Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 5. desember 2025 07:15 Víða í samfélaginu okkar má finna öfluga sjálfboðaliða. Við skulum alltaf hugsa hlýtt til þeirra og þakka fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag til samfélagsins. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1985 að tileinka skyldi 5. desember ár hvert sjálfboðaliðum. Ekki aðeins til að hampa þeim og vekja athygli á mikilvægi þeirra, heldur einnig til að hvetja til aukinnar þátttöku í sjálfboðaliðastarfi. Mín reynsla sem sjálfboðaliði hefur fyrst og fremst verið á vettvangi ungmennafélagshreyfingarinnar, þar sem sjálfboðaliðar gegna algjöru lykilhlutverki. Þeir sitja í stjórnum félaga, standa sjoppuvaktina, þeir sinna dómgæslu, þeir eru á ritaraborðinu, þeir eru í gæslu og svo lengi mætti áfram telja. Ef ekki væri fyrir þá væri t.d. mótahald nær ógerlegt. Margar af mínum bestu stundum innan ungmennafélagshreyfingarinnar hafa einmitt verið við framkvæmd móta. Hvergi skín hinn eini sanni og frábæri ungmennafélagsandi eins skært og þegar sjálfboðaliðar koma saman. Sjálfboðaliðar í mínum huga standa fyrir samstöðu, kraft og vilja til að láta hlutina ganga eins og best verður á kosið. Hér eru nokkrar tillögur frá mér til þín: Næst þegar þú ferð á íþróttaviðburð, staldraðu við og hugsaðu hvernig viðburðurinn væri án sjálfboðaliða. Næst þegar þú ferð að fylgjast með barninu þínu keppa og finnst dómarinn kannski ekki dæma rétt, hugsaðu hvernig væri þessi leikur án dómara? Dómarinn er mjög líklega að gefa vinnu sína, tíma og er að gera sitt besta. Ég hvet þig lesandi góður til að staldra við á næsta íþróttaviðburði sem þú ferð á og hrósa a.m.k. einum sjálfboðaliða og þakka fyrir framlagið. Staðreyndin er sú að sjálfboðaliðar skipta samfélagið okkar ótrúlega miklu máli, við þurfum að hvetja þá áfram til dáða og tryggja að starfsumhverfi þeirra sem gefa af sér í sjálfboðaliðastarfi sé sem best. Það gerum við meðal annars með þakklæti, hvatningu og hlýju. Það að vera sjálfboðaliði snýst ekki bara um að gefa vinnuframlag, félagslegi þátturinn er einnig mjög sterkur þar sem fólk vinnur saman sem ein heild að settu marki. Ég hvet þig lesandi góður til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi og gefa þar með af þér til samfélagsins, því þeir sem sinna sjálfboðaliðastarfi eru skv. niðurstöðum rannsókna hamingjusamari einstaklingar heldur en þeir sem ekki sinna því. Sjálfboðaliðinn er því það dýrmætasta og mikilvægasta sem við eigum í okkar samfélagi og þeir eru aldrei of margir! Sjálfboðaliðar! Ykkar ómetanlega og óeigingjarna framlag til samfélagsins verður aldrei metið til fulls. Til hamingju með daginn, takk fyrir ykkur! Höfundur situr í varastjórn Ungmennafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Víða í samfélaginu okkar má finna öfluga sjálfboðaliða. Við skulum alltaf hugsa hlýtt til þeirra og þakka fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag til samfélagsins. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1985 að tileinka skyldi 5. desember ár hvert sjálfboðaliðum. Ekki aðeins til að hampa þeim og vekja athygli á mikilvægi þeirra, heldur einnig til að hvetja til aukinnar þátttöku í sjálfboðaliðastarfi. Mín reynsla sem sjálfboðaliði hefur fyrst og fremst verið á vettvangi ungmennafélagshreyfingarinnar, þar sem sjálfboðaliðar gegna algjöru lykilhlutverki. Þeir sitja í stjórnum félaga, standa sjoppuvaktina, þeir sinna dómgæslu, þeir eru á ritaraborðinu, þeir eru í gæslu og svo lengi mætti áfram telja. Ef ekki væri fyrir þá væri t.d. mótahald nær ógerlegt. Margar af mínum bestu stundum innan ungmennafélagshreyfingarinnar hafa einmitt verið við framkvæmd móta. Hvergi skín hinn eini sanni og frábæri ungmennafélagsandi eins skært og þegar sjálfboðaliðar koma saman. Sjálfboðaliðar í mínum huga standa fyrir samstöðu, kraft og vilja til að láta hlutina ganga eins og best verður á kosið. Hér eru nokkrar tillögur frá mér til þín: Næst þegar þú ferð á íþróttaviðburð, staldraðu við og hugsaðu hvernig viðburðurinn væri án sjálfboðaliða. Næst þegar þú ferð að fylgjast með barninu þínu keppa og finnst dómarinn kannski ekki dæma rétt, hugsaðu hvernig væri þessi leikur án dómara? Dómarinn er mjög líklega að gefa vinnu sína, tíma og er að gera sitt besta. Ég hvet þig lesandi góður til að staldra við á næsta íþróttaviðburði sem þú ferð á og hrósa a.m.k. einum sjálfboðaliða og þakka fyrir framlagið. Staðreyndin er sú að sjálfboðaliðar skipta samfélagið okkar ótrúlega miklu máli, við þurfum að hvetja þá áfram til dáða og tryggja að starfsumhverfi þeirra sem gefa af sér í sjálfboðaliðastarfi sé sem best. Það gerum við meðal annars með þakklæti, hvatningu og hlýju. Það að vera sjálfboðaliði snýst ekki bara um að gefa vinnuframlag, félagslegi þátturinn er einnig mjög sterkur þar sem fólk vinnur saman sem ein heild að settu marki. Ég hvet þig lesandi góður til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi og gefa þar með af þér til samfélagsins, því þeir sem sinna sjálfboðaliðastarfi eru skv. niðurstöðum rannsókna hamingjusamari einstaklingar heldur en þeir sem ekki sinna því. Sjálfboðaliðinn er því það dýrmætasta og mikilvægasta sem við eigum í okkar samfélagi og þeir eru aldrei of margir! Sjálfboðaliðar! Ykkar ómetanlega og óeigingjarna framlag til samfélagsins verður aldrei metið til fulls. Til hamingju með daginn, takk fyrir ykkur! Höfundur situr í varastjórn Ungmennafélags Íslands.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun