Beitir þú ofbeldi? Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 23. desember 2022 11:01 Fyrir mörgum árum ég eyddi kvöldstundum í spjalli með einstakling sem ég trúði að væri sammála mér, spjallið fór oft út í þá sálma hvað fólk sem beitti ofbeldi væri hræðilegt, þessi einstaklingur hafði stór orð um það hvað þau ættu skilið svartholið. Líklega átti það ekki við hann þegar „stóri dómurinn“ féll og Litla Hraun varð vistarveran í nokkur ár eftir hrottalegt og gróft ofbeldi á fjölskyldumeðlim. Jólin, hátíð barnanna er á morgun, með mikilli eftirvæntingu bíða þau, hver klukkustund er lengi að líða, spenna og kvíði einkennir líðan þeirra. Því miður eru það börn sem hugsa með sér hvernig skyldu jólin verða í ár, skyldi einhver brjóta húsgögn, meiða mig eða verða svo drukkin og allt verði brjálað. Við fullorðna fólkið skiptum miklu máli ekki síst á þessum stundum, okkar viðmót, viðhorf og skilningur að leggja til hliðar eigið egó og setja sig í spor barnanna á heimilinu. Streita fullorðinna að hafa allt fínt og flott á jólunum, samkvæmt hefðinni, útlitinu út á við, skömmin að eiga ekki „nógu flott“ vera eftirtektarverð á samfélagsmiðlum, fá sem flestu LIKE og deilingar. Streitan fer í taugakerfið og við missum stjórn á eigin orðum og gjörðum, gagnvart þeim sem síst skildu, börnunum! Öskrum, rífumst, kennum þeim um að hafa gert eitthvað sem orsakar að við stóðumst ekki samkeppnina, að við stóðumst ekki væntingar annarra, með öðrum orðum þá bitnar streitan á börnunum. Álag sem við mörg hver setjum á okkur sjálf, með vinnu, ræktinni, verslun, skapar þreytu og fjárhagsáhyggjur, allir gera kröfu um eitthvað fallegt, ekki bara kerti og spil, við sprengjum okkur í þenslunni, glímum síðan við stóran kvíðahnút að ná endum saman. Mig langar að biðja þig um að hugleiða hvað skiptir máli. Hugsaðu um það í enda dagsins er það brotin jólakúla, mjólkurpollur á gólfinu, óhreinn þvottur, ruslið enn í forstofunni ástæða þess að verða reið, ill og skammast. Er það þess virði að missa stjórn á skapi sínu, láta það bitna á börnum, með því að leggja hendur á heimilisfólk, öskra, láta orð sem særa inn í hjartað og grær seint, jafnvel orsakar að þau flýja heimilið á aðfangadagskvöld? Er þetta þess virði að vera stjórnlaus, vegna þess að þannig hefur það alltaf verið, þannig var það heima hjá þér þegar þú varst yngri, þau eiga þetta svo skilið, það ert bara þú sem átt bágt! Höfum það hugfast að sum börn geta ekki flúið þessar aðstæður og búa jafnvel við þær í mörg ár. Enginn gerir neitt, þó svo það heyrist milli veggja. Mig langar að biðja þig að leiða hugann að því að börn sem búa við ofbeldi sama af hvaða meiði það er og þau hljóta alvarlegan skaða fyrir lífstíð. Því fyrr sem við grípum inn í aðstæður þeirra og styrkjum þau í þessari flóknu og ósanngjörnu stöðu því bærilegra getum við gert líf þeirra. Hér á Íslandi eru það fjölmörg börn sem búa ekki við öryggi heima hjá sér og það á jólunum sjálfum. Þessi börn eru jafnvel nágrannar þínir, í vinahópnum eða í fjölskyldunni. Þau þurfa að flýja heimilið til að hljóta ekki meiri skaða en nú er orðin. Börn sem búa við ofbeldi verða alltaf fyrir því sama hvernig á það er litið. Þau heyra, þau sjá, þau skynja og eru fljót að verða meðvirk, einnig þeim sem beita ofbeldi. Sú staðreynd er að börnum þykir vænt um gerendur þar sem þau eru nátengd þeim og telja sig skyldug að haga sér „svona“ og „hinsegin“ til að allt gangi best á heimilinu. Bara til þess eins að gerandinn verði ekki reiður, missi stjórn á skapi sínu og allt verði vont aftur! Augnablikið þar sem allt er í lagi heima og það lítur út fyrir að allir séu bestu vinir getur breyst við eitt hóst eða orð. Síðan skellur þetta á aftur og aftur og aftur… Gleymum því ekki að afleiðingar eftir ofbeldi sést sjaldan og ofbeldi er ekki bara líkamleg högg, marblettir og sár, ofbeldi er einnig dulið það andlega, fjárhagslega, geta sært svo alvarlega að líf liggur við. Á Íslandi eru lög, þar sem almenningi er skylt að tilkynna hafi þeir ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi, annarri vanvirðandi háttsemi ofl. Ég vil að lokum minna á heimasíðu 112.is þar sem hægt er að leita frekari upplýsinga og fræðast um ofbeldi. Úlfur í sauðagæru leynist víða, ef þú beitir ofbeldi, þá hvet ég þig til að leita þér aðstoðar! Börn bera aldrei ábyrgð á ofbeldi og það er aldrei þeim að kenna! Ég trúi á börn, vil gera allt sem ég get gert fyrir þau að bæta lífið þeirra, ég trúi börnum! Höfundur er kennari í leikskóla og frumkvöðull í forvörnum og fræðslu til barna frá leikskólaaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum ég eyddi kvöldstundum í spjalli með einstakling sem ég trúði að væri sammála mér, spjallið fór oft út í þá sálma hvað fólk sem beitti ofbeldi væri hræðilegt, þessi einstaklingur hafði stór orð um það hvað þau ættu skilið svartholið. Líklega átti það ekki við hann þegar „stóri dómurinn“ féll og Litla Hraun varð vistarveran í nokkur ár eftir hrottalegt og gróft ofbeldi á fjölskyldumeðlim. Jólin, hátíð barnanna er á morgun, með mikilli eftirvæntingu bíða þau, hver klukkustund er lengi að líða, spenna og kvíði einkennir líðan þeirra. Því miður eru það börn sem hugsa með sér hvernig skyldu jólin verða í ár, skyldi einhver brjóta húsgögn, meiða mig eða verða svo drukkin og allt verði brjálað. Við fullorðna fólkið skiptum miklu máli ekki síst á þessum stundum, okkar viðmót, viðhorf og skilningur að leggja til hliðar eigið egó og setja sig í spor barnanna á heimilinu. Streita fullorðinna að hafa allt fínt og flott á jólunum, samkvæmt hefðinni, útlitinu út á við, skömmin að eiga ekki „nógu flott“ vera eftirtektarverð á samfélagsmiðlum, fá sem flestu LIKE og deilingar. Streitan fer í taugakerfið og við missum stjórn á eigin orðum og gjörðum, gagnvart þeim sem síst skildu, börnunum! Öskrum, rífumst, kennum þeim um að hafa gert eitthvað sem orsakar að við stóðumst ekki samkeppnina, að við stóðumst ekki væntingar annarra, með öðrum orðum þá bitnar streitan á börnunum. Álag sem við mörg hver setjum á okkur sjálf, með vinnu, ræktinni, verslun, skapar þreytu og fjárhagsáhyggjur, allir gera kröfu um eitthvað fallegt, ekki bara kerti og spil, við sprengjum okkur í þenslunni, glímum síðan við stóran kvíðahnút að ná endum saman. Mig langar að biðja þig um að hugleiða hvað skiptir máli. Hugsaðu um það í enda dagsins er það brotin jólakúla, mjólkurpollur á gólfinu, óhreinn þvottur, ruslið enn í forstofunni ástæða þess að verða reið, ill og skammast. Er það þess virði að missa stjórn á skapi sínu, láta það bitna á börnum, með því að leggja hendur á heimilisfólk, öskra, láta orð sem særa inn í hjartað og grær seint, jafnvel orsakar að þau flýja heimilið á aðfangadagskvöld? Er þetta þess virði að vera stjórnlaus, vegna þess að þannig hefur það alltaf verið, þannig var það heima hjá þér þegar þú varst yngri, þau eiga þetta svo skilið, það ert bara þú sem átt bágt! Höfum það hugfast að sum börn geta ekki flúið þessar aðstæður og búa jafnvel við þær í mörg ár. Enginn gerir neitt, þó svo það heyrist milli veggja. Mig langar að biðja þig að leiða hugann að því að börn sem búa við ofbeldi sama af hvaða meiði það er og þau hljóta alvarlegan skaða fyrir lífstíð. Því fyrr sem við grípum inn í aðstæður þeirra og styrkjum þau í þessari flóknu og ósanngjörnu stöðu því bærilegra getum við gert líf þeirra. Hér á Íslandi eru það fjölmörg börn sem búa ekki við öryggi heima hjá sér og það á jólunum sjálfum. Þessi börn eru jafnvel nágrannar þínir, í vinahópnum eða í fjölskyldunni. Þau þurfa að flýja heimilið til að hljóta ekki meiri skaða en nú er orðin. Börn sem búa við ofbeldi verða alltaf fyrir því sama hvernig á það er litið. Þau heyra, þau sjá, þau skynja og eru fljót að verða meðvirk, einnig þeim sem beita ofbeldi. Sú staðreynd er að börnum þykir vænt um gerendur þar sem þau eru nátengd þeim og telja sig skyldug að haga sér „svona“ og „hinsegin“ til að allt gangi best á heimilinu. Bara til þess eins að gerandinn verði ekki reiður, missi stjórn á skapi sínu og allt verði vont aftur! Augnablikið þar sem allt er í lagi heima og það lítur út fyrir að allir séu bestu vinir getur breyst við eitt hóst eða orð. Síðan skellur þetta á aftur og aftur og aftur… Gleymum því ekki að afleiðingar eftir ofbeldi sést sjaldan og ofbeldi er ekki bara líkamleg högg, marblettir og sár, ofbeldi er einnig dulið það andlega, fjárhagslega, geta sært svo alvarlega að líf liggur við. Á Íslandi eru lög, þar sem almenningi er skylt að tilkynna hafi þeir ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi, annarri vanvirðandi háttsemi ofl. Ég vil að lokum minna á heimasíðu 112.is þar sem hægt er að leita frekari upplýsinga og fræðast um ofbeldi. Úlfur í sauðagæru leynist víða, ef þú beitir ofbeldi, þá hvet ég þig til að leita þér aðstoðar! Börn bera aldrei ábyrgð á ofbeldi og það er aldrei þeim að kenna! Ég trúi á börn, vil gera allt sem ég get gert fyrir þau að bæta lífið þeirra, ég trúi börnum! Höfundur er kennari í leikskóla og frumkvöðull í forvörnum og fræðslu til barna frá leikskólaaldri.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun