Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar Ester Ósk Árnadóttir skrifar 2. ágúst 2022 21:07 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var mjög sáttur með sigurinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. KR byrjaði leikinn afar vel og komst yfir með marki frá Aron Þórð Albertssyni á 16. mínútu. „Við komumst yfir snemma og héldum út þegar KA pressaði á okkur. Við lögðumst kannski full aftarlega sem við ætluðum ekki að gera, við erum hins vegar góðir í því þegar við gerum það.“ „KA náði auðvitað að skapa sér einhver færi en við hentum okkar fyrir allt og fórnuðum okkur í allt og það er það sem ég vil sjá frá liðinu. Við hefum jafnvel geta skoraði 1-2 mörk í viðbót ef við hefðum notað okkar skyndisóknir betur.“ KR gerði 3-3 jafntefli við Val í síðustu umferð og ná í sinn fyrsta sigur í langan tíma í dag, liðið er komið upp í 6. sæti með 21. stig. „Við erum búnir að leggja á okkur ótrúlega mikla vinnu síðustu vikur, þjálfarateymið er búið að leggja harðar að leikmönnum. Leikurinn á móti Val var mjög góður, ég var ánægður með framlagið, allar hlaupatölur og öll vinna sem leikmenn lögðu á sig í þeim leik var til fyrirmyndar.“ Það varð mikill hiti í lok leiks og voru leikmenn og þjálfarar ekki sáttir við dómara leiksins. Rúnar fékk gult spjald undir lok leiks fyrir mótmæli og Arnar Grétarsson þjálfari KA fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrir mótmæli. „KA menn vildu fá vítaspyrnu held ég, ég vildi fá aukaspyrnu sem dómarinn missti af og var augljós og fyrir vikið fór maður í bókina hjá dómaranum. Ef maður fengi ekki aðeins að æsa sig þá væri ekkert gaman að þessu lengur en maður er fljótur að róa sig og biðjast afsökunar og ég geri það bara hér með, ef ég hef farið yfir strikið þá bið ég dómarann afsökunar. Þetta er hins vegar aldrei illa meint, maður er bara keppnismaður, maður vill vinna og að hlutirnir séu gerðir réttir.“ Rúnar fór svo aðeins yfir það hvernig hann vill að hugsunargangurinn sé hjá leikmönnum KR. „Ég vill að leikmenn sé stoltir af því að spila fyrir KR, þeir væru ekki að spila fyrir KR nema að þeir gætu eitthvað í fótbolta og þeir þurfa að spila með smá stolti. Þeir hafa gert það í síðustu tveimur leikjum og stuðningsfólkið okkar sér að menn eru að berjast fyrir félagið og þá verða úrslitin oftar en ekki jákvæð, menn geta talað um heppni í dag en við áttum okkar færi líka.“ Þá fór Rúnar aðeins yfir áherslubreytingar á æfingum og meiðsla vandræði. Við höfum verið að breyta til á æfingum og áherslum þar. Í byrjun á Íslandsmótinu þá hefur maður ekki mikinn tíma til að æfa því þá eru rosa fáir dagar á milli leikja og menn gera voða lítið annað á milli leikja en að ná mönnum heilum aftur. Við erum að vissu leiti búnir að vera mjög óheppnir með meiðsli, til dæmis í dag vantar mér sjö leikmenn sem oftar en ekki væru byrjunarliðsmenn hjá mér. Þetta hefur verið erfitt, við höfum verið með fáa leikmenn á æfingum og stutt á milli leikja og höfum ekki náð að æfa eins vel en nú hefur verið aðeins lengra á milli leikja og þá höfum við náð að nýta það mjög vel. “ Besta deild karla KR KA Fótbolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
KR byrjaði leikinn afar vel og komst yfir með marki frá Aron Þórð Albertssyni á 16. mínútu. „Við komumst yfir snemma og héldum út þegar KA pressaði á okkur. Við lögðumst kannski full aftarlega sem við ætluðum ekki að gera, við erum hins vegar góðir í því þegar við gerum það.“ „KA náði auðvitað að skapa sér einhver færi en við hentum okkar fyrir allt og fórnuðum okkur í allt og það er það sem ég vil sjá frá liðinu. Við hefum jafnvel geta skoraði 1-2 mörk í viðbót ef við hefðum notað okkar skyndisóknir betur.“ KR gerði 3-3 jafntefli við Val í síðustu umferð og ná í sinn fyrsta sigur í langan tíma í dag, liðið er komið upp í 6. sæti með 21. stig. „Við erum búnir að leggja á okkur ótrúlega mikla vinnu síðustu vikur, þjálfarateymið er búið að leggja harðar að leikmönnum. Leikurinn á móti Val var mjög góður, ég var ánægður með framlagið, allar hlaupatölur og öll vinna sem leikmenn lögðu á sig í þeim leik var til fyrirmyndar.“ Það varð mikill hiti í lok leiks og voru leikmenn og þjálfarar ekki sáttir við dómara leiksins. Rúnar fékk gult spjald undir lok leiks fyrir mótmæli og Arnar Grétarsson þjálfari KA fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrir mótmæli. „KA menn vildu fá vítaspyrnu held ég, ég vildi fá aukaspyrnu sem dómarinn missti af og var augljós og fyrir vikið fór maður í bókina hjá dómaranum. Ef maður fengi ekki aðeins að æsa sig þá væri ekkert gaman að þessu lengur en maður er fljótur að róa sig og biðjast afsökunar og ég geri það bara hér með, ef ég hef farið yfir strikið þá bið ég dómarann afsökunar. Þetta er hins vegar aldrei illa meint, maður er bara keppnismaður, maður vill vinna og að hlutirnir séu gerðir réttir.“ Rúnar fór svo aðeins yfir það hvernig hann vill að hugsunargangurinn sé hjá leikmönnum KR. „Ég vill að leikmenn sé stoltir af því að spila fyrir KR, þeir væru ekki að spila fyrir KR nema að þeir gætu eitthvað í fótbolta og þeir þurfa að spila með smá stolti. Þeir hafa gert það í síðustu tveimur leikjum og stuðningsfólkið okkar sér að menn eru að berjast fyrir félagið og þá verða úrslitin oftar en ekki jákvæð, menn geta talað um heppni í dag en við áttum okkar færi líka.“ Þá fór Rúnar aðeins yfir áherslubreytingar á æfingum og meiðsla vandræði. Við höfum verið að breyta til á æfingum og áherslum þar. Í byrjun á Íslandsmótinu þá hefur maður ekki mikinn tíma til að æfa því þá eru rosa fáir dagar á milli leikja og menn gera voða lítið annað á milli leikja en að ná mönnum heilum aftur. Við erum að vissu leiti búnir að vera mjög óheppnir með meiðsli, til dæmis í dag vantar mér sjö leikmenn sem oftar en ekki væru byrjunarliðsmenn hjá mér. Þetta hefur verið erfitt, við höfum verið með fáa leikmenn á æfingum og stutt á milli leikja og höfum ekki náð að æfa eins vel en nú hefur verið aðeins lengra á milli leikja og þá höfum við náð að nýta það mjög vel. “
Besta deild karla KR KA Fótbolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins