nú er sú mikla fegurð bara minning ein. Öllu þessu til viðbótar var í boði að skoða merkilegar menningarminjar í Öskjuhlíð. Ókeypis lífsgæði Í Öskjuhlíðinni var gerður goshver sem gaus með náttúrulegum hætti. - Engar rafmagnsdælur. Goshverinn heitir Strókur. Hann var þekktur í bæklingum ferðafyrirtækja vítt um heim. Alþjóðleg fyrirtæki komu oft til Íslands til að hafa hverinn sem sviðsmynd í auglýsingum. Á góðviðrisdögum var mikið um að fólk lá og sat í hallanum ofan við hverinn. Þaðan gat það horft og séð Fossvoginn, Kópavoginn, Álftanesið, Suðurnesin, Keili, Lönguhlíðar, Bláfjöll, Vífilfell, Hengil, Úlfarsfell, Helgafell, Mosfell, og Skálafell. Að eiga völ á slíkri upplifun með sjónrænni tengingu við náttúruna eru lífsgæði, sem Reykvíkingum og gestum þeirra stóðu til boða. Ókeypis. Af mannavöldum hafa þeir nú verið sviptir þessum lífsgæðum. Fólk sem í dag stendur í þessum sama halla ofan við hverinn sér ekki þessa dásemd. Framandi boðflennur í formlausum vegg af grenitrjám byrgja því alla sýn. Himnesk fegurð Það var algengt þegar kvöldsól skein, að borgarbúar óku upp á Öskjuhlíðina að horfa á sólarlagið. Þá blasti við í himinroða ægifagur Snæfellsjökull fljótandi á rauðskyggndum hyl Faxaflóans. Það fer vel að lýsa þeirri sýn með orðum og upplifun Stefáns Vagnssonar, Skagfirðings. Hnöttur sólar rennur rjóður. / Ránar yfir skyggndan hyl. Hvílík fegurð! Guð minn góður! / Gaman er að vera til. Ef horft var af Öskjuhlíð í tæru lofti til hægri frá Snæfellsjökli, blasa við eggjum krýndar Helgrindur, Ljósufjöll og Tröllatindar, Akrafjall, Skarðsheiði og Skessuhorn. Þvert á hægri hönd er svo Esjan með sínum marglitu skriðum, giljum og hryggjum. Og innst skarta þar litum prýddir Móskarðshnúkar. Af mannavöldum hefur nú þessi sálarbætandi sýn verið kyrfilega hulin og frá okkur tekin. Er frekja að óska eftir, að þau sem sköpuðu þann skaðvald fjarlægi hann? Er það frekja? Algjörlega einstök náttúruperla Perlan er byggingardjásn og borgarprýði og rómuð sem einkenni höfuðborgarinnar. Hún er nú óðum af mannavöldum, að hverfa bak við trjátoppa. Öskjuhlíðin hefur allt til að bera sem útsýnis og útivistarsvæði fyrir höfuðborgina og gesti hennar. Þessi fyrrum yndisreitur fyrir almenning hefur þó nánast verið gjöreyðilagður sem slíkur. Fyrir þeirri eyðileggingu hefur farið fyrirhyggjulítið hugsjónafólk, sem réttlætir yfirgang sinn og áráttu (blæti) þannig, að því beri að greiða landinu fyrir lífsbjörg forfeðranna, og það verði best gert með því að smita náttúruna með ágengum framandi útlendum trjátegundum sem engu eira og kaffæra og kæfa og drepa allan lággróður, grös, blóm, lyng og mosa. Skógarbotninn er víða orðinn ördeyða sem sólargeislar ná ekki að skína á. Þrengsli milli trjástofna og greina eru slík, að þau rífa og rispa bæði flíkur og fólk. Nú fer enginn ótilneyddur milli trjánna í Öskjuhlíð, þessari fyrrverandi útivistarparadís. Nú ættu Reykvíkingar að slá skjaldborg um Öskjuhlíðina og gæta hennar sem sameignar. Þeir eiga að gera hana að sjónarhæð með fræðandi náttúru og menningarminjum umvöfðum gróðri úr flóru Íslands og stórkostlegum sjóndeildarhring, sem allir hafi aðgang að án endurgjalds. Aldrei má gerast, að Öskjuhlíð verði gróðastía fyrir afþreyingariðnað. Reykvíkingar mega aldrei afsala sér yfirráðarétti yfir Öskjuhlíðinni, ekki frekar en Arnarhóli og Reykjavíkurtjörn. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Reykjavík Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég á góða minningu um sólríkan dag í Öskjuhlíðinni. Það var svokallaður Flugdagur. Ég var með börnum mínum, og við komum okkur fyrir norðanvert í Öskjuhlíðinni. Þar eru stök björg lábarin (sæsorfin) og ávöl eins og björgin umhverfis Kársneskirkju. Gróðurinn þar var gras, lyng, blóm og mosi, og mikið af skjólsælum lautum og bollum. Við höfðum með okkur teppiog nesti og komum okkur fyrir ásamt fjölda annarra áhorfanda. Okkur leið vel í þessu einstaklega fagra og mikið notað útivistarsvæði Reykvíkinga. Það voru þó víðar í Öskjuhlíðinni aðgengileg fögur og merkileg svæði en í norðurhluta hennar. Á stóru skilti til hliðar við aðalbílastæðið við Perluna voru upplýsingar fyrir almenning. Þar var fólki bent á að skoða sæsorfin (lábarin) björg sem sýna hvar fjörumörk voru áður en landið reis frá því að vera eyja og í núverandi hæð.Þar var líka bent á, að skoða rispur í björgum eftir ísaldarjökulinn. Þar mátti líka finna fagra kletta, sem voru æfingarsvæði fyrir klettaklifur. Mjög algengt var meðan eitthvað var hægt að sjá, að fólk keyrði upp á Öskjuhlíðina til að horfa á sólsetrið og stórkostlegan roðagylltan fjallahringinn. Nú er sú mikla fegurð bara minning ein. Öllu þessu til viðbótar var í boði að skoða merkilegar menningarminjar í Öskjuhlíð. Ókeypis lífsgæði Í Öskjuhlíðinni var gerður goshver sem gaus með náttúrulegum hætti. - Engar rafmagnsdælur. Goshverinn heitir Strókur. Hann var þekktur í bæklingum ferðafyrirtækja vítt um heim. Alþjóðleg fyrirtæki komu oft til Íslands til að hafa hverinn sem sviðsmynd í auglýsingum. Á góðviðrisdögum var mikið um að fólk lá og sat í hallanum ofan við hverinn. Þaðan gat það horft og séð Fossvoginn, Kópavoginn, Álftanesið, Suðurnesin, Keili, Lönguhlíðar, Bláfjöll, Vífilfell, Hengil, Úlfarsfell, Helgafell, Mosfell, og Skálafell. Að eiga völ á slíkri upplifun með sjónrænni tengingu við náttúruna eru lífsgæði, sem Reykvíkingum og gestum þeirra stóðu til boða. Ókeypis. Af mannavöldum hafa þeir nú verið sviptir þessum lífsgæðum. Fólk sem í dag stendur í þessum sama halla ofan við hverinn sér ekki þessa dásemd. Framandi boðflennur í formlausum vegg af grenitrjám byrgja því alla sýn. Himnesk fegurð Það var algengt þegar kvöldsól skein, að borgarbúar óku upp á Öskjuhlíðina að horfa á sólarlagið. Þá blasti við í himinroða ægifagur Snæfellsjökull fljótandi á rauðskyggndum hyl Faxaflóans. Það fer vel að lýsa þeirri sýn með orðum og upplifun Stefáns Vagnssonar, Skagfirðings. Hnöttur sólar rennur rjóður. / Ránar yfir skyggndan hyl. Hvílík fegurð! Guð minn góður! / Gaman er að vera til. Ef horft var af Öskjuhlíð í tæru lofti til hægri frá Snæfellsjökli, blasa við eggjum krýndar Helgrindur, Ljósufjöll og Tröllatindar, Akrafjall, Skarðsheiði og Skessuhorn. Þvert á hægri hönd er svo Esjan með sínum marglitu skriðum, giljum og hryggjum. Og innst skarta þar litum prýddir Móskarðshnúkar. Af mannavöldum hefur nú þessi sálarbætandi sýn verið kyrfilega hulin og frá okkur tekin. Er frekja að óska eftir, að þau sem sköpuðu þann skaðvald fjarlægi hann? Er það frekja? Algjörlega einstök náttúruperla Perlan er byggingardjásn og borgarprýði og rómuð sem einkenni höfuðborgarinnar. Hún er nú óðum af mannavöldum, að hverfa bak við trjátoppa. Öskjuhlíðin hefur allt til að bera sem útsýnis og útivistarsvæði fyrir höfuðborgina og gesti hennar. Þessi fyrrum yndisreitur fyrir almenning hefur þó nánast verið gjöreyðilagður sem slíkur. Fyrir þeirri eyðileggingu hefur farið fyrirhyggjulítið hugsjónafólk, sem réttlætir yfirgang sinn og áráttu (blæti) þannig, að því beri að greiða landinu fyrir lífsbjörg forfeðranna, og það verði best gert með því að smita náttúruna með ágengum framandi útlendum trjátegundum sem engu eira og kaffæra og kæfa og drepa allan lággróður, grös, blóm, lyng og mosa. Skógarbotninn er víða orðinn ördeyða sem sólargeislar ná ekki að skína á. Þrengsli milli trjástofna og greina eru slík, að þau rífa og rispa bæði flíkur og fólk. Nú fer enginn ótilneyddur milli trjánna í Öskjuhlíð, þessari fyrrverandi útivistarparadís. Nú ættu Reykvíkingar að slá skjaldborg um Öskjuhlíðina og gæta hennar sem sameignar. Þeir eiga að gera hana að sjónarhæð með fræðandi náttúru og menningarminjum umvöfðum gróðri úr flóru Íslands og stórkostlegum sjóndeildarhring, sem allir hafi aðgang að án endurgjalds. Aldrei má gerast, að Öskjuhlíð verði gróðastía fyrir afþreyingariðnað. Reykvíkingar mega aldrei afsala sér yfirráðarétti yfir Öskjuhlíðinni, ekki frekar en Arnarhóli og Reykjavíkurtjörn. Höfundur er rafvirki.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun