Taktu skrefið María Rún Bjarnadóttir skrifar 30. ágúst 2023 12:30 Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun