Gefðu barninu þínu Heillagjöf og taktu samtalið Ellen Calmon skrifar 20. desember 2022 11:00 Börnin okkar eru helstu aðgerðasinnarnir þegar kemur að því að vekja heiminn til vitundar um loftslagsvandann og mikilvægi þess að við honum sé brugðist tafarlaust. Nú er tími gjafa og yfirflóðs af auglýsingum sem segja okkur hvað við þurfum að eignast og hvað við þurfum að kaupa. Stanslaust er verið að ýta undir aukna neyslu sem veldur aukinni sóun og þar með auknum útblæstri gróðurhúsaloftegunda sem hefur bein áhrif á loftslagið. Endalaus velmegun og fleiri gjafir Þrátt fyrir að vera meðvituð um loftslagsvandann þá glepjast börnin engu síður en fullorðna fólkið. Við sem búum við vestræna velmegun þurfum mörg hver að hafa okkur öll við til að sporna gegn löngun og gervivöntun í ýmsan óþarfa. Óþarfa sem stundum er framleiddur á mjög óumhverfisvænan máta, hefur langt, dýrt og djúpt kolefnisspor. Það er stundum erfitt að segja nei. Hin hliðin, að láta sig dreyma um vel útilátna máltíð Hin hliðin eru svo það fólk og þau börn sem búa við fátækt. Fólk sem ekki hefur efni á þessum hlutum sem í sí og æ er verið að ota að okkur í auglýsingum. Fólk sem þarf og vantar nauðsynjar og jafnvel margt annað. Börn þeirra geta rétt leyft sér að dreyma um dótið en vantar mögulega föt, skó, almennilegan og næringarríkan mat. Þetta eru börn sem mögulega dreymir oftar um vel útilátna máltíð en dótagjafir. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um að við búum í samfélagi þar sem fólk býr við ólíkan kost og á Íslandi ríkir ekki sannur jöfnuður þegar kemur að lífsgæðum, fæði og húsnæði. Þar eru börnin í viðkvæmustu stöðunni en fátækt hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra. Gefðu barninu Heillagjöf og taktu samtalið Rikka og Robbi ríku eru foreldrar sem geta veitt börnum sínum allt veraldlegt. Það er mjög mikilvægt að þegar þau tala við jólasveininn að þau komi þeim skilaboðum rækilega á framfæri við Sveinka að hann gæti hófs í skógjöfum. Því það er algjörlega ómögulegt að barn sem býr við fátækt og hefur upplifað margþætta mismunun vegna þess, upplifi einnig mismunun af hálfu jólasveinsins. Ég bið því alla jólasveina, foreldra og forsjáraðila að huga að hófsemi. Barnaheill selur Heillagjafir sem eru tilvaldar gjafir til barna. Það er öllum börnum hollt að fá Heillagjöf og gott er að gjöfinni fylgi samtal. Gjöfin er í raun kort með mynd af til dæmis af ungbarnateppi eða öðru því sem verður fyrir valinu. Samtalið sem fylgir gjöfinni ætti svo að fjalla um af hverju við færum barninu okkar Heillagjöf. Því með Heillagjöf er barnið að gefa öðru barni möguleika á betra lífi. Heillagjöfin getur bjargað lífi barns, verndað barn frá ofbeldi, komið barni í stríðshrjáðu landi í öruggt skjól og svo mætti lengi telja. Þá er Heillagjöfin einnig umhverfisvæn. Gjöfina er hægt að nota til að ræða mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar okkar allra og hvernig við getum í sameiningu unnið gegn loftslagsvánni með því að endurskoða okkar eigin neyslu. Heillagjöf er vernd gegn ofbeldi á börnum og liður í loftslagsaðgerðum. Gleðilega hátíð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Hjálparstarf Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru helstu aðgerðasinnarnir þegar kemur að því að vekja heiminn til vitundar um loftslagsvandann og mikilvægi þess að við honum sé brugðist tafarlaust. Nú er tími gjafa og yfirflóðs af auglýsingum sem segja okkur hvað við þurfum að eignast og hvað við þurfum að kaupa. Stanslaust er verið að ýta undir aukna neyslu sem veldur aukinni sóun og þar með auknum útblæstri gróðurhúsaloftegunda sem hefur bein áhrif á loftslagið. Endalaus velmegun og fleiri gjafir Þrátt fyrir að vera meðvituð um loftslagsvandann þá glepjast börnin engu síður en fullorðna fólkið. Við sem búum við vestræna velmegun þurfum mörg hver að hafa okkur öll við til að sporna gegn löngun og gervivöntun í ýmsan óþarfa. Óþarfa sem stundum er framleiddur á mjög óumhverfisvænan máta, hefur langt, dýrt og djúpt kolefnisspor. Það er stundum erfitt að segja nei. Hin hliðin, að láta sig dreyma um vel útilátna máltíð Hin hliðin eru svo það fólk og þau börn sem búa við fátækt. Fólk sem ekki hefur efni á þessum hlutum sem í sí og æ er verið að ota að okkur í auglýsingum. Fólk sem þarf og vantar nauðsynjar og jafnvel margt annað. Börn þeirra geta rétt leyft sér að dreyma um dótið en vantar mögulega föt, skó, almennilegan og næringarríkan mat. Þetta eru börn sem mögulega dreymir oftar um vel útilátna máltíð en dótagjafir. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um að við búum í samfélagi þar sem fólk býr við ólíkan kost og á Íslandi ríkir ekki sannur jöfnuður þegar kemur að lífsgæðum, fæði og húsnæði. Þar eru börnin í viðkvæmustu stöðunni en fátækt hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra. Gefðu barninu Heillagjöf og taktu samtalið Rikka og Robbi ríku eru foreldrar sem geta veitt börnum sínum allt veraldlegt. Það er mjög mikilvægt að þegar þau tala við jólasveininn að þau komi þeim skilaboðum rækilega á framfæri við Sveinka að hann gæti hófs í skógjöfum. Því það er algjörlega ómögulegt að barn sem býr við fátækt og hefur upplifað margþætta mismunun vegna þess, upplifi einnig mismunun af hálfu jólasveinsins. Ég bið því alla jólasveina, foreldra og forsjáraðila að huga að hófsemi. Barnaheill selur Heillagjafir sem eru tilvaldar gjafir til barna. Það er öllum börnum hollt að fá Heillagjöf og gott er að gjöfinni fylgi samtal. Gjöfin er í raun kort með mynd af til dæmis af ungbarnateppi eða öðru því sem verður fyrir valinu. Samtalið sem fylgir gjöfinni ætti svo að fjalla um af hverju við færum barninu okkar Heillagjöf. Því með Heillagjöf er barnið að gefa öðru barni möguleika á betra lífi. Heillagjöfin getur bjargað lífi barns, verndað barn frá ofbeldi, komið barni í stríðshrjáðu landi í öruggt skjól og svo mætti lengi telja. Þá er Heillagjöfin einnig umhverfisvæn. Gjöfina er hægt að nota til að ræða mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar okkar allra og hvernig við getum í sameiningu unnið gegn loftslagsvánni með því að endurskoða okkar eigin neyslu. Heillagjöf er vernd gegn ofbeldi á börnum og liður í loftslagsaðgerðum. Gleðilega hátíð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun