Vilja flytja út norskt gjafasæði til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 09:01 Livio í Noregi vill flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. Mynd/ Getty. Livio í Noregi hefur sóst eftir því að hefja útflutning á norsku gjafasæði og horfir sérstaklega til Íslands og Svíþjóðar. NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa. Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa.
Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira