Litlir karlar drepa ljúfa risa Rósa Líf Darradóttir skrifar 16. ágúst 2023 09:30 Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða. Hvalir eru meðal greindustu spendýra, félagslyndir og með einstaka samskiptahæfileika. Hlutverk þeirra má ekki vanmeta í baráttunni við loftslagsvánna. Á lífsferli sínum bindur eitt stórhveli 33 tonn af kolefni sem er á við þúsundir trjáa. Stórkostlegar verur. Svandís Svavarsdóttir tók ákvörðun fyrr í sumar að stöðva hvalveiðar tímabundið. Grundvöllur að ákvörðun hennar var að veiðarnar stangist á við lög um velferð dýra. Það er þáttur sem fær allt of lítið vægi í ákvörðunartöku ráðamanna. Fyrir þetta á matvælaráðherra lof skilið. Í kjölfarið hefur myndast togstreita innan ríkisstjórnar. Formaður Sjálfstæðisflokks sagði sjónarmið er varða skerðingu atvinnufrelsis ofarlega í huga og að ákvörðun matvælaráðherra hafi ekki haft góð áhrif á stjórnarsamstarfið. Formaður Framsóknarflokks lýsti yfir óánægju sinni þar sem hópur fólks hafi orðið af atvinnutekjum. Hvalveiðar uppfylla ekki lög um velferð dýra. Með öðrum orðum, hvalveiðar brjóta lög. Stuðningsmenn hvalveiða líta gjarnan fram hjá þessu aðalatriði og vísa til réttar um frelsi til atvinnu. Er skilningur manna í alvöru sá að atvinnufrelsið sé ofar öllu? Að frelsi til atvinnu heimili starfsemi sem ekki samræmist lögum landsins? Lög um velferð dýra eru lágmarks reglur í samfélagi manna um hegðun okkar gagnvart öðrum dýrategundum. Þau eru eina björgin sem dýr eiga sér í réttarríki manna. Lögin skapa dýrum réttindi í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Réttindi sem fólki ber að virða. Sem dæmi þá greina lögin frá því hvernig skal staðið að aflífun dýra. Þau innihalda ákvæði sem hvalveiðar munu aldrei uppfylla. Þrátt fyrir kjöraðstæður við veiðar er ekki hægt að tryggja skjóta, örugga og sársaukalausa aflífun. Þetta aðalatriði má ekki gleymast. Þá eru rök um skerðingu atvinnufrelsis hjákátleg í meira lagi. Hér er verið að stöðva starfsemi sem brýtur í bága við lög. Starfsemi sem borin er uppi af áhuga og fjárhagslegri getu auðkýfings til að stunda eigið áhugamáli. Áhugamál sem stríðir gegn hagsmunum þjóðar og náttúru. Hið sjúka er að ítök einstaklings geta hugsanlega komið af stað stjórnarkreppu þrátt fyrir að eina rökrétta niðurstaðan í máli þessu sé borðleggjandi: Íslendingar eiga að vernda hvali en ekki pynta og drepa. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða. Hvalir eru meðal greindustu spendýra, félagslyndir og með einstaka samskiptahæfileika. Hlutverk þeirra má ekki vanmeta í baráttunni við loftslagsvánna. Á lífsferli sínum bindur eitt stórhveli 33 tonn af kolefni sem er á við þúsundir trjáa. Stórkostlegar verur. Svandís Svavarsdóttir tók ákvörðun fyrr í sumar að stöðva hvalveiðar tímabundið. Grundvöllur að ákvörðun hennar var að veiðarnar stangist á við lög um velferð dýra. Það er þáttur sem fær allt of lítið vægi í ákvörðunartöku ráðamanna. Fyrir þetta á matvælaráðherra lof skilið. Í kjölfarið hefur myndast togstreita innan ríkisstjórnar. Formaður Sjálfstæðisflokks sagði sjónarmið er varða skerðingu atvinnufrelsis ofarlega í huga og að ákvörðun matvælaráðherra hafi ekki haft góð áhrif á stjórnarsamstarfið. Formaður Framsóknarflokks lýsti yfir óánægju sinni þar sem hópur fólks hafi orðið af atvinnutekjum. Hvalveiðar uppfylla ekki lög um velferð dýra. Með öðrum orðum, hvalveiðar brjóta lög. Stuðningsmenn hvalveiða líta gjarnan fram hjá þessu aðalatriði og vísa til réttar um frelsi til atvinnu. Er skilningur manna í alvöru sá að atvinnufrelsið sé ofar öllu? Að frelsi til atvinnu heimili starfsemi sem ekki samræmist lögum landsins? Lög um velferð dýra eru lágmarks reglur í samfélagi manna um hegðun okkar gagnvart öðrum dýrategundum. Þau eru eina björgin sem dýr eiga sér í réttarríki manna. Lögin skapa dýrum réttindi í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Réttindi sem fólki ber að virða. Sem dæmi þá greina lögin frá því hvernig skal staðið að aflífun dýra. Þau innihalda ákvæði sem hvalveiðar munu aldrei uppfylla. Þrátt fyrir kjöraðstæður við veiðar er ekki hægt að tryggja skjóta, örugga og sársaukalausa aflífun. Þetta aðalatriði má ekki gleymast. Þá eru rök um skerðingu atvinnufrelsis hjákátleg í meira lagi. Hér er verið að stöðva starfsemi sem brýtur í bága við lög. Starfsemi sem borin er uppi af áhuga og fjárhagslegri getu auðkýfings til að stunda eigið áhugamáli. Áhugamál sem stríðir gegn hagsmunum þjóðar og náttúru. Hið sjúka er að ítök einstaklings geta hugsanlega komið af stað stjórnarkreppu þrátt fyrir að eina rökrétta niðurstaðan í máli þessu sé borðleggjandi: Íslendingar eiga að vernda hvali en ekki pynta og drepa. Höfundur er læknir.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun