Theodór Elmar: Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða Sverrir Mar Smárason skrifar 11. september 2022 16:58 Theodór Elmar Bjarnason átti góðan leik í liði KR í dag. Vísir/Hulda Margrét KR vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í dag og tryggði sig þar með í efri hluta umspilið. Theodór Elmar átti góðan leik í liði KR og segir sigurinn mikilvægan fyrir félagið. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum. Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Sjá meira
„Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum.
Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Sjá meira
Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14