Enda einangrun með heimsókn frá Rússlandi og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 08:14 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa boðið sendinefndum frá Rússlandi og Kína til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þess að á morgun verða sjötíu ár liðin frá því skrifað var undir vopnahlé í Kóreustríðinu. Einræðisríkið hefur verið mjög einangrað á undanförnum árum vegna faraldurs Covid. Meðal þeirra sem sótt hafa Norður-Kóreu heim eru Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Li Hongzhong, meðlimur í framkvæmdastjórn kommúnistaflokks Kína. Þeir eru fyrstu erlendu embættismennirnir sem heimsækja Norður-Kóreu frá því faraldur Covid hófst, að sendiherra Kína undanskildum en hann fór til Norður-Kóreu í mars. Samkvæmt frétt Reuters er búist við því að þeir muni sækja stærðarinnar skrúðgöngu þar sem Kim Jong Un, einræðisherra, mun sýna nýjustu vopn sín. Gervihnattamyndir sýna að æfingar fyrir skrúðgönguna hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Líklegt þykir að Kim muni sýna nýjar langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið kjarnorkuvopn alla leið til Bandaríkjanna. Kim hefur um árabil lagt mikið púður í þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau, á sama tíma og þjóð hans hefur gengið í gegnum hungursneyð og önnur harðindi. IHér má sjá þá Kang Sun Nam og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Norður-Kóreu og Rússlands.AP/KCNA Kóreustríðið hófst árið 1950, þegar Norður-Kórea réðst á Suður-Kóreu og reyndi að ná tökum á öllum Kóreuskaganum. Hið nýstofnaða lýðveldi í Kína kom Norður-Kóreu til aðstoðar auk flughers Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir undir stjórn Sameinuðu þjóðanna komu Suður-Kóreu til aðstoðar. Stríðinu lauk með vopnahléi árið 1953 en aldrei hefur verið skrifað undir friðarsamkomulag, svo ríkin eiga enn, tæknilega séð, í stríði. Þó Norður-Kóreu hafi mistekist að hertaka suðrið halda yfirvöld í Norður-Kóreu upp á daginn þegar vopnahléið var samþykkt sem sigur í stríði sem kallað er „Stóra föðurlands frelsisstríðið“ í Norður-Kóreu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Undanfarin ár hefur spennan á Kóreuskaganum aukist jafnt og þétt og þykir hún mjög mikil. Kim hefur ekki viljað taka þátt í viðræðum um kjarnorkuvopn sín, þar sem hann telur þau tryggingu gegn því að honum verði komið frá völdum. Sjá einnig: Æfðu kjarnorkuárás á Suður-Kóreu Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, þykir líklegur til að nota hátíðarhöldin í Norður-Kóreu til að ítreka þá ógn sem Suður-Kóreu stafar af nágrönnum sínum í norðri og til að ítreka mikilvægi þess að hann haldi hernaðaruppbyggingu sinni áfram og auki samstarf Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Norður-Kórea Suður-Kórea Rússland Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Viðræður við Norður-Kóreu hafnar Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið. 24. júlí 2023 13:38 Íbúar Suður-Kóreu skyndilega orðnir árinu eða tveimur yngri Allir íbúar Suður-Kóreu eru nú ári eða tveimur yngri, eftir að stjórnvöld ákváðu að breyta því hvernig aldur er mældur. Það verður héðan í frá til samræmis við önnur ríki heims. 28. júní 2023 07:44 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Norður-Kóreumönnum mistókst að koma gervihnetti út í geim Tilraun stjórnvalda í Norður-Kóreu til að koma njósnagervihnetti á loft fóru út um þúfur í nótt. Honum var skotið upp með eldflaug en njósnagervihnötturinn lenti að endingu í hafinu. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Meðal þeirra sem sótt hafa Norður-Kóreu heim eru Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Li Hongzhong, meðlimur í framkvæmdastjórn kommúnistaflokks Kína. Þeir eru fyrstu erlendu embættismennirnir sem heimsækja Norður-Kóreu frá því faraldur Covid hófst, að sendiherra Kína undanskildum en hann fór til Norður-Kóreu í mars. Samkvæmt frétt Reuters er búist við því að þeir muni sækja stærðarinnar skrúðgöngu þar sem Kim Jong Un, einræðisherra, mun sýna nýjustu vopn sín. Gervihnattamyndir sýna að æfingar fyrir skrúðgönguna hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Líklegt þykir að Kim muni sýna nýjar langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið kjarnorkuvopn alla leið til Bandaríkjanna. Kim hefur um árabil lagt mikið púður í þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau, á sama tíma og þjóð hans hefur gengið í gegnum hungursneyð og önnur harðindi. IHér má sjá þá Kang Sun Nam og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Norður-Kóreu og Rússlands.AP/KCNA Kóreustríðið hófst árið 1950, þegar Norður-Kórea réðst á Suður-Kóreu og reyndi að ná tökum á öllum Kóreuskaganum. Hið nýstofnaða lýðveldi í Kína kom Norður-Kóreu til aðstoðar auk flughers Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir undir stjórn Sameinuðu þjóðanna komu Suður-Kóreu til aðstoðar. Stríðinu lauk með vopnahléi árið 1953 en aldrei hefur verið skrifað undir friðarsamkomulag, svo ríkin eiga enn, tæknilega séð, í stríði. Þó Norður-Kóreu hafi mistekist að hertaka suðrið halda yfirvöld í Norður-Kóreu upp á daginn þegar vopnahléið var samþykkt sem sigur í stríði sem kallað er „Stóra föðurlands frelsisstríðið“ í Norður-Kóreu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Undanfarin ár hefur spennan á Kóreuskaganum aukist jafnt og þétt og þykir hún mjög mikil. Kim hefur ekki viljað taka þátt í viðræðum um kjarnorkuvopn sín, þar sem hann telur þau tryggingu gegn því að honum verði komið frá völdum. Sjá einnig: Æfðu kjarnorkuárás á Suður-Kóreu Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, þykir líklegur til að nota hátíðarhöldin í Norður-Kóreu til að ítreka þá ógn sem Suður-Kóreu stafar af nágrönnum sínum í norðri og til að ítreka mikilvægi þess að hann haldi hernaðaruppbyggingu sinni áfram og auki samstarf Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Suður-Kórea Rússland Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Viðræður við Norður-Kóreu hafnar Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið. 24. júlí 2023 13:38 Íbúar Suður-Kóreu skyndilega orðnir árinu eða tveimur yngri Allir íbúar Suður-Kóreu eru nú ári eða tveimur yngri, eftir að stjórnvöld ákváðu að breyta því hvernig aldur er mældur. Það verður héðan í frá til samræmis við önnur ríki heims. 28. júní 2023 07:44 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Norður-Kóreumönnum mistókst að koma gervihnetti út í geim Tilraun stjórnvalda í Norður-Kóreu til að koma njósnagervihnetti á loft fóru út um þúfur í nótt. Honum var skotið upp með eldflaug en njósnagervihnötturinn lenti að endingu í hafinu. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Viðræður við Norður-Kóreu hafnar Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið. 24. júlí 2023 13:38
Íbúar Suður-Kóreu skyndilega orðnir árinu eða tveimur yngri Allir íbúar Suður-Kóreu eru nú ári eða tveimur yngri, eftir að stjórnvöld ákváðu að breyta því hvernig aldur er mældur. Það verður héðan í frá til samræmis við önnur ríki heims. 28. júní 2023 07:44
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Norður-Kóreumönnum mistókst að koma gervihnetti út í geim Tilraun stjórnvalda í Norður-Kóreu til að koma njósnagervihnetti á loft fóru út um þúfur í nótt. Honum var skotið upp með eldflaug en njósnagervihnötturinn lenti að endingu í hafinu. 31. maí 2023 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent