Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 17:57 Henry Cuellar, hefur setið lengi á þingi og þykir íhaldssamur Demókrati sem hefur ítrekað greitt atkvæði með Repúblikönum þegar kemur að skotvopnalöggjöf og málefnum innflytjenda. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur náðað þingmann Demókrataflokksins frá Texas og eiginkonu hans en þau höfðu verið ákærð fyrir mútþægni og svik. Forsetinn segir í yfirlýsingu um náðunina að Joe Biden, forveri hans í embætti, hafi vopnvætt dómskerfið gegn pólitískum andstæðingum sínum sem hafi talað gegn opnum landamærum. Henry Cuellar, umræddur þingmaður, og Imelda, eiginkona hans, hafi verið þeirra á meðal. Hann hefur setið á þingi í fulltrúadeildinni í meira en tuttugu ár. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sakar Trump Demókrata um að reyna að rústa Bandaríkjunum og segir þá tilbúna til að ráðast á og ræna fólk, ljúga og svindla til að ná því markmiði þeirra. „Vegna þessara staðreynda, og annarra, tilkynni ég hér með fulla og skilyrðislausa náðun mína á heittelskuðum þingmanni, Henry Cuellar og Imeldu. Henry, ég þekki þig ekki, en þú getur sofið vel í nótt. Martröð þinni er loksins lokið,“ sagði Trump. Hjónin höfðu verið ákærð fyrir að taka við um sex hundrað þúsundum dala í mútugreiðslur frá orkufyrirtæki frá Aserbaísjan og mexíkóskum banka. Cuellar er sagður hafa einnig talað máli Aserbaísjan á þingi og reynt að hafa áhrif á lagafrumvörp, með hagsmuni ríkisins í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þau hafa lýst yfir sakleysi sínu en réttarhöldin gegn þeim áttu að hefjast í apríl. I want to thank President Trump for his tremendous leadership and for taking the time to look at the facts. I thank God for standing with my family and I during this difficult time. This decision clears the air and lets us move forward for South Texas.This pardon gives us a… pic.twitter.com/ajNvHq6rG0— Rep. Henry Cuellar (@RepCuellar) December 3, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja að Cuellar hafi strax í dag boðið sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Enn sem Demókrati en hann er þekktur fyrir að greiða atkvæði með Repúblikönum og þá sérstaklega þegar kemur að löggjöf varðandi skotvopn og málefni innflytjenda. Þó hann hafi verið náðaður stendur þingmaðurinn enn frammi fyrir rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar. Sú rannsókn hófst í maí í fyrra, skömmu eftir að Cuellar var fyrst ákærður. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21 Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Henry Cuellar, umræddur þingmaður, og Imelda, eiginkona hans, hafi verið þeirra á meðal. Hann hefur setið á þingi í fulltrúadeildinni í meira en tuttugu ár. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sakar Trump Demókrata um að reyna að rústa Bandaríkjunum og segir þá tilbúna til að ráðast á og ræna fólk, ljúga og svindla til að ná því markmiði þeirra. „Vegna þessara staðreynda, og annarra, tilkynni ég hér með fulla og skilyrðislausa náðun mína á heittelskuðum þingmanni, Henry Cuellar og Imeldu. Henry, ég þekki þig ekki, en þú getur sofið vel í nótt. Martröð þinni er loksins lokið,“ sagði Trump. Hjónin höfðu verið ákærð fyrir að taka við um sex hundrað þúsundum dala í mútugreiðslur frá orkufyrirtæki frá Aserbaísjan og mexíkóskum banka. Cuellar er sagður hafa einnig talað máli Aserbaísjan á þingi og reynt að hafa áhrif á lagafrumvörp, með hagsmuni ríkisins í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þau hafa lýst yfir sakleysi sínu en réttarhöldin gegn þeim áttu að hefjast í apríl. I want to thank President Trump for his tremendous leadership and for taking the time to look at the facts. I thank God for standing with my family and I during this difficult time. This decision clears the air and lets us move forward for South Texas.This pardon gives us a… pic.twitter.com/ajNvHq6rG0— Rep. Henry Cuellar (@RepCuellar) December 3, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja að Cuellar hafi strax í dag boðið sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Enn sem Demókrati en hann er þekktur fyrir að greiða atkvæði með Repúblikönum og þá sérstaklega þegar kemur að löggjöf varðandi skotvopn og málefni innflytjenda. Þó hann hafi verið náðaður stendur þingmaðurinn enn frammi fyrir rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar. Sú rannsókn hófst í maí í fyrra, skömmu eftir að Cuellar var fyrst ákærður.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21 Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21
Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38