Ekki meiri bílaumferð Birkir Ingibjartsson skrifar 6. janúar 2023 11:31 Upphafsatriði áramótaskaupsins var merkileg staðfesting á því hve umferðarmál höfuðborgarsvæðisins eru hugleikin landsmönnum. Ömurlegar samgöngur sungu okkar ástkærustu leikarar á meðan myndskot af götum borgarinnar stapp fullum af bílum runnu yfir skjáinn. Bílarnir fylltu út í hvern ramma sjónvarpsins rétt eins og þeir fylla vit okkar af mengun og svifryki frá degi til dags. Í kjölfar þessarar skemmtilegu hugvekju hafa fyrstu dagar ársins verið undirokaðir af einhverri verstu mengun vegna bílaumferðar sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðinu. Yfir okkur hefur hangið gul viðvörun, ekki vegna veðursins sem hefur í raun verið dásamlegt þrátt fyrir kuldann. Viðvörunin snýr að hinni gulu köfnunardíoxíðsþokusem liggur yfir öllu og hindrar okkar öll frá því að njóta veðurblíðunnar sem skyldi. Nú þegar hafa skilgreind viðmið um heimila hámarksmengun innan hvers árs verið rofin. Á fimm dögum. Tíðin er erfið, því verður ekki neitað - að sitja í volgum bílnum fremur en að feta slóð misjafnlega vel ruddra göngu- eða hjólastíga í kuldanum er skiljanlegt val. Ef val skyldi kalla. Margir gera grín að máttlausum tilraunum Reykjavíkurborgar til að hvetja fólk til að skilja bílinn eftir heima en skilja svo bílinn eftir í lausagangi svo hann kólni ekki rétt á meðan skotist er inn að sækja barnið sem ekki fékk að fara út að leika þennan daginn, ekki fremur en í gær, vegna mengunar. Ættum við kannski frekar að takmarka fjölda bíla en banna útivist á dögum sem þessum? Nú í vikunni birti Vegagerðin tölfræði um bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2022. Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu jókst frá 2021 um 1,6% en náði þó ekki metinu frá árinu 2019. Ástæðan fyrir því að umferð hefur ekki aukist síðan þá ætti að vera öllum ljós en við vorum ansi nærri því að slá metið í fyrra. Samt var fyrri hluti ársins talsvert litaður af covid. Miðað við vöxtinn í umferðinni síðasta árið sitjum við því miður væntanlega uppi með mengunina út þennan veturinn og ég er ansi hræddur um að næstu ár verði lituð gulri slikju að vetrarlagi. Spurningin sem vakir fyrir mér þessa dagana er því hvenær er nóg nóg? Hversu mikla bílaumferð ætlum við að leyfa? Hversu mikið pláss ætlum við að leyfa gatnakerfinu að taka. Hversu marga daga á ári ætlum við að sætta okkur við að börnin okkar komist ekki út að leika vegna mengunar? Hversu mörg ótímabær dauðsföll á ári vegna mengunar frá bílaumferðinni ætlum við að sætta okkur við? Okkur fjölgar hratt hér á höfuðborgarsvæðinu og blessunarlega hefur ferðamannaiðnaðurinn tekið vel við sér að nýju. Það er frábært enda eigum við að hafa metnað til að stækka enn frekar og þroskast sem borgarsamfélag og vera stórhuga í þeim efnum. Auknum íbúafjölda og fleiri gestum má samt ekki fylgja samhliða vöxtur í bílaumferð. Við verðum að slíta þau línulegu tengsl enda í raun löngu komin upp fyrir þau efri mörk um hvað gæti talist eðlilegt magn bílaumferðar. Í upphafi árs legg ég því til einfalt markmið. Sammælumst um að metið frá árinu 2019 fái að standa sem mælikvarði um það magn bílaumferðar sem við erum tilbúin að sætta okkur við á höfuðborgarsvæðinu. Öll aukning í umstangi og flakki sem fylgja muni fleiri íbúum og gestum verði mætt með öðrum ferðamátum og breyttum ferðavenjum. Við vitum hvað þarf til og hvaða lausnir tryggja aukna skilvirkni og draga úr mengun. Þar eru öflugar almenningssamgöngur, með Borgarlínuna í fararbroddi, það allra mikilvægasta. Ég vil þó ekki að þetta misskiljist sem innantómt huglægt markmið sem við eigum hvert og eitt að tileinka okkur. Þvert á móti tel ég að innleiða eigi slíkt markmið sem bindandi stjórntæki í allri ákvarðanatöku um þróun og vöxt borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Að allar stórar framkvæmdir séu metnar út frá því að bílaumferð aukist ekki vegna þeirra og/eða að framkvæmdir sem óhjákvæmilega leiða af sér aukningu verði mætt með aðgerðum til að draga úr umferð á öðrum svæðum svo heildarmagn bílaumferðarinnar haldist undir skilgreindu marki. Við verðum brjóta taktinn og koma í veg fyrir áframhaldandi vöxt bílaumferðarinnar. Þetta er sameiginlegt verkefni og þurfa bæði ríki og öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins að átta sig á sinni ábyrgð og sínu hlutverki í þessum efnum. Það er ekki eðlilegt að borg af stærð við Reykjavík skuli eiga við jafn mikinn umferðarvanda að etja og raun ber vitni. Það er ekki eðlilegt að það góða samfélag sem hér býr sætti sig við þann margþætta vanda sem af magni umferðarinnar stafar. Þetta er ekki náttúrulögmál og við getum breytt þessu. Ekki meiri bílaumferð. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Umferð Samfylkingin Reykjavík Loftgæði Bílar Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Upphafsatriði áramótaskaupsins var merkileg staðfesting á því hve umferðarmál höfuðborgarsvæðisins eru hugleikin landsmönnum. Ömurlegar samgöngur sungu okkar ástkærustu leikarar á meðan myndskot af götum borgarinnar stapp fullum af bílum runnu yfir skjáinn. Bílarnir fylltu út í hvern ramma sjónvarpsins rétt eins og þeir fylla vit okkar af mengun og svifryki frá degi til dags. Í kjölfar þessarar skemmtilegu hugvekju hafa fyrstu dagar ársins verið undirokaðir af einhverri verstu mengun vegna bílaumferðar sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðinu. Yfir okkur hefur hangið gul viðvörun, ekki vegna veðursins sem hefur í raun verið dásamlegt þrátt fyrir kuldann. Viðvörunin snýr að hinni gulu köfnunardíoxíðsþokusem liggur yfir öllu og hindrar okkar öll frá því að njóta veðurblíðunnar sem skyldi. Nú þegar hafa skilgreind viðmið um heimila hámarksmengun innan hvers árs verið rofin. Á fimm dögum. Tíðin er erfið, því verður ekki neitað - að sitja í volgum bílnum fremur en að feta slóð misjafnlega vel ruddra göngu- eða hjólastíga í kuldanum er skiljanlegt val. Ef val skyldi kalla. Margir gera grín að máttlausum tilraunum Reykjavíkurborgar til að hvetja fólk til að skilja bílinn eftir heima en skilja svo bílinn eftir í lausagangi svo hann kólni ekki rétt á meðan skotist er inn að sækja barnið sem ekki fékk að fara út að leika þennan daginn, ekki fremur en í gær, vegna mengunar. Ættum við kannski frekar að takmarka fjölda bíla en banna útivist á dögum sem þessum? Nú í vikunni birti Vegagerðin tölfræði um bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2022. Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu jókst frá 2021 um 1,6% en náði þó ekki metinu frá árinu 2019. Ástæðan fyrir því að umferð hefur ekki aukist síðan þá ætti að vera öllum ljós en við vorum ansi nærri því að slá metið í fyrra. Samt var fyrri hluti ársins talsvert litaður af covid. Miðað við vöxtinn í umferðinni síðasta árið sitjum við því miður væntanlega uppi með mengunina út þennan veturinn og ég er ansi hræddur um að næstu ár verði lituð gulri slikju að vetrarlagi. Spurningin sem vakir fyrir mér þessa dagana er því hvenær er nóg nóg? Hversu mikla bílaumferð ætlum við að leyfa? Hversu mikið pláss ætlum við að leyfa gatnakerfinu að taka. Hversu marga daga á ári ætlum við að sætta okkur við að börnin okkar komist ekki út að leika vegna mengunar? Hversu mörg ótímabær dauðsföll á ári vegna mengunar frá bílaumferðinni ætlum við að sætta okkur við? Okkur fjölgar hratt hér á höfuðborgarsvæðinu og blessunarlega hefur ferðamannaiðnaðurinn tekið vel við sér að nýju. Það er frábært enda eigum við að hafa metnað til að stækka enn frekar og þroskast sem borgarsamfélag og vera stórhuga í þeim efnum. Auknum íbúafjölda og fleiri gestum má samt ekki fylgja samhliða vöxtur í bílaumferð. Við verðum að slíta þau línulegu tengsl enda í raun löngu komin upp fyrir þau efri mörk um hvað gæti talist eðlilegt magn bílaumferðar. Í upphafi árs legg ég því til einfalt markmið. Sammælumst um að metið frá árinu 2019 fái að standa sem mælikvarði um það magn bílaumferðar sem við erum tilbúin að sætta okkur við á höfuðborgarsvæðinu. Öll aukning í umstangi og flakki sem fylgja muni fleiri íbúum og gestum verði mætt með öðrum ferðamátum og breyttum ferðavenjum. Við vitum hvað þarf til og hvaða lausnir tryggja aukna skilvirkni og draga úr mengun. Þar eru öflugar almenningssamgöngur, með Borgarlínuna í fararbroddi, það allra mikilvægasta. Ég vil þó ekki að þetta misskiljist sem innantómt huglægt markmið sem við eigum hvert og eitt að tileinka okkur. Þvert á móti tel ég að innleiða eigi slíkt markmið sem bindandi stjórntæki í allri ákvarðanatöku um þróun og vöxt borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Að allar stórar framkvæmdir séu metnar út frá því að bílaumferð aukist ekki vegna þeirra og/eða að framkvæmdir sem óhjákvæmilega leiða af sér aukningu verði mætt með aðgerðum til að draga úr umferð á öðrum svæðum svo heildarmagn bílaumferðarinnar haldist undir skilgreindu marki. Við verðum brjóta taktinn og koma í veg fyrir áframhaldandi vöxt bílaumferðarinnar. Þetta er sameiginlegt verkefni og þurfa bæði ríki og öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins að átta sig á sinni ábyrgð og sínu hlutverki í þessum efnum. Það er ekki eðlilegt að borg af stærð við Reykjavík skuli eiga við jafn mikinn umferðarvanda að etja og raun ber vitni. Það er ekki eðlilegt að það góða samfélag sem hér býr sætti sig við þann margþætta vanda sem af magni umferðarinnar stafar. Þetta er ekki náttúrulögmál og við getum breytt þessu. Ekki meiri bílaumferð. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar