Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Sverrir Mar Smárason skrifar 9. júlí 2022 18:45 Kristall Máni er líklega á förum frá Víkingi en þó ekki strax að eigin sögn. Hann hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar síðastliðin tvö ár. Vísir/Hulda Margrét Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. „Fyrstu 25 mínúturnar voru mjög góðar og síðan bara tók held ég smá þreyta við eða ég var allavega orðinn helvíti þreyttur. Svona er þetta bara, það er leikur á þriðjudaginn sem við verðum að klára og ég held við verðum með fulla orku þar. Það var óþarfi að fara í eitthvað „panic“. Við bara unnum með einu marki og sigldum þessu heim,“ sagði Kristall um leikinn. Víkingar leika síðari leikinn í undankeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Malmö hér í Víkinni á þriðjudaginn. Þar er Kristall í banni eftir að hafa fengið umrætt seinna gult spjald fyrir að „sussa“ á stuðningsmenn Malmö. Hann hefur einnig verið orðaður frá félaginu á næstu dögum en hann segir ekkert klárt í þeim málum. „Ég hefði tekið þátt í leiknum en ég verð bara upp í stúku að styðja mína menn. Við verðum bara að sjá til hvað kemur út á næstunni. Ef eitthvað kemur á netið þá er það klappað og klárt,“ sagði Kristall fáorður um framtíðina. Viðtalsmaður spurði hann þá hvort miklar líkur væri á því að hann myndi skrifa undir hjá Rosenborg í Noregi sagði Kristall, „Bara ef allt stenst þá finnst mér líklegt að það fari í gegn.“ Kristall Máni segist ekki hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Víking á heimavelli hamingjunnar. „Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur hér þannig ég klára þetta með marki og sigri þannig maður klárar þetta með stæl,“ sagaði Kristall að lokum. Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. 9. júlí 2022 19:20 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Sjá meira
„Fyrstu 25 mínúturnar voru mjög góðar og síðan bara tók held ég smá þreyta við eða ég var allavega orðinn helvíti þreyttur. Svona er þetta bara, það er leikur á þriðjudaginn sem við verðum að klára og ég held við verðum með fulla orku þar. Það var óþarfi að fara í eitthvað „panic“. Við bara unnum með einu marki og sigldum þessu heim,“ sagði Kristall um leikinn. Víkingar leika síðari leikinn í undankeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Malmö hér í Víkinni á þriðjudaginn. Þar er Kristall í banni eftir að hafa fengið umrætt seinna gult spjald fyrir að „sussa“ á stuðningsmenn Malmö. Hann hefur einnig verið orðaður frá félaginu á næstu dögum en hann segir ekkert klárt í þeim málum. „Ég hefði tekið þátt í leiknum en ég verð bara upp í stúku að styðja mína menn. Við verðum bara að sjá til hvað kemur út á næstunni. Ef eitthvað kemur á netið þá er það klappað og klárt,“ sagði Kristall fáorður um framtíðina. Viðtalsmaður spurði hann þá hvort miklar líkur væri á því að hann myndi skrifa undir hjá Rosenborg í Noregi sagði Kristall, „Bara ef allt stenst þá finnst mér líklegt að það fari í gegn.“ Kristall Máni segist ekki hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Víking á heimavelli hamingjunnar. „Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur hér þannig ég klára þetta með marki og sigri þannig maður klárar þetta með stæl,“ sagaði Kristall að lokum.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. 9. júlí 2022 19:20 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. 9. júlí 2022 19:20