Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson og Örn Pálsson skrifa 5. desember 2025 14:45 Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun