Gefðu barninu þínu Heillagjöf og taktu samtalið Ellen Calmon skrifar 20. desember 2022 11:00 Börnin okkar eru helstu aðgerðasinnarnir þegar kemur að því að vekja heiminn til vitundar um loftslagsvandann og mikilvægi þess að við honum sé brugðist tafarlaust. Nú er tími gjafa og yfirflóðs af auglýsingum sem segja okkur hvað við þurfum að eignast og hvað við þurfum að kaupa. Stanslaust er verið að ýta undir aukna neyslu sem veldur aukinni sóun og þar með auknum útblæstri gróðurhúsaloftegunda sem hefur bein áhrif á loftslagið. Endalaus velmegun og fleiri gjafir Þrátt fyrir að vera meðvituð um loftslagsvandann þá glepjast börnin engu síður en fullorðna fólkið. Við sem búum við vestræna velmegun þurfum mörg hver að hafa okkur öll við til að sporna gegn löngun og gervivöntun í ýmsan óþarfa. Óþarfa sem stundum er framleiddur á mjög óumhverfisvænan máta, hefur langt, dýrt og djúpt kolefnisspor. Það er stundum erfitt að segja nei. Hin hliðin, að láta sig dreyma um vel útilátna máltíð Hin hliðin eru svo það fólk og þau börn sem búa við fátækt. Fólk sem ekki hefur efni á þessum hlutum sem í sí og æ er verið að ota að okkur í auglýsingum. Fólk sem þarf og vantar nauðsynjar og jafnvel margt annað. Börn þeirra geta rétt leyft sér að dreyma um dótið en vantar mögulega föt, skó, almennilegan og næringarríkan mat. Þetta eru börn sem mögulega dreymir oftar um vel útilátna máltíð en dótagjafir. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um að við búum í samfélagi þar sem fólk býr við ólíkan kost og á Íslandi ríkir ekki sannur jöfnuður þegar kemur að lífsgæðum, fæði og húsnæði. Þar eru börnin í viðkvæmustu stöðunni en fátækt hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra. Gefðu barninu Heillagjöf og taktu samtalið Rikka og Robbi ríku eru foreldrar sem geta veitt börnum sínum allt veraldlegt. Það er mjög mikilvægt að þegar þau tala við jólasveininn að þau komi þeim skilaboðum rækilega á framfæri við Sveinka að hann gæti hófs í skógjöfum. Því það er algjörlega ómögulegt að barn sem býr við fátækt og hefur upplifað margþætta mismunun vegna þess, upplifi einnig mismunun af hálfu jólasveinsins. Ég bið því alla jólasveina, foreldra og forsjáraðila að huga að hófsemi. Barnaheill selur Heillagjafir sem eru tilvaldar gjafir til barna. Það er öllum börnum hollt að fá Heillagjöf og gott er að gjöfinni fylgi samtal. Gjöfin er í raun kort með mynd af til dæmis af ungbarnateppi eða öðru því sem verður fyrir valinu. Samtalið sem fylgir gjöfinni ætti svo að fjalla um af hverju við færum barninu okkar Heillagjöf. Því með Heillagjöf er barnið að gefa öðru barni möguleika á betra lífi. Heillagjöfin getur bjargað lífi barns, verndað barn frá ofbeldi, komið barni í stríðshrjáðu landi í öruggt skjól og svo mætti lengi telja. Þá er Heillagjöfin einnig umhverfisvæn. Gjöfina er hægt að nota til að ræða mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar okkar allra og hvernig við getum í sameiningu unnið gegn loftslagsvánni með því að endurskoða okkar eigin neyslu. Heillagjöf er vernd gegn ofbeldi á börnum og liður í loftslagsaðgerðum. Gleðilega hátíð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Hjálparstarf Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru helstu aðgerðasinnarnir þegar kemur að því að vekja heiminn til vitundar um loftslagsvandann og mikilvægi þess að við honum sé brugðist tafarlaust. Nú er tími gjafa og yfirflóðs af auglýsingum sem segja okkur hvað við þurfum að eignast og hvað við þurfum að kaupa. Stanslaust er verið að ýta undir aukna neyslu sem veldur aukinni sóun og þar með auknum útblæstri gróðurhúsaloftegunda sem hefur bein áhrif á loftslagið. Endalaus velmegun og fleiri gjafir Þrátt fyrir að vera meðvituð um loftslagsvandann þá glepjast börnin engu síður en fullorðna fólkið. Við sem búum við vestræna velmegun þurfum mörg hver að hafa okkur öll við til að sporna gegn löngun og gervivöntun í ýmsan óþarfa. Óþarfa sem stundum er framleiddur á mjög óumhverfisvænan máta, hefur langt, dýrt og djúpt kolefnisspor. Það er stundum erfitt að segja nei. Hin hliðin, að láta sig dreyma um vel útilátna máltíð Hin hliðin eru svo það fólk og þau börn sem búa við fátækt. Fólk sem ekki hefur efni á þessum hlutum sem í sí og æ er verið að ota að okkur í auglýsingum. Fólk sem þarf og vantar nauðsynjar og jafnvel margt annað. Börn þeirra geta rétt leyft sér að dreyma um dótið en vantar mögulega föt, skó, almennilegan og næringarríkan mat. Þetta eru börn sem mögulega dreymir oftar um vel útilátna máltíð en dótagjafir. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um að við búum í samfélagi þar sem fólk býr við ólíkan kost og á Íslandi ríkir ekki sannur jöfnuður þegar kemur að lífsgæðum, fæði og húsnæði. Þar eru börnin í viðkvæmustu stöðunni en fátækt hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra. Gefðu barninu Heillagjöf og taktu samtalið Rikka og Robbi ríku eru foreldrar sem geta veitt börnum sínum allt veraldlegt. Það er mjög mikilvægt að þegar þau tala við jólasveininn að þau komi þeim skilaboðum rækilega á framfæri við Sveinka að hann gæti hófs í skógjöfum. Því það er algjörlega ómögulegt að barn sem býr við fátækt og hefur upplifað margþætta mismunun vegna þess, upplifi einnig mismunun af hálfu jólasveinsins. Ég bið því alla jólasveina, foreldra og forsjáraðila að huga að hófsemi. Barnaheill selur Heillagjafir sem eru tilvaldar gjafir til barna. Það er öllum börnum hollt að fá Heillagjöf og gott er að gjöfinni fylgi samtal. Gjöfin er í raun kort með mynd af til dæmis af ungbarnateppi eða öðru því sem verður fyrir valinu. Samtalið sem fylgir gjöfinni ætti svo að fjalla um af hverju við færum barninu okkar Heillagjöf. Því með Heillagjöf er barnið að gefa öðru barni möguleika á betra lífi. Heillagjöfin getur bjargað lífi barns, verndað barn frá ofbeldi, komið barni í stríðshrjáðu landi í öruggt skjól og svo mætti lengi telja. Þá er Heillagjöfin einnig umhverfisvæn. Gjöfina er hægt að nota til að ræða mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar okkar allra og hvernig við getum í sameiningu unnið gegn loftslagsvánni með því að endurskoða okkar eigin neyslu. Heillagjöf er vernd gegn ofbeldi á börnum og liður í loftslagsaðgerðum. Gleðilega hátíð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar