Eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni Willum Þór Þórsson skrifar 6. september 2022 08:00 Endurhæfing er einn mikilvægasti hluti heilbrigðisþjónustu. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins alls. Snemmtæk íhlutun er kall og svar tímans því það er vaxandi fjöldi einstaklinga sem mun þurfa á einhverskonar endurhæfingu að halda á lífsleiðinni. Heilbrigðisráðuneytið gaf út fimm ára aðgerðaáætlun um heilbrigðistengda endurhæfingu árið 2021. Þegar áætlunin var sett í samráðsgátt stjórnvalda bárust yfir 50 umsagnir sem endurspegla mikilvægi þessa málaflokks og ótal marga snertifleti hans við heilbrigðiskerfið og líf fjölmargra Íslendinga. Erum öll á sama báti Þörfin fyrir endurhæfingu eykst með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og vaxandi lífaldri þjóða þar sem sjúkdómsbyrði einstaklinga eykst með aldrinum. Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er þriðjungur jarðarbúa með heilsufarsástand sem þarfnast endurhæfingar sem fyrstu meðferð. Þannig má draga úr stigmagnandi þörf á heilbrigðisþjónustu sem getur verið bæði íþyngjandi og kostnaðarsöm. Í þessu samhengi er stoðkerfisvandi efstur á blaði en aðrir sjúkdómsflokkar vega einnig þungt eins og vandi tengdum taugakerfi, skilningarvitum og geði. Við getum öll orðið veik, lent í slysi, orðið fyrir áfalli eða öðru sem veldur færniskerðingu sem takast þarf á við með endurhæfingu. Í þessu samhengi erum við sannarlega öll á sama báti. Endurhæfing á heima á öllum stigum heilbrigðiskerfisins og hún krefst þverfaglegrar aðkomu sem nær út fyrir ramma heilbrigðiskerfisins eins og við þekkjum hann í dag. Því er mikilvægt er að önnur þjónusta og úrræði tengist á skilvirkan hátt inn í viðeigandi endurhæfingu. Ástæður þess að endurhæfingar er þörf eru yfirleitt heilbrigðistengdar og úrræðin eftir því. Endurhæfing kallar á aðkomu fjölmargra heilbrigðisstétta sem er þungamiðjan en úrræði á vegum félagsþjónustu, atvinnulífs og menntakerfis mynda órofa heild. Í samþættingu þessara þátta felast áskoranir um skipulag og samtal þvert á ráðuneyti, stofnanir, fyrirtæki og sveitafélög. Endurhæfingarráð Heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra hafa tekið höndum saman og skipað endurhæfingarráð til að auka samþættingu, bæta skipulag og auka gæði þjónustu. Ráðinu er meðal annars ætlað að ná betur utan um mismunandi tegundir endurhæfingar, samræma skilgreiningar, skýra tilgang og setja mælanleg markmið um endurhæfingu. Ráðið fylgist með alþjóðlegri þróun og þekkingu og er ráðherrum til ráðgjafar um málefni og stefnumótun tengd endurhæfingu. Einnig er endurhæfingarráði ætlað að tryggja innleiðingu mikilvægra aðgerða í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins sem eru á forræði beggja ráðuneyta. Sem dæmi má nefna aðgerðir sem varða samræmt flokkunarkerfi, matskerfi og tilvísunarkerfi. Það er vegna þess að endurhæfingarþörf einstaklinga þarf að meta á líf-, sál- og félagsfræðilegan máta til að geta gert raunhæfa og markvissa endurhæfingaráætlun þvert á kerfi sem er til þess fallin að bæta heilsu og færni einstaklingsins. Endurhæfing er eins misjöfn og einstaklingarnir í endurhæfingarþörf eru margir. Endurhæfing getur skilað sigrum sem ekki má vanmeta og geta skipt sköpum fyrir einstaklinginn. Endurhæfing getur líka skipt sköpum fyrir samfélagið þar sem m.a. ótímabært brottfall úr námi eða vinnu getur haft margföldunaráhrif til hins verra á heilsu einstaklingsins, hans nánustu ættingja og aukið kostnað heilbrigðiskerfisins að ósekju. Ekki er síður mikilvægt hvernig endurhæfing nýtist auknum fjölda aldraðra einstaklinga til að endurheimta eða viðhalda færni sinni og þannig sjálfstæði sínu, lífsgæðum og virkni í samfélaginu. Fjárfest til framtíðar Endurhæfing getur verið mjög sérhæfð og krafist alls þess sem hátæknisjúkrahús hafa upp á að bjóða. Endurhæfing krefst þekkingar, tækninýjunga, þverfaglegrar nálgunnar og góðrar aðstöðu. Vegna þessa var ánægjulegt að skrifa undir samning Nýs Landspítala ohf. við Nordic Office of Architecture og EFLU verkfræðistofu um fullnaðarhönnun á 3.800 fermetra viðbyggingu við endurhæfingardeild Grensáss í síðustu viku. Einnig hefur verið brugðist við aukinni þörf á endurhæfingarrýmum fyrir eldri einstaklinga með fjölgum á endurhæfingarrýmum á Eir um 20 rými í samtals 44 rými og verið er að taka þau í notkun. Það stendur líka fyrir dyrum opnun á 39 nýjum skammtímaendurhæfingarrýmum á Sólvangi í Hafnarfirði á næstu dögum. Heilsugæslan sinnir veigamiklu hlutverki í endurhæfingu sem snýr að fræðslu, forvörnum og snemmtækri íhlutun. Eins er mikilvægt að heilsugæslan haldi vel utan um einstaklinga í endurhæfingarþörf, aðstoði við að greina þörfina og vísi áfram á réttan stað í kerfinu. Heilsugæslan gegnir lykilhlutverki við það að halda utan um einstaklinga í öðrum úrræðum og leiða þá í gegnum kerfið þar til kemur að eftirfylgd og viðhaldsmeðferð. Það mikilvæga hlutverk þarf að efla. Forvarnir og lýðheilsa, færniskerðing og endurhæfing mynda hringrás. Þar sem endurhæfing endar taka forvarnir við. Andleg, líkamleg og félagsleg virkni er samofin öllum þáttum þessarar hringrásar. Eitt helsta lýðheilsumarkmið þjóðarinnar ætti að vera það að viðhalda færni og virkni. Það er í senn eitt markmið endurhæfingar og besta forvörnin. Það er skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og endurhæfing er þar eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Endurhæfing er einn mikilvægasti hluti heilbrigðisþjónustu. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins alls. Snemmtæk íhlutun er kall og svar tímans því það er vaxandi fjöldi einstaklinga sem mun þurfa á einhverskonar endurhæfingu að halda á lífsleiðinni. Heilbrigðisráðuneytið gaf út fimm ára aðgerðaáætlun um heilbrigðistengda endurhæfingu árið 2021. Þegar áætlunin var sett í samráðsgátt stjórnvalda bárust yfir 50 umsagnir sem endurspegla mikilvægi þessa málaflokks og ótal marga snertifleti hans við heilbrigðiskerfið og líf fjölmargra Íslendinga. Erum öll á sama báti Þörfin fyrir endurhæfingu eykst með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og vaxandi lífaldri þjóða þar sem sjúkdómsbyrði einstaklinga eykst með aldrinum. Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er þriðjungur jarðarbúa með heilsufarsástand sem þarfnast endurhæfingar sem fyrstu meðferð. Þannig má draga úr stigmagnandi þörf á heilbrigðisþjónustu sem getur verið bæði íþyngjandi og kostnaðarsöm. Í þessu samhengi er stoðkerfisvandi efstur á blaði en aðrir sjúkdómsflokkar vega einnig þungt eins og vandi tengdum taugakerfi, skilningarvitum og geði. Við getum öll orðið veik, lent í slysi, orðið fyrir áfalli eða öðru sem veldur færniskerðingu sem takast þarf á við með endurhæfingu. Í þessu samhengi erum við sannarlega öll á sama báti. Endurhæfing á heima á öllum stigum heilbrigðiskerfisins og hún krefst þverfaglegrar aðkomu sem nær út fyrir ramma heilbrigðiskerfisins eins og við þekkjum hann í dag. Því er mikilvægt er að önnur þjónusta og úrræði tengist á skilvirkan hátt inn í viðeigandi endurhæfingu. Ástæður þess að endurhæfingar er þörf eru yfirleitt heilbrigðistengdar og úrræðin eftir því. Endurhæfing kallar á aðkomu fjölmargra heilbrigðisstétta sem er þungamiðjan en úrræði á vegum félagsþjónustu, atvinnulífs og menntakerfis mynda órofa heild. Í samþættingu þessara þátta felast áskoranir um skipulag og samtal þvert á ráðuneyti, stofnanir, fyrirtæki og sveitafélög. Endurhæfingarráð Heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra hafa tekið höndum saman og skipað endurhæfingarráð til að auka samþættingu, bæta skipulag og auka gæði þjónustu. Ráðinu er meðal annars ætlað að ná betur utan um mismunandi tegundir endurhæfingar, samræma skilgreiningar, skýra tilgang og setja mælanleg markmið um endurhæfingu. Ráðið fylgist með alþjóðlegri þróun og þekkingu og er ráðherrum til ráðgjafar um málefni og stefnumótun tengd endurhæfingu. Einnig er endurhæfingarráði ætlað að tryggja innleiðingu mikilvægra aðgerða í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins sem eru á forræði beggja ráðuneyta. Sem dæmi má nefna aðgerðir sem varða samræmt flokkunarkerfi, matskerfi og tilvísunarkerfi. Það er vegna þess að endurhæfingarþörf einstaklinga þarf að meta á líf-, sál- og félagsfræðilegan máta til að geta gert raunhæfa og markvissa endurhæfingaráætlun þvert á kerfi sem er til þess fallin að bæta heilsu og færni einstaklingsins. Endurhæfing er eins misjöfn og einstaklingarnir í endurhæfingarþörf eru margir. Endurhæfing getur skilað sigrum sem ekki má vanmeta og geta skipt sköpum fyrir einstaklinginn. Endurhæfing getur líka skipt sköpum fyrir samfélagið þar sem m.a. ótímabært brottfall úr námi eða vinnu getur haft margföldunaráhrif til hins verra á heilsu einstaklingsins, hans nánustu ættingja og aukið kostnað heilbrigðiskerfisins að ósekju. Ekki er síður mikilvægt hvernig endurhæfing nýtist auknum fjölda aldraðra einstaklinga til að endurheimta eða viðhalda færni sinni og þannig sjálfstæði sínu, lífsgæðum og virkni í samfélaginu. Fjárfest til framtíðar Endurhæfing getur verið mjög sérhæfð og krafist alls þess sem hátæknisjúkrahús hafa upp á að bjóða. Endurhæfing krefst þekkingar, tækninýjunga, þverfaglegrar nálgunnar og góðrar aðstöðu. Vegna þessa var ánægjulegt að skrifa undir samning Nýs Landspítala ohf. við Nordic Office of Architecture og EFLU verkfræðistofu um fullnaðarhönnun á 3.800 fermetra viðbyggingu við endurhæfingardeild Grensáss í síðustu viku. Einnig hefur verið brugðist við aukinni þörf á endurhæfingarrýmum fyrir eldri einstaklinga með fjölgum á endurhæfingarrýmum á Eir um 20 rými í samtals 44 rými og verið er að taka þau í notkun. Það stendur líka fyrir dyrum opnun á 39 nýjum skammtímaendurhæfingarrýmum á Sólvangi í Hafnarfirði á næstu dögum. Heilsugæslan sinnir veigamiklu hlutverki í endurhæfingu sem snýr að fræðslu, forvörnum og snemmtækri íhlutun. Eins er mikilvægt að heilsugæslan haldi vel utan um einstaklinga í endurhæfingarþörf, aðstoði við að greina þörfina og vísi áfram á réttan stað í kerfinu. Heilsugæslan gegnir lykilhlutverki við það að halda utan um einstaklinga í öðrum úrræðum og leiða þá í gegnum kerfið þar til kemur að eftirfylgd og viðhaldsmeðferð. Það mikilvæga hlutverk þarf að efla. Forvarnir og lýðheilsa, færniskerðing og endurhæfing mynda hringrás. Þar sem endurhæfing endar taka forvarnir við. Andleg, líkamleg og félagsleg virkni er samofin öllum þáttum þessarar hringrásar. Eitt helsta lýðheilsumarkmið þjóðarinnar ætti að vera það að viðhalda færni og virkni. Það er í senn eitt markmið endurhæfingar og besta forvörnin. Það er skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og endurhæfing er þar eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar