UNESCO er ekki að leggja til bann á snjallsímum í skólum Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 09:30 Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar