Heimsendir í Palestínu: Vaxandi ofstækisstefna Ísraels Marwan Bishara skrifar 6. febrúar 2023 15:00 Öfgamenn Ísraels vilja ekki lýðræðisríki, þeir vilja trúarlegt ríki. Segðu það sem þér sýnist um ráðandi ofstækismenn í Ísrael en hlustaðu vandlega á það sem þeir segja. Ólíkt samstarfsfélaga þeirra, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, eru þeir hreinskilnir með sína kynþáttahyggju og hroka. Þessir opinskáu brjálæðingar segja það sem þeim býr í brjósti og gera það sem þeir segjast ætla að gera. Hugsjónir þeirra geta verið hættulegar og jafnvel stórskaðlegar en hreinskilni þeirra er hressandi á því hún afhjúpar goðsögnina um veraldlegt, frjálslynt og upplýst Ísrael. Einn helsti ofstækismaðurinn er Bezalel Smotrich, formaður Síoniska trúarflokksins og nýr fjármálaráðherra Ísraels. Eftir að hljóðupptaka, þar sem hann viðurkenndi að hann er fasisti, var opinberuð fyrir nokkrum dögum sagði hann háðskur: „Ég er kannski langt til hægri, hómófóbískur, kynþáttahatari, fasisti, en orð mín standa“. Þetta er rétt. Og meira til. Hann og öfgafullir félagar hans hans telja, í fyrsta lagi; Að Ísrael geti ekki og eigi ekki að vera bæði gyðinglegt og lýðræðislegt land, og í öðru lagi; Ísrael á einkarétt á öllu því sem þeir kalla „Land Ísraels “, þ.e. hinni sögulegu Palestínu, í þriðja lagi; Þá ættu Ísraelsmenn að vara sig á stefnu frjálslyndra Vesturlanda og hafna bandarískum fyrirmælum eða tillögum. Skoðum þessi gullkorn hvert og eitt. Ofstækismenn nútímans harma það að fyrrverandi síonistar hafi ekki losað „Gyðingaríkið“ við alla palestínska íbúa þess. Þeir telja að forfeður þeirra hafi haft rétt til að reka hundruð þúsunda Palestínumanna úr landi á árunum 1947-1949, en það hafi verið rangt að leyfa litlum minnihluta að sitja eftir, og leyfa honum að fjölga sér og ná meiri áhrifum. Hvað er þá til ráða? Rabbíninn Meir Kahane, hinn brottflogni gúrú margra ofstækismanna nútímans, hélt því fram í bók árið 1980 með hinum afhjúpandi titli, „They Must Go“, að Palestínumenn væru „krabbamein“ í líkama „gyðingríkisins“ sem yrði að fjarlægja með öllum tiltækum ráðum. Lærisveinar hans í dag telja, líkt og ráðherra þjóðaröryggismála Itamar Ben-Gvir, einnig að Ísrael sé betur sett án palestínskra borgara, en þeir telja að ef Palestínumenn verði áfram í landinu, þá geti þeir aðeins verið annars eða þriðja flokks borgarar, og verði að heita algjörri hollustu við húsbændur sína, sem eru gyðingar. Ólíkt Netanyahu, pólitískum og hugmyndafræðilegum samstarfsfélaga þeirra, sem hjálpaði til við að koma kynþáttalöggjöfinni „Ísrael er Þjóðríki gyðinga“ árið 2018 í gegn, og sem heldur áfram að boða hina afskræmdu og innihaldslausu klisju um „gyðingalega lýðræðisríkið“, þá boða fylgismenn Kahane algjör yfirráð gyðinga í „Gyðingaríkinu“. Eins og Kahane orðaði það sjálfur: „Þeir sem neita að viðurkenna rétt araba en segja þeim samt að þeir séu jafningjar, halda að þeir séu heimskir. Það eru þeir ekki.“ Nei - reyndar ekki. Ólíkt ofstækisfullum gyðingum, sem telja að í Ísrael skuli ríkja trúarræði (theocracy), eða hinum heimska og hugstola frjálshyggjumanni, sem er sannfærður um að Ísrael geti verið bæði gyðinglegt og lýðræðislegt, vita Palestínuarabar að Ísrael verður að vera raunverulegt lýðræðisríki til að friðmælast við sjálft sig og nágranna sína. Þetta leiðir mig að öðru atriðinu. Eins og allir aðrir trúarofstækismenn telja ofstækismenn Ísraels að „tilgangurinn helgi meðalið“ þegar þeir berjast fyrir almættið. Þar á meðal er valdboð um endurvígslu eða „gyðingavæðingu“ Jerúsalem og helgra staða hennar, þar á meðal Al-Aqsa moskvuna, þriðja helgasta staðar íslams. Allt án tillits til hrikalegra afleiðinga, og þess að friðsamleg sambúð mun fjúka út í veður og vind. Það er óhætt að segja að það sé „ekkert nýmæli að hinir sigursælu gyðingar yfirtaki staði sem eru heilagir í augum múslima“ eins og Merons Benvenskís, fyrrverandi varaborgarstjóri Vestur - Jerúsalem sagði. En í raun þá eru nýju ofstækismennirnir hreinlega að hefja aftur vegferðina þar sem eldri síonistarnir skildu við, en nú með enn meiri trúarlegu ofstæki. Þessir ofstækismenn eru einbeittir og staðráðnir í að sameina messíasargyðingdóminn og ísraelskan hroka, og þeir eru hættulegir. Þeir eru mjög einbeittir í því að herða hernámið, fjölga ólöglegum landtökubyggðum gyðinga og yfirtaka allt landið, sama hvaða afleiðingar sem það kann að hafa. Gangstætt áróðursmeistaranum Netanyahu, finnst þeim óþarfi að ljúga eða réttlæta áhugaleysi sitt á meðalhófi og friði við Palestínumenn. Margir þeirra óska þess að heimsendaspár rætist á þessari öld og ryðji brautina fyrir tilkomu „hins konunglega himnaríkis“ (Kingdom of Heaven). Það kemur því ekki á óvart að þeir hafna alþjóðalögum og friðarferlis-kjaftæðinu um tveggja ríkja lausnina sem vestrænir bakhjarlar Ísraels halda áfram að pranga út, ýmist vegna heimsku eða óheiðarleika. Sem leiðir mig að síðasta atriðinu. Ólíkt hinum venjulegu Ísraelsmönnum, sem eru hrifnir af amerískum lífsstíl, hafnar fylking hinna trúuðu áhrifum bandarísks frjálslyndis á Ísrael og lífshætti íbúa. Þessir bókstafstrúarmenn óska sér konungsríkis en ekki lýðveldis. Þeir vilja að Ísraelar lifi samkvæmt lögum og hefðum gyðingdómsins en ekki vestrænni frjálshyggju eða almennum viðhorfum til kynferðis, kynhneigðar og fjölskyldulífs. Þótt þeir fái bæði gífurlega fjárhagsaðstoð og aðra aðstoð frá Bandaríkjunum trúa þeir að endurlausn gyðinga í Ísraelslandi hljóti að vera biblíuleg, ekki bandarísk eða frjálslynd. Þeir vilja líka stefna að því að undiroka fremur frjálslyndan hæstarétt landsins í þágu þess þingmeirihluta sem þeir tilheyra. Það er því ekkert undarlegt að veraldlegir og frjálslyndir Ísraelsmenn skuli standa gegn ofstækisöflunum sem eru við völd og telja þau vera að „breyta Ísrael í einangrað land þar sem fáfræði, tortryggni og karlremba ræður ríkjum“ - svo vitnað sé í bók ísraelska blaðamannsins Ari Shavits, Fyrirheitna landið. En flestir þeirra frjálslyndu einblína einungis á þær aðgerðir stjórnvalda sem snúa að þeim sjálfum en horfa fram hjá ofbeldisfullu hernáminu. Þetta er eigingirni og skammsýni - og reyndar heimska. Ísraelskt trúarofstæki er hápunktur stríðs, hernáms og landránsins sem hefur varað í áratugi. Ofstækismenn og fasistar Ísraels sækja afl sitt og ákafa í messíasartrúboð sitt á hernumdu svæðunum í Palestínu þar sem þeir hafa stækkað landtökubyggðir á kostnað Palestínumanna. Til að stöðva ofstækismennina þurfa Ísraelsmenn sem vilja taka á málum, Bandaríkjamenn og aðrir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að binda enda á landrán Palestínu, það er mikilvægast It’s the occupation, stupid. Marwan Bishara er stjórnmálagreinandi hjá Al Jazeera sjónvarpsstöðinni. Hann er rithöfundur sem skrifar mikið um alþjóðastjórnmál og er almennt talinn meðal fremstu sérfræðinga varðandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna, stjórnmál Mið-Austurlanda og mikilvæg alþjóðamál. Hann var áður prófessor í alþjóðasamskiptum við Parísarháskóla. Þýðing: Hjálmtýr Heiðdal með leyfi höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Öfgamenn Ísraels vilja ekki lýðræðisríki, þeir vilja trúarlegt ríki. Segðu það sem þér sýnist um ráðandi ofstækismenn í Ísrael en hlustaðu vandlega á það sem þeir segja. Ólíkt samstarfsfélaga þeirra, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, eru þeir hreinskilnir með sína kynþáttahyggju og hroka. Þessir opinskáu brjálæðingar segja það sem þeim býr í brjósti og gera það sem þeir segjast ætla að gera. Hugsjónir þeirra geta verið hættulegar og jafnvel stórskaðlegar en hreinskilni þeirra er hressandi á því hún afhjúpar goðsögnina um veraldlegt, frjálslynt og upplýst Ísrael. Einn helsti ofstækismaðurinn er Bezalel Smotrich, formaður Síoniska trúarflokksins og nýr fjármálaráðherra Ísraels. Eftir að hljóðupptaka, þar sem hann viðurkenndi að hann er fasisti, var opinberuð fyrir nokkrum dögum sagði hann háðskur: „Ég er kannski langt til hægri, hómófóbískur, kynþáttahatari, fasisti, en orð mín standa“. Þetta er rétt. Og meira til. Hann og öfgafullir félagar hans hans telja, í fyrsta lagi; Að Ísrael geti ekki og eigi ekki að vera bæði gyðinglegt og lýðræðislegt land, og í öðru lagi; Ísrael á einkarétt á öllu því sem þeir kalla „Land Ísraels “, þ.e. hinni sögulegu Palestínu, í þriðja lagi; Þá ættu Ísraelsmenn að vara sig á stefnu frjálslyndra Vesturlanda og hafna bandarískum fyrirmælum eða tillögum. Skoðum þessi gullkorn hvert og eitt. Ofstækismenn nútímans harma það að fyrrverandi síonistar hafi ekki losað „Gyðingaríkið“ við alla palestínska íbúa þess. Þeir telja að forfeður þeirra hafi haft rétt til að reka hundruð þúsunda Palestínumanna úr landi á árunum 1947-1949, en það hafi verið rangt að leyfa litlum minnihluta að sitja eftir, og leyfa honum að fjölga sér og ná meiri áhrifum. Hvað er þá til ráða? Rabbíninn Meir Kahane, hinn brottflogni gúrú margra ofstækismanna nútímans, hélt því fram í bók árið 1980 með hinum afhjúpandi titli, „They Must Go“, að Palestínumenn væru „krabbamein“ í líkama „gyðingríkisins“ sem yrði að fjarlægja með öllum tiltækum ráðum. Lærisveinar hans í dag telja, líkt og ráðherra þjóðaröryggismála Itamar Ben-Gvir, einnig að Ísrael sé betur sett án palestínskra borgara, en þeir telja að ef Palestínumenn verði áfram í landinu, þá geti þeir aðeins verið annars eða þriðja flokks borgarar, og verði að heita algjörri hollustu við húsbændur sína, sem eru gyðingar. Ólíkt Netanyahu, pólitískum og hugmyndafræðilegum samstarfsfélaga þeirra, sem hjálpaði til við að koma kynþáttalöggjöfinni „Ísrael er Þjóðríki gyðinga“ árið 2018 í gegn, og sem heldur áfram að boða hina afskræmdu og innihaldslausu klisju um „gyðingalega lýðræðisríkið“, þá boða fylgismenn Kahane algjör yfirráð gyðinga í „Gyðingaríkinu“. Eins og Kahane orðaði það sjálfur: „Þeir sem neita að viðurkenna rétt araba en segja þeim samt að þeir séu jafningjar, halda að þeir séu heimskir. Það eru þeir ekki.“ Nei - reyndar ekki. Ólíkt ofstækisfullum gyðingum, sem telja að í Ísrael skuli ríkja trúarræði (theocracy), eða hinum heimska og hugstola frjálshyggjumanni, sem er sannfærður um að Ísrael geti verið bæði gyðinglegt og lýðræðislegt, vita Palestínuarabar að Ísrael verður að vera raunverulegt lýðræðisríki til að friðmælast við sjálft sig og nágranna sína. Þetta leiðir mig að öðru atriðinu. Eins og allir aðrir trúarofstækismenn telja ofstækismenn Ísraels að „tilgangurinn helgi meðalið“ þegar þeir berjast fyrir almættið. Þar á meðal er valdboð um endurvígslu eða „gyðingavæðingu“ Jerúsalem og helgra staða hennar, þar á meðal Al-Aqsa moskvuna, þriðja helgasta staðar íslams. Allt án tillits til hrikalegra afleiðinga, og þess að friðsamleg sambúð mun fjúka út í veður og vind. Það er óhætt að segja að það sé „ekkert nýmæli að hinir sigursælu gyðingar yfirtaki staði sem eru heilagir í augum múslima“ eins og Merons Benvenskís, fyrrverandi varaborgarstjóri Vestur - Jerúsalem sagði. En í raun þá eru nýju ofstækismennirnir hreinlega að hefja aftur vegferðina þar sem eldri síonistarnir skildu við, en nú með enn meiri trúarlegu ofstæki. Þessir ofstækismenn eru einbeittir og staðráðnir í að sameina messíasargyðingdóminn og ísraelskan hroka, og þeir eru hættulegir. Þeir eru mjög einbeittir í því að herða hernámið, fjölga ólöglegum landtökubyggðum gyðinga og yfirtaka allt landið, sama hvaða afleiðingar sem það kann að hafa. Gangstætt áróðursmeistaranum Netanyahu, finnst þeim óþarfi að ljúga eða réttlæta áhugaleysi sitt á meðalhófi og friði við Palestínumenn. Margir þeirra óska þess að heimsendaspár rætist á þessari öld og ryðji brautina fyrir tilkomu „hins konunglega himnaríkis“ (Kingdom of Heaven). Það kemur því ekki á óvart að þeir hafna alþjóðalögum og friðarferlis-kjaftæðinu um tveggja ríkja lausnina sem vestrænir bakhjarlar Ísraels halda áfram að pranga út, ýmist vegna heimsku eða óheiðarleika. Sem leiðir mig að síðasta atriðinu. Ólíkt hinum venjulegu Ísraelsmönnum, sem eru hrifnir af amerískum lífsstíl, hafnar fylking hinna trúuðu áhrifum bandarísks frjálslyndis á Ísrael og lífshætti íbúa. Þessir bókstafstrúarmenn óska sér konungsríkis en ekki lýðveldis. Þeir vilja að Ísraelar lifi samkvæmt lögum og hefðum gyðingdómsins en ekki vestrænni frjálshyggju eða almennum viðhorfum til kynferðis, kynhneigðar og fjölskyldulífs. Þótt þeir fái bæði gífurlega fjárhagsaðstoð og aðra aðstoð frá Bandaríkjunum trúa þeir að endurlausn gyðinga í Ísraelslandi hljóti að vera biblíuleg, ekki bandarísk eða frjálslynd. Þeir vilja líka stefna að því að undiroka fremur frjálslyndan hæstarétt landsins í þágu þess þingmeirihluta sem þeir tilheyra. Það er því ekkert undarlegt að veraldlegir og frjálslyndir Ísraelsmenn skuli standa gegn ofstækisöflunum sem eru við völd og telja þau vera að „breyta Ísrael í einangrað land þar sem fáfræði, tortryggni og karlremba ræður ríkjum“ - svo vitnað sé í bók ísraelska blaðamannsins Ari Shavits, Fyrirheitna landið. En flestir þeirra frjálslyndu einblína einungis á þær aðgerðir stjórnvalda sem snúa að þeim sjálfum en horfa fram hjá ofbeldisfullu hernáminu. Þetta er eigingirni og skammsýni - og reyndar heimska. Ísraelskt trúarofstæki er hápunktur stríðs, hernáms og landránsins sem hefur varað í áratugi. Ofstækismenn og fasistar Ísraels sækja afl sitt og ákafa í messíasartrúboð sitt á hernumdu svæðunum í Palestínu þar sem þeir hafa stækkað landtökubyggðir á kostnað Palestínumanna. Til að stöðva ofstækismennina þurfa Ísraelsmenn sem vilja taka á málum, Bandaríkjamenn og aðrir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að binda enda á landrán Palestínu, það er mikilvægast It’s the occupation, stupid. Marwan Bishara er stjórnmálagreinandi hjá Al Jazeera sjónvarpsstöðinni. Hann er rithöfundur sem skrifar mikið um alþjóðastjórnmál og er almennt talinn meðal fremstu sérfræðinga varðandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna, stjórnmál Mið-Austurlanda og mikilvæg alþjóðamál. Hann var áður prófessor í alþjóðasamskiptum við Parísarháskóla. Þýðing: Hjálmtýr Heiðdal með leyfi höfundar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun