Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson og skrifa 5. desember 2025 09:30 Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni kveður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar sér hljóðs og talar um glufu. Glufu sem þarf að loka. Fyrirsögn þessa tilskrifs er vísun í millifyrirsagnir hans í grein sem birtist á þessum vettvangi þann 1. desember 2025. Og það er sennilega rétt hjá honum að tilgangurinn helgar meðalið. Hamra nógu oft á því að verið sé að loka glufum. Með því að kalla löglega útfært fyrirkomulag glufu, sem þingmenn fyrri tíma hafa rökrætt um og samþykkt, er verið að reyna að koma að þeirri hugsun að þar sé um að ræða tækifæri til misnotkunar. Með því er verið að reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu þannig að lesendur leggi mat á málflutninginn út frá orðalagi fremur en efni. Orðið er notað í pólitískum tilgangi, til að varpa ljósi á það sem notandinn vill láta breyta og ýjar að í leiðinni að sé ekki rétt fyrirkomulag – jafnvel brotlegt eða að minnsta kosti ámælisvert. Orðið er notað til að réttlæta og kalla fram stuðning við kerfis- og lagabreytingar. Á kerfum og lögum sem landsmenn þekkja og hafa áður verið leidd í lög af þingheimi með réttum hætti. Það virðist nefnilega vera svo að spunameistarar núverandi ríkisstjórnarflokka hafi fundið gullpottinn í orðræðu í aðdraganda kosninga. Engar skattahækkanir eða viðbótarálögur á „venjulegt“ fólk og fyrirtæki. Það þarf bara að loka nokkrum "glufum". Þetta er gert kerfisbundið og áform kynnt um lokun á einni og einni "glufu" í einu þannig að sem fæstir kvarti í hvert sinn. Og flestir láta sér vel líka á meðan þeir sleppa sjálfir. Þeir bera byrðarnar sem fyrir verða hverju sinni. Og flestir eru ánægðir. Það er bara verið að laga til í „kerfisglufum“ í velferðinni og regluverkinu. Talandi um kerfisglufur. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir 5,7 milljarða útgjaldalækkun ríkisins vegna fyrirhugaðrar styttingu bótatímabils atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði. Það er ljóst að þessi breyting á bótatímabili mun leggjast þungt á sveitarfélögin og mögulega félög launþega. Sveitarfélögin og verkalýðsfélögin hafa áður lagst þungt gegn tillögum að breytingum í þessa áttina. Nú heyrist lítið í verkalýðsfélögunum. Hvað veldur? Verkalýðsfélögin ætla mögulega að treysta á að sveitarfélögin grípi þennan bolta? Nema þau veigri sér við mótmælum þar sem núverandi stjórnarsamsetning hugnast þeim almennt vel og ekki sé vilji til að styggja. (Enda eins gott að fara varlega því dæmin sýna að núverandi valdhafar eru óhræddir við að sýna og beita valdi sínu). Stjórnvöld byrjuðu nefnilega á réttum enda - þeim „ofurríku“. Útgerðinni, samsköttunaraðlinum og bíleigendum. Allt eru þetta "kerfisglufur" sem verið er að "laga" - þá væntanlega öllum hinum til hagsbóta. En kannski eru verkalýðsfélögin og aðrir þeir sem eru ánægðir með að glufum sé lokað ekki ennþá búin að átta sig á plottinu, og sitja eins og froskar í potti sem verið er að hita undir? 1984? Höfundur er lögmaður.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar