Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 5. desember 2025 10:04 Þegar horft er yfir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 blasir við skýr mynd af bæjarfélagi í sókn. Sem formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sem og menningar- og ferðamálanefndar, fyllist ég stolti yfir þeim metnaði sem birtist í áætluninni sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn 3. desember. Við erum nefnilega að gera hvort tveggja í senn; að byggja upp nýtt og spennandi samfélag til framtíðar, en jafnframt að hlúa vel að þeim verðmætum sem við eigum nú þegar. Uppbygging og innviðir Framkvæmdagleðin er mikil í Hafnarfirði. Stærsta einstaka verkefnið á komandi ári er bygging Hamranesskóla, en til þess verkefnis verja bæjaryfirvöld tveimur milljörðum króna. Þetta er fjárfesting í framtíðinni og styrkir nýjasta hverfið. En við gleymum ekki grunninum. Við leggjum aukna áherslu á viðhald fasteigna og innviða bæjarins með 10% hækkun framlags til málaflokksins. Við munum halda áfram að fegra bæinn, bæta götur og stíga, og tryggja öflugan snjómokstur og hálkuvarnir. Markmiðið er skýrt: Bærinn okkar á að vera snyrtilegur, öruggur og aðlaðandi, hvort sem er í skammdeginu eða á björtum sumardögum. Menningarbærinn eflist Það er stutt á milli framkvæmda og menningar. Skýrasta dæmið um það er nýtt og glæsilegt Bókasafn Hafnarfjarðar sem opnar í verslunarmiðstöðinni Firði á vormánuðum. Þetta verður ekki bara bókasafn, heldur lifandi samkomuhús og hjartað í miðbænum. Hafnarfjörður skorar hæst allra sveitarfélaga í ánægju íbúa með menningu og við ætlum að standa undir því. Heildarframlög til menningarmála eru áætluð 890 milljónir króna. Við ætlum að stórefla viðburðahald og ætlum að skapa festu í grasrótarstarfinu með langtímasamningum við burðarása í menningarlífinu eins og Víkingahátíðina og Lúðrasveit Hafnarfjarðar auk þess að stofna nýjan kórsjóð. Björt framtíð Þessi fjárhagsáætlun er til marks um trú okkar á Hafnarfjörð. Við erum að fjárfesta í innviðunum, í umhverfinu, en fyrst og fremst í fólkinu. Við mætum nýju ári með bjartsýni, ábyrgð og krafti. Hafnarfjörður er bær í blóma. Höfundur er bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 blasir við skýr mynd af bæjarfélagi í sókn. Sem formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sem og menningar- og ferðamálanefndar, fyllist ég stolti yfir þeim metnaði sem birtist í áætluninni sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn 3. desember. Við erum nefnilega að gera hvort tveggja í senn; að byggja upp nýtt og spennandi samfélag til framtíðar, en jafnframt að hlúa vel að þeim verðmætum sem við eigum nú þegar. Uppbygging og innviðir Framkvæmdagleðin er mikil í Hafnarfirði. Stærsta einstaka verkefnið á komandi ári er bygging Hamranesskóla, en til þess verkefnis verja bæjaryfirvöld tveimur milljörðum króna. Þetta er fjárfesting í framtíðinni og styrkir nýjasta hverfið. En við gleymum ekki grunninum. Við leggjum aukna áherslu á viðhald fasteigna og innviða bæjarins með 10% hækkun framlags til málaflokksins. Við munum halda áfram að fegra bæinn, bæta götur og stíga, og tryggja öflugan snjómokstur og hálkuvarnir. Markmiðið er skýrt: Bærinn okkar á að vera snyrtilegur, öruggur og aðlaðandi, hvort sem er í skammdeginu eða á björtum sumardögum. Menningarbærinn eflist Það er stutt á milli framkvæmda og menningar. Skýrasta dæmið um það er nýtt og glæsilegt Bókasafn Hafnarfjarðar sem opnar í verslunarmiðstöðinni Firði á vormánuðum. Þetta verður ekki bara bókasafn, heldur lifandi samkomuhús og hjartað í miðbænum. Hafnarfjörður skorar hæst allra sveitarfélaga í ánægju íbúa með menningu og við ætlum að standa undir því. Heildarframlög til menningarmála eru áætluð 890 milljónir króna. Við ætlum að stórefla viðburðahald og ætlum að skapa festu í grasrótarstarfinu með langtímasamningum við burðarása í menningarlífinu eins og Víkingahátíðina og Lúðrasveit Hafnarfjarðar auk þess að stofna nýjan kórsjóð. Björt framtíð Þessi fjárhagsáætlun er til marks um trú okkar á Hafnarfjörð. Við erum að fjárfesta í innviðunum, í umhverfinu, en fyrst og fremst í fólkinu. Við mætum nýju ári með bjartsýni, ábyrgð og krafti. Hafnarfjörður er bær í blóma. Höfundur er bæjarfulltrúi.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun