Takk! Björg Þórsdóttir skrifar 8. mars 2023 12:00 Í haust lýkur yngsta dóttir mín leikskólagöngu sinni og ákveðnum kafla í bók fjölskyldunnar lokið. Því fylgja blendnar tilfinningar, enda hefur margt gerst á þessum árum; margt sem maður myndi vilja endurtaka og annað ekki. En ég finn hjá mér djúpa þörf fyrir að segja takk. Takk, kæru leikskólakennarar og starfsfólk leikskólanna sem dætur mínar hafa verið á. Takk fyrir að kyssa á bágtið. Takk fyrir að kynna koppinn. Takk fyrir að syngja. Takk fyrir að lesa. Takk fyrir að segja sögur. Takk fyrir að hlusta á þeirra sögur. Takk fyrir að hjálpa okkur að finna út úr þessu með mjólkuróþolið. Takk fyrir að muna eftir því að frændi stelpnanna átti stígvélin á undan þeim og þessvegna voru þau ekki rétt merkt. Takk fyrir að minna okkur á að panta nafnalímmiða. Takk fyrir allar sögurnar og myndirnar af stelpunum. Takk fyrir að skrifa niður það sem þær höfðu að segja. Takk fyrir að bjóða okkur í kaffi, þegar það mátti. Takk fyrir að lána pollagalla þegar við gleymdum honum heima. Takk fyrir að eiga auka föt, þegar aukafata-kassinn var tómur. Takk fyrir að sitja á gólfinu með þeim. Takk fyrir renna upp og setja yfir og teygjuna undir. Takk fyrir að setja teygju í hárið. Takk fyrir að kenna rétt grip á liti og skæri. Takk fyrir að fylgjast með orðaforðanum. Takk fyrir að standa vaktina í covid-ástandinu! Takk fyrir að vera lausnarmiðuð, hugmyndarík og harðdugleg. Takk fyrir að finna leiðir í myglu, manneklu og mótlæti. Takk fyrir að vera ennþá á leikskólanum með mikilvægasta fólkinu, börnunum okkar. Þið eigið allt það besta skilið. Höfundur er tónmenntakennari og þriggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í haust lýkur yngsta dóttir mín leikskólagöngu sinni og ákveðnum kafla í bók fjölskyldunnar lokið. Því fylgja blendnar tilfinningar, enda hefur margt gerst á þessum árum; margt sem maður myndi vilja endurtaka og annað ekki. En ég finn hjá mér djúpa þörf fyrir að segja takk. Takk, kæru leikskólakennarar og starfsfólk leikskólanna sem dætur mínar hafa verið á. Takk fyrir að kyssa á bágtið. Takk fyrir að kynna koppinn. Takk fyrir að syngja. Takk fyrir að lesa. Takk fyrir að segja sögur. Takk fyrir að hlusta á þeirra sögur. Takk fyrir að hjálpa okkur að finna út úr þessu með mjólkuróþolið. Takk fyrir að muna eftir því að frændi stelpnanna átti stígvélin á undan þeim og þessvegna voru þau ekki rétt merkt. Takk fyrir að minna okkur á að panta nafnalímmiða. Takk fyrir allar sögurnar og myndirnar af stelpunum. Takk fyrir að skrifa niður það sem þær höfðu að segja. Takk fyrir að bjóða okkur í kaffi, þegar það mátti. Takk fyrir að lána pollagalla þegar við gleymdum honum heima. Takk fyrir að eiga auka föt, þegar aukafata-kassinn var tómur. Takk fyrir að sitja á gólfinu með þeim. Takk fyrir renna upp og setja yfir og teygjuna undir. Takk fyrir að setja teygju í hárið. Takk fyrir að kenna rétt grip á liti og skæri. Takk fyrir að fylgjast með orðaforðanum. Takk fyrir að standa vaktina í covid-ástandinu! Takk fyrir að vera lausnarmiðuð, hugmyndarík og harðdugleg. Takk fyrir að finna leiðir í myglu, manneklu og mótlæti. Takk fyrir að vera ennþá á leikskólanum með mikilvægasta fólkinu, börnunum okkar. Þið eigið allt það besta skilið. Höfundur er tónmenntakennari og þriggja barna móðir.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun