Húsnæðismarkaðurinn, Framsókn og Hafnarfjörður Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 9. mars 2023 22:00 Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. Þar lýsti þingmaðurinn þungum áhyggjum sínum af húsnæðismálum og mestar áhyggjur hafði hann af stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði. Hann fór yfir erfiðar og óhagstæðar efnahagsaðstæður eins og verðbólgu í tveggja stafa tölu og vexti í hæstu hæðum. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og fólk finnur það á eigin skinni. Að mati þingmannsins er þó ein vonarglæta í myrkrinu og það eru aðgerðir innviðaráðherra, formanns Framsóknarflokksins. Sú vonarglæta felst í því að rammasamningur innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við sveitarfélögin muni skapa meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Því skýtur það skökku við að flokksfélagar þingmannsins í samvinnu við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimbæ hans, Hafnarfirði, hafi í byrjun febrúar fellt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um gerð rammasamkomulags við ríkið um húsnæðisuppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Framsókn talar tungum tveim, með einni á þingi en annarri í héraði. Reykjavíkurborg hefur riðið á vaðið og gert slíkt samkomulag við ríkið en þar er Framsóknarflokkurinn í meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Áhugaleysi meirihlutans á félagslegum lausnum Lausatök hafa verið á húsnæðismálunum í Hafnarfirði og uppbygging íbúðarhúsnæðis gengið hægt, raunar svo hægt að árið 2020 var fólksfækkun í bænum – í fyrsta sinn í áratugi. Þá var einmitt Ágúst Bjarni Garðarsson forystumaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það kjörtímabil einkenndist af áhugaleysi á félagslegum lausnum í húsnæðismálum og þar sýna verkin merkin svo ekki verður um villst. Því miður hefur engin breyting orðið á nýju kjörtímabili, áhuga- og metnaðarleysið er ennþá ríkjandi. Lítið sem ekkert hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins með þeim afleiðingum að biðlistar lengjast og fólk situr eftir í brýnni þörf eftir húsnæði. Ekki er útlit fyrir að staðan batni neitt á næstu árum því tæplega 1% þeirra rúmlega þúsund íbúða, sem eru á framkvæmdastigi í bænum, eru ætlaðar í félagslega íbúðakerfið. Hlutfallið er 12% þegar kemur að íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er órafjarri þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í rammasamkomulagi Reykjavíkur og ríkisins um að 30% allra nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir og 5% verði félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Uppleggið í tillögu jafnaðarfólks í Hafnarfirði, sem fulltrúar Framsóknar felldu í samfloti með Sjálfstæðisflokknum, var samhljóða markmiðum rammasamkomulags Reykjavíkur og ríkisins. Áhugaleysið kemur ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut því hann lítur ekki á húsnæðismál sem velferðarmál heldur fyrst og fremst markað fyrir útvalda til að græða á. Vonbrigðin snúa að Framsókn sem hefur dansað eftir þessum fölsku tónum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Vonandi ekki orðin tóm Nú hefur þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forystumaður flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallað eftir því að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið eins og Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt til. Vonandi eru þetta ekki orðin tóm og boltinn er hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði, sem getur afsannað það með því að samþykkja fyrrnefnda tillögu Samfylkingarinnar. Það mun ekki standa á fulltrúum Samfylkingarinnar að ganga til samninga við ríkið um gerð húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Ágúst Bjarni Garðarsson getur treyst því. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. Þar lýsti þingmaðurinn þungum áhyggjum sínum af húsnæðismálum og mestar áhyggjur hafði hann af stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði. Hann fór yfir erfiðar og óhagstæðar efnahagsaðstæður eins og verðbólgu í tveggja stafa tölu og vexti í hæstu hæðum. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og fólk finnur það á eigin skinni. Að mati þingmannsins er þó ein vonarglæta í myrkrinu og það eru aðgerðir innviðaráðherra, formanns Framsóknarflokksins. Sú vonarglæta felst í því að rammasamningur innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við sveitarfélögin muni skapa meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Því skýtur það skökku við að flokksfélagar þingmannsins í samvinnu við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimbæ hans, Hafnarfirði, hafi í byrjun febrúar fellt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um gerð rammasamkomulags við ríkið um húsnæðisuppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Framsókn talar tungum tveim, með einni á þingi en annarri í héraði. Reykjavíkurborg hefur riðið á vaðið og gert slíkt samkomulag við ríkið en þar er Framsóknarflokkurinn í meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Áhugaleysi meirihlutans á félagslegum lausnum Lausatök hafa verið á húsnæðismálunum í Hafnarfirði og uppbygging íbúðarhúsnæðis gengið hægt, raunar svo hægt að árið 2020 var fólksfækkun í bænum – í fyrsta sinn í áratugi. Þá var einmitt Ágúst Bjarni Garðarsson forystumaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það kjörtímabil einkenndist af áhugaleysi á félagslegum lausnum í húsnæðismálum og þar sýna verkin merkin svo ekki verður um villst. Því miður hefur engin breyting orðið á nýju kjörtímabili, áhuga- og metnaðarleysið er ennþá ríkjandi. Lítið sem ekkert hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins með þeim afleiðingum að biðlistar lengjast og fólk situr eftir í brýnni þörf eftir húsnæði. Ekki er útlit fyrir að staðan batni neitt á næstu árum því tæplega 1% þeirra rúmlega þúsund íbúða, sem eru á framkvæmdastigi í bænum, eru ætlaðar í félagslega íbúðakerfið. Hlutfallið er 12% þegar kemur að íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er órafjarri þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í rammasamkomulagi Reykjavíkur og ríkisins um að 30% allra nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir og 5% verði félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Uppleggið í tillögu jafnaðarfólks í Hafnarfirði, sem fulltrúar Framsóknar felldu í samfloti með Sjálfstæðisflokknum, var samhljóða markmiðum rammasamkomulags Reykjavíkur og ríkisins. Áhugaleysið kemur ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut því hann lítur ekki á húsnæðismál sem velferðarmál heldur fyrst og fremst markað fyrir útvalda til að græða á. Vonbrigðin snúa að Framsókn sem hefur dansað eftir þessum fölsku tónum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Vonandi ekki orðin tóm Nú hefur þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forystumaður flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallað eftir því að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið eins og Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt til. Vonandi eru þetta ekki orðin tóm og boltinn er hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði, sem getur afsannað það með því að samþykkja fyrrnefnda tillögu Samfylkingarinnar. Það mun ekki standa á fulltrúum Samfylkingarinnar að ganga til samninga við ríkið um gerð húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Ágúst Bjarni Garðarsson getur treyst því. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun