Framsóknarleiðin við stjórnarskrárbreytingar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 20. október 2022 08:30 Síðustu ár hefur mikið verið deilt um breytingar á stjórnarskránni, sitt sýnist hverjum í þeim málum og engin hefur verið niðurstaðan. Við höfum aðila hér í samfélaginu sem vilja engar breytingar gera og þá höfum við háværan hóp sem talar um hina „nýju stjórnarskrá“ og sættir sig við ekkert minna. Á meðan heldur hinn þögli hópur á miðjunni sig til hlés vegna ótta um að dragast inn í öfgafullar umræður sem hann nennir ekki að standa í. Ekkert hefur rekið eða gengið í umræðum um stjórnarskrárbreytingar jafnvel þó að heiðarlegar tilraunir hafi verið gerðar til þess að bæta við mikilvægum ákvæðum. Það þarf að höggva á hnútinn Tíu ár eru liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla að nýrri stjórnarskrá fór fram, og staðreyndin er sú að ekki var tekin afstaða um þá atkvæðagreiðslu á Alþingi á þeim tíma. Um hvers vegna það var ekki gert er hægt að deila um til eilífðar. En í staðinn fyrir að halda áfram að deila fram og til baka um „hina nýju stjórnarskrá“ næstu tíu ár án þess að nokkuð þokist áfram þurfum við að finna leið til þess að halda áfram. Staðreyndin er sú að hin „nýja stjórnarskrá“ nýtur ekki vinsælda, það hafa niðurstöður kosninga til Alþingis borið með sér. Fyrir einhverja er þetta erfiður biti að kyngja en eina leiðin áfram er að stíga út úr bergmálshellinum og tala saman. Framsóknarleiðin hefur gefist vel í íslenskum stjórnmálum, það er að mætast á miðjunni og ná samtali um þau atriði sem við erum sammála um. Framsóknarleiðin grundvallast á samvinnuhugsjóninni; að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman og aukið styrk sinn. En samvinna byggist ekki aðeins á trausti milli aðila heldur einnig á góðum og málefnalegum umræðum sem leiðar til farsælla niðurstaðna. Við erum sammála um auðlindaákvæði Samkvæmt niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir tíu árum vildu fleiri aðilar fá inn auðlindaákvæði í stjórnarskránna heldur en að leggja tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Staðan hefur lítið breyst með það, staðreyndin er sú að mikill meirihluti Íslendinga vill auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Íslenska þjóðin vill að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Hér erum við með atriðið sem flest allir eru sammála um og með samvinnuhugsjónina að vopni ættum við að geta leitað leiða til þess að koma þessu mikilvæga ákvæði inn í stjórnarskrá lýðveldisins í stað þess að grafa skotgrafir á sitthvorum endanum. Við getum byrjað á þessu mikilvæga ákvæði og síðan haldið áfram með samtalið, því við vitum að með stöðnun leysast engin mál. Framtíðin ræðst á miðjunni Við í Framsókn skorumst ekki undan þegar kemur að mikilvægum breytingum á stjórnarskránni, en við höfnum öllum öfgum hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri. Framtíðin er á miðjunni og þar getum við sameinast um að koma mikilvægum málum áfram. Þjóðinni allri til heilla. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur mikið verið deilt um breytingar á stjórnarskránni, sitt sýnist hverjum í þeim málum og engin hefur verið niðurstaðan. Við höfum aðila hér í samfélaginu sem vilja engar breytingar gera og þá höfum við háværan hóp sem talar um hina „nýju stjórnarskrá“ og sættir sig við ekkert minna. Á meðan heldur hinn þögli hópur á miðjunni sig til hlés vegna ótta um að dragast inn í öfgafullar umræður sem hann nennir ekki að standa í. Ekkert hefur rekið eða gengið í umræðum um stjórnarskrárbreytingar jafnvel þó að heiðarlegar tilraunir hafi verið gerðar til þess að bæta við mikilvægum ákvæðum. Það þarf að höggva á hnútinn Tíu ár eru liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla að nýrri stjórnarskrá fór fram, og staðreyndin er sú að ekki var tekin afstaða um þá atkvæðagreiðslu á Alþingi á þeim tíma. Um hvers vegna það var ekki gert er hægt að deila um til eilífðar. En í staðinn fyrir að halda áfram að deila fram og til baka um „hina nýju stjórnarskrá“ næstu tíu ár án þess að nokkuð þokist áfram þurfum við að finna leið til þess að halda áfram. Staðreyndin er sú að hin „nýja stjórnarskrá“ nýtur ekki vinsælda, það hafa niðurstöður kosninga til Alþingis borið með sér. Fyrir einhverja er þetta erfiður biti að kyngja en eina leiðin áfram er að stíga út úr bergmálshellinum og tala saman. Framsóknarleiðin hefur gefist vel í íslenskum stjórnmálum, það er að mætast á miðjunni og ná samtali um þau atriði sem við erum sammála um. Framsóknarleiðin grundvallast á samvinnuhugsjóninni; að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman og aukið styrk sinn. En samvinna byggist ekki aðeins á trausti milli aðila heldur einnig á góðum og málefnalegum umræðum sem leiðar til farsælla niðurstaðna. Við erum sammála um auðlindaákvæði Samkvæmt niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir tíu árum vildu fleiri aðilar fá inn auðlindaákvæði í stjórnarskránna heldur en að leggja tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Staðan hefur lítið breyst með það, staðreyndin er sú að mikill meirihluti Íslendinga vill auðlindaákvæði í stjórnarskránna. Íslenska þjóðin vill að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Hér erum við með atriðið sem flest allir eru sammála um og með samvinnuhugsjónina að vopni ættum við að geta leitað leiða til þess að koma þessu mikilvæga ákvæði inn í stjórnarskrá lýðveldisins í stað þess að grafa skotgrafir á sitthvorum endanum. Við getum byrjað á þessu mikilvæga ákvæði og síðan haldið áfram með samtalið, því við vitum að með stöðnun leysast engin mál. Framtíðin ræðst á miðjunni Við í Framsókn skorumst ekki undan þegar kemur að mikilvægum breytingum á stjórnarskránni, en við höfnum öllum öfgum hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri. Framtíðin er á miðjunni og þar getum við sameinast um að koma mikilvægum málum áfram. Þjóðinni allri til heilla. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun