Kemstu heim um hátíð ljóss og friðar… samkenndar og kærleika? Ágúst Bjarni Garðarsson og Ósk Sigurðardóttir skrifa 22. desember 2022 07:00 Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Ferðaþjónusta fatlaðra Framsóknarflokkurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun