Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 17:57 Henry Cuellar, hefur setið lengi á þingi og þykir íhaldssamur Demókrati sem hefur ítrekað greitt atkvæði með Repúblikönum þegar kemur að skotvopnalöggjöf og málefnum innflytjenda. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur náðað þingmann Demókrataflokksins frá Texas og eiginkonu hans en þau höfðu verið ákærð fyrir mútþægni og svik. Forsetinn segir í yfirlýsingu um náðunina að Joe Biden, forveri hans í embætti, hafi vopnvætt dómskerfið gegn pólitískum andstæðingum sínum sem hafi talað gegn opnum landamærum. Henry Cuellar, umræddur þingmaður, og Imelda, eiginkona hans, hafi verið þeirra á meðal. Hann hefur setið á þingi í fulltrúadeildinni í meira en tuttugu ár. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sakar Trump Demókrata um að reyna að rústa Bandaríkjunum og segir þá tilbúna til að ráðast á og ræna fólk, ljúga og svindla til að ná því markmiði þeirra. „Vegna þessara staðreynda, og annarra, tilkynni ég hér með fulla og skilyrðislausa náðun mína á heittelskuðum þingmanni, Henry Cuellar og Imeldu. Henry, ég þekki þig ekki, en þú getur sofið vel í nótt. Martröð þinni er loksins lokið,“ sagði Trump. Hjónin höfðu verið ákærð fyrir að taka við um sex hundrað þúsundum dala í mútugreiðslur frá orkufyrirtæki frá Aserbaísjan og mexíkóskum banka. Cuellar er sagður hafa einnig talað máli Aserbaísjan á þingi og reynt að hafa áhrif á lagafrumvörp, með hagsmuni ríkisins í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þau hafa lýst yfir sakleysi sínu en réttarhöldin gegn þeim áttu að hefjast í apríl. I want to thank President Trump for his tremendous leadership and for taking the time to look at the facts. I thank God for standing with my family and I during this difficult time. This decision clears the air and lets us move forward for South Texas.This pardon gives us a… pic.twitter.com/ajNvHq6rG0— Rep. Henry Cuellar (@RepCuellar) December 3, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja að Cuellar hafi strax í dag boðið sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Enn sem Demókrati en hann er þekktur fyrir að greiða atkvæði með Repúblikönum og þá sérstaklega þegar kemur að löggjöf varðandi skotvopn og málefni innflytjenda. Þó hann hafi verið náðaður stendur þingmaðurinn enn frammi fyrir rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar. Sú rannsókn hófst í maí í fyrra, skömmu eftir að Cuellar var fyrst ákærður. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21 Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Henry Cuellar, umræddur þingmaður, og Imelda, eiginkona hans, hafi verið þeirra á meðal. Hann hefur setið á þingi í fulltrúadeildinni í meira en tuttugu ár. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sakar Trump Demókrata um að reyna að rústa Bandaríkjunum og segir þá tilbúna til að ráðast á og ræna fólk, ljúga og svindla til að ná því markmiði þeirra. „Vegna þessara staðreynda, og annarra, tilkynni ég hér með fulla og skilyrðislausa náðun mína á heittelskuðum þingmanni, Henry Cuellar og Imeldu. Henry, ég þekki þig ekki, en þú getur sofið vel í nótt. Martröð þinni er loksins lokið,“ sagði Trump. Hjónin höfðu verið ákærð fyrir að taka við um sex hundrað þúsundum dala í mútugreiðslur frá orkufyrirtæki frá Aserbaísjan og mexíkóskum banka. Cuellar er sagður hafa einnig talað máli Aserbaísjan á þingi og reynt að hafa áhrif á lagafrumvörp, með hagsmuni ríkisins í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þau hafa lýst yfir sakleysi sínu en réttarhöldin gegn þeim áttu að hefjast í apríl. I want to thank President Trump for his tremendous leadership and for taking the time to look at the facts. I thank God for standing with my family and I during this difficult time. This decision clears the air and lets us move forward for South Texas.This pardon gives us a… pic.twitter.com/ajNvHq6rG0— Rep. Henry Cuellar (@RepCuellar) December 3, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja að Cuellar hafi strax í dag boðið sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Enn sem Demókrati en hann er þekktur fyrir að greiða atkvæði með Repúblikönum og þá sérstaklega þegar kemur að löggjöf varðandi skotvopn og málefni innflytjenda. Þó hann hafi verið náðaður stendur þingmaðurinn enn frammi fyrir rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar. Sú rannsókn hófst í maí í fyrra, skömmu eftir að Cuellar var fyrst ákærður.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21 Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21
Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38