Öskjuhlíðin, Perla Reykjavíkur Birgir Dýrfjörð skrifar 8. september 2023 18:00 Ég á góða minningu um sólríkan dag í Öskjuhlíðinni. Það var svokallaður Flugdagur. Ég var með börnum mínum, og við komum okkur fyrir norðanvert í Öskjuhlíðinni. Þar eru stök björg lábarin (sæsorfin) og ávöl eins og björgin umhverfis Kársneskirkju. Gróðurinn þar var gras, lyng, blóm og mosi, og mikið af skjólsælum lautum og bollum. Við höfðum með okkur teppiog nesti og komum okkur fyrir ásamt fjölda annarra áhorfanda. Okkur leið vel í þessu einstaklega fagra og mikið notað útivistarsvæði Reykvíkinga. Það voru þó víðar í Öskjuhlíðinni aðgengileg fögur og merkileg svæði en í norðurhluta hennar. Á stóru skilti til hliðar við aðalbílastæðið við Perluna voru upplýsingar fyrir almenning. Þar var fólki bent á að skoða sæsorfin (lábarin) björg sem sýna hvar fjörumörk voru áður en landið reis frá því að vera eyja og í núverandi hæð.Þar var líka bent á, að skoða rispur í björgum eftir ísaldarjökulinn. Þar mátti líka finna fagra kletta, sem voru æfingarsvæði fyrir klettaklifur. Mjög algengt var meðan eitthvað var hægt að sjá, að fólk keyrði upp á Öskjuhlíðina til að horfa á sólsetrið og stórkostlegan roðagylltan fjallahringinn. Nú er sú mikla fegurð bara minning ein. Öllu þessu til viðbótar var í boði að skoða merkilegar menningarminjar í Öskjuhlíð. Ókeypis lífsgæði Í Öskjuhlíðinni var gerður goshver sem gaus með náttúrulegum hætti. - Engar rafmagnsdælur. Goshverinn heitir Strókur. Hann var þekktur í bæklingum ferðafyrirtækja vítt um heim. Alþjóðleg fyrirtæki komu oft til Íslands til að hafa hverinn sem sviðsmynd í auglýsingum. Á góðviðrisdögum var mikið um að fólk lá og sat í hallanum ofan við hverinn. Þaðan gat það horft og séð Fossvoginn, Kópavoginn, Álftanesið, Suðurnesin, Keili, Lönguhlíðar, Bláfjöll, Vífilfell, Hengil, Úlfarsfell, Helgafell, Mosfell, og Skálafell. Að eiga völ á slíkri upplifun með sjónrænni tengingu við náttúruna eru lífsgæði, sem Reykvíkingum og gestum þeirra stóðu til boða. Ókeypis. Af mannavöldum hafa þeir nú verið sviptir þessum lífsgæðum. Fólk sem í dag stendur í þessum sama halla ofan við hverinn sér ekki þessa dásemd. Framandi boðflennur í formlausum vegg af grenitrjám byrgja því alla sýn. Himnesk fegurð Það var algengt þegar kvöldsól skein, að borgarbúar óku upp á Öskjuhlíðina að horfa á sólarlagið. Þá blasti við í himinroða ægifagur Snæfellsjökull fljótandi á rauðskyggndum hyl Faxaflóans. Það fer vel að lýsa þeirri sýn með orðum og upplifun Stefáns Vagnssonar, Skagfirðings. Hnöttur sólar rennur rjóður. / Ránar yfir skyggndan hyl. Hvílík fegurð! Guð minn góður! / Gaman er að vera til. Ef horft var af Öskjuhlíð í tæru lofti til hægri frá Snæfellsjökli, blasa við eggjum krýndar Helgrindur, Ljósufjöll og Tröllatindar, Akrafjall, Skarðsheiði og Skessuhorn. Þvert á hægri hönd er svo Esjan með sínum marglitu skriðum, giljum og hryggjum. Og innst skarta þar litum prýddir Móskarðshnúkar. Af mannavöldum hefur nú þessi sálarbætandi sýn verið kyrfilega hulin og frá okkur tekin. Er frekja að óska eftir, að þau sem sköpuðu þann skaðvald fjarlægi hann? Er það frekja? Algjörlega einstök náttúruperla Perlan er byggingardjásn og borgarprýði og rómuð sem einkenni höfuðborgarinnar. Hún er nú óðum af mannavöldum, að hverfa bak við trjátoppa. Öskjuhlíðin hefur allt til að bera sem útsýnis og útivistarsvæði fyrir höfuðborgina og gesti hennar. Þessi fyrrum yndisreitur fyrir almenning hefur þó nánast verið gjöreyðilagður sem slíkur. Fyrir þeirri eyðileggingu hefur farið fyrirhyggjulítið hugsjónafólk, sem réttlætir yfirgang sinn og áráttu (blæti) þannig, að því beri að greiða landinu fyrir lífsbjörg forfeðranna, og það verði best gert með því að smita náttúruna með ágengum framandi útlendum trjátegundum sem engu eira og kaffæra og kæfa og drepa allan lággróður, grös, blóm, lyng og mosa. Skógarbotninn er víða orðinn ördeyða sem sólargeislar ná ekki að skína á. Þrengsli milli trjástofna og greina eru slík, að þau rífa og rispa bæði flíkur og fólk. Nú fer enginn ótilneyddur milli trjánna í Öskjuhlíð, þessari fyrrverandi útivistarparadís. Nú ættu Reykvíkingar að slá skjaldborg um Öskjuhlíðina og gæta hennar sem sameignar. Þeir eiga að gera hana að sjónarhæð með fræðandi náttúru og menningarminjum umvöfðum gróðri úr flóru Íslands og stórkostlegum sjóndeildarhring, sem allir hafi aðgang að án endurgjalds. Aldrei má gerast, að Öskjuhlíð verði gróðastía fyrir afþreyingariðnað. Reykvíkingar mega aldrei afsala sér yfirráðarétti yfir Öskjuhlíðinni, ekki frekar en Arnarhóli og Reykjavíkurtjörn. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Reykjavík Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Ég á góða minningu um sólríkan dag í Öskjuhlíðinni. Það var svokallaður Flugdagur. Ég var með börnum mínum, og við komum okkur fyrir norðanvert í Öskjuhlíðinni. Þar eru stök björg lábarin (sæsorfin) og ávöl eins og björgin umhverfis Kársneskirkju. Gróðurinn þar var gras, lyng, blóm og mosi, og mikið af skjólsælum lautum og bollum. Við höfðum með okkur teppiog nesti og komum okkur fyrir ásamt fjölda annarra áhorfanda. Okkur leið vel í þessu einstaklega fagra og mikið notað útivistarsvæði Reykvíkinga. Það voru þó víðar í Öskjuhlíðinni aðgengileg fögur og merkileg svæði en í norðurhluta hennar. Á stóru skilti til hliðar við aðalbílastæðið við Perluna voru upplýsingar fyrir almenning. Þar var fólki bent á að skoða sæsorfin (lábarin) björg sem sýna hvar fjörumörk voru áður en landið reis frá því að vera eyja og í núverandi hæð.Þar var líka bent á, að skoða rispur í björgum eftir ísaldarjökulinn. Þar mátti líka finna fagra kletta, sem voru æfingarsvæði fyrir klettaklifur. Mjög algengt var meðan eitthvað var hægt að sjá, að fólk keyrði upp á Öskjuhlíðina til að horfa á sólsetrið og stórkostlegan roðagylltan fjallahringinn. Nú er sú mikla fegurð bara minning ein. Öllu þessu til viðbótar var í boði að skoða merkilegar menningarminjar í Öskjuhlíð. Ókeypis lífsgæði Í Öskjuhlíðinni var gerður goshver sem gaus með náttúrulegum hætti. - Engar rafmagnsdælur. Goshverinn heitir Strókur. Hann var þekktur í bæklingum ferðafyrirtækja vítt um heim. Alþjóðleg fyrirtæki komu oft til Íslands til að hafa hverinn sem sviðsmynd í auglýsingum. Á góðviðrisdögum var mikið um að fólk lá og sat í hallanum ofan við hverinn. Þaðan gat það horft og séð Fossvoginn, Kópavoginn, Álftanesið, Suðurnesin, Keili, Lönguhlíðar, Bláfjöll, Vífilfell, Hengil, Úlfarsfell, Helgafell, Mosfell, og Skálafell. Að eiga völ á slíkri upplifun með sjónrænni tengingu við náttúruna eru lífsgæði, sem Reykvíkingum og gestum þeirra stóðu til boða. Ókeypis. Af mannavöldum hafa þeir nú verið sviptir þessum lífsgæðum. Fólk sem í dag stendur í þessum sama halla ofan við hverinn sér ekki þessa dásemd. Framandi boðflennur í formlausum vegg af grenitrjám byrgja því alla sýn. Himnesk fegurð Það var algengt þegar kvöldsól skein, að borgarbúar óku upp á Öskjuhlíðina að horfa á sólarlagið. Þá blasti við í himinroða ægifagur Snæfellsjökull fljótandi á rauðskyggndum hyl Faxaflóans. Það fer vel að lýsa þeirri sýn með orðum og upplifun Stefáns Vagnssonar, Skagfirðings. Hnöttur sólar rennur rjóður. / Ránar yfir skyggndan hyl. Hvílík fegurð! Guð minn góður! / Gaman er að vera til. Ef horft var af Öskjuhlíð í tæru lofti til hægri frá Snæfellsjökli, blasa við eggjum krýndar Helgrindur, Ljósufjöll og Tröllatindar, Akrafjall, Skarðsheiði og Skessuhorn. Þvert á hægri hönd er svo Esjan með sínum marglitu skriðum, giljum og hryggjum. Og innst skarta þar litum prýddir Móskarðshnúkar. Af mannavöldum hefur nú þessi sálarbætandi sýn verið kyrfilega hulin og frá okkur tekin. Er frekja að óska eftir, að þau sem sköpuðu þann skaðvald fjarlægi hann? Er það frekja? Algjörlega einstök náttúruperla Perlan er byggingardjásn og borgarprýði og rómuð sem einkenni höfuðborgarinnar. Hún er nú óðum af mannavöldum, að hverfa bak við trjátoppa. Öskjuhlíðin hefur allt til að bera sem útsýnis og útivistarsvæði fyrir höfuðborgina og gesti hennar. Þessi fyrrum yndisreitur fyrir almenning hefur þó nánast verið gjöreyðilagður sem slíkur. Fyrir þeirri eyðileggingu hefur farið fyrirhyggjulítið hugsjónafólk, sem réttlætir yfirgang sinn og áráttu (blæti) þannig, að því beri að greiða landinu fyrir lífsbjörg forfeðranna, og það verði best gert með því að smita náttúruna með ágengum framandi útlendum trjátegundum sem engu eira og kaffæra og kæfa og drepa allan lággróður, grös, blóm, lyng og mosa. Skógarbotninn er víða orðinn ördeyða sem sólargeislar ná ekki að skína á. Þrengsli milli trjástofna og greina eru slík, að þau rífa og rispa bæði flíkur og fólk. Nú fer enginn ótilneyddur milli trjánna í Öskjuhlíð, þessari fyrrverandi útivistarparadís. Nú ættu Reykvíkingar að slá skjaldborg um Öskjuhlíðina og gæta hennar sem sameignar. Þeir eiga að gera hana að sjónarhæð með fræðandi náttúru og menningarminjum umvöfðum gróðri úr flóru Íslands og stórkostlegum sjóndeildarhring, sem allir hafi aðgang að án endurgjalds. Aldrei má gerast, að Öskjuhlíð verði gróðastía fyrir afþreyingariðnað. Reykvíkingar mega aldrei afsala sér yfirráðarétti yfir Öskjuhlíðinni, ekki frekar en Arnarhóli og Reykjavíkurtjörn. Höfundur er rafvirki.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar