Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. desember 2025 21:58 „Ég fagna því að hér er komin ríkisstjórn sem lætur verkin tala líka fyrir landsbyggðina,“ segir Karólína Helga. Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. Í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag brýnir Karólína þörfina á bættri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Innan borgarinnar taki sjúkraflutningar tíu mínútur og eðlilega leiði íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki hugann að þeim efnum. „Á mörgum dreifbýlum svæðum á Íslandi eru sjúkraflutningar háðir því hvort á svæðinu búi fólk með reynslu af sjúkraflutningum og umönnun veikra einstaklinga og hvort fólk hafi tök á að vera á bakvakt. Öflugt viðbragð og sjúkraflutningar eru líka bundin við öruggar samgöngur. Það má ekki vera háð því hvort þyrlan sé laus eða hver kemst í útkall,“ segir Karólína. Tíminn og fjarlægðin ekki með í liði Hún heldur áfram og segir frá persónulegri reynslu, að hún hafi upplifað á eigin skinni að hver og ein mínúta skipti máli þegar einstaklingur fer í hjartastopp. „Síðastliðið sumar gerðist það, þegar mamma mín, Birna, fór í hjartastopp í sumarhúsi sínu undir Eyjafjöllum. Fyrstu menn komu eins fljótt og kostur var og gáfu allt í að bjarga mannslífi en tíminn og fjarlægðin voru ekki með okkur í liði. Ég get alveg viðurkennt það að ég velti fyrir mér hvort það hefði farið öðruvísi ef hún hefði farið í hjartastopp á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Karólína. Hún bendir á að Ísland sé dreifbýlt land með misgóðar samgöngur og það þurfi að huga betur að landsbyggðinni í þeim efnum. „Hér er stigið mikilvægt skref í að efla bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni og tel ég það einnig lykilatriði í bráðaþjónustu á Íslandi til framtíðar að efla sjúkraflutninga með þyrlum,“ segir Karólína, sem segist enn og aftur fagna breytingunum. Viðreisn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag brýnir Karólína þörfina á bættri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Innan borgarinnar taki sjúkraflutningar tíu mínútur og eðlilega leiði íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki hugann að þeim efnum. „Á mörgum dreifbýlum svæðum á Íslandi eru sjúkraflutningar háðir því hvort á svæðinu búi fólk með reynslu af sjúkraflutningum og umönnun veikra einstaklinga og hvort fólk hafi tök á að vera á bakvakt. Öflugt viðbragð og sjúkraflutningar eru líka bundin við öruggar samgöngur. Það má ekki vera háð því hvort þyrlan sé laus eða hver kemst í útkall,“ segir Karólína. Tíminn og fjarlægðin ekki með í liði Hún heldur áfram og segir frá persónulegri reynslu, að hún hafi upplifað á eigin skinni að hver og ein mínúta skipti máli þegar einstaklingur fer í hjartastopp. „Síðastliðið sumar gerðist það, þegar mamma mín, Birna, fór í hjartastopp í sumarhúsi sínu undir Eyjafjöllum. Fyrstu menn komu eins fljótt og kostur var og gáfu allt í að bjarga mannslífi en tíminn og fjarlægðin voru ekki með okkur í liði. Ég get alveg viðurkennt það að ég velti fyrir mér hvort það hefði farið öðruvísi ef hún hefði farið í hjartastopp á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Karólína. Hún bendir á að Ísland sé dreifbýlt land með misgóðar samgöngur og það þurfi að huga betur að landsbyggðinni í þeim efnum. „Hér er stigið mikilvægt skref í að efla bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni og tel ég það einnig lykilatriði í bráðaþjónustu á Íslandi til framtíðar að efla sjúkraflutninga með þyrlum,“ segir Karólína, sem segist enn og aftur fagna breytingunum.
Viðreisn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira