Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson og skrifa 5. desember 2025 09:30 Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar