Nýtt kjörtímabil hafið og baráttan heldur áfram Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. júní 2022 17:31 Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn. Baráttumálin okkar lúta að því að bæta þjónustu, aðstæður og líf þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Í borginni eru margir viðkvæmir hópar sem hafa orðið út undan, sem hafa ekki verið settir ofarlega í forgangsröðun síðasta meirihluta. Biðlistar hafa verið tíðræddir hjá Flokki fólksins. Frá kosningum hafa biðlistar barna eftir fagfólki skóla lengst um 200 börn. Á listanum eru nú 2011 börn en þar voru um 400 börn árið 2018. Ekki sjást enn nein alvöru merki þess að taka eigi á þessu stóra og vaxandi vandamáli. Aðeins 140 milljónir hafa verið veittar í málaflokkinn á tveimur árum sem enn eru ekki fullnýttar. Því er borið við að erfitt er að ráða sálfræðinga. Það liggur í augum uppi að finna þarf leiðir til að laða sálfræðinga til að starfa hjá borginni. Svo mikið er víst að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi. Fátækt og vanlíðan Fátækt hefur aukist og samhliða versnandi stöðu hjá mörgum fjölskyldum eykst vanlíðan og kvíði. Flokkur fólksins vill að borgin beiti sér sérstaklega í þágu hinna verst settu til að auka megi jöfnuð. Á fundi borgarstjórnar í dag, 21. 6. leggur Flokkur fólksins fram tillögu um að veita lágtekjuheimilum sértæka aðstoð vegna gjalda tengdum börnum. Lagt er til aðskipaður verði starfshópur sérfræðinga frá skóla- og frístundasviði og velferðarsviði sem verði falið að kanna hvernig skuli útfæra slíkt styrktarúrræði. Tekjulágir foreldrar eiga einnig að fá styrk til að greiða fyrir daggæslu barns í heimahúsum, leikskólavistun og frístundaheimili, sumardvöl og þátttöku barns í þroskandi félags- og tómstundastarfi. Það verður að ná til fátækustu barnafjölskyldnanna og sem flestra barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að standa straum af kostnaði í tengslum við börn sín. Jöfn tækifæri allra barna Afar mikilvægt er að tryggja að öll börn sitji við sama borð og að hafi jöfn tækifæri án tillits til efnahags foreldra. Það er samfélagsleg skylda okkar að aðstoða foreldra sem eiga erfitt með að greiða gjöld vegna þjónustu við börn þeirra. Eins og staðan er í dag erum við aðeins að hjálpa litlum hluta af þessum börnum í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá mars sl. fá sum þessara barna gjaldfrjálsa máltíð eða 262 börn en aðeins 166 fá ókeypis leikskóladvöl og 118 ókeypis í frístundir. Ekki er mikið vitað um aðstæður þeirra tæplega 2000 barna undir 18 ára sem búa við fátækt eða eru í hættu á að líða fyrir fátækt. Ganga þarf lengra og gera betur. Um er að ræða börn fátækustu foreldra borgarinnar, börn einstæðra foreldra, börn foreldra sem eru atvinnulausir, börn foreldra sem eru öryrkjar eða glíma við veikindi. Þessum foreldrum þarf að hjálpa þannig að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gjöldum sem tengjast umönnun og menntun barna sinna enda iðulega ekki mikið eftir af tekjum þegar búið er að greiða húsnæðiskostnað. Sálfræðingar út í skólana Flokkur fólksins hefur barist fyrir því allt kjörtímabilið að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum frekar en í þjónustumiðstöðvum. Það fyrirkomulag er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Kostnaður vegna ferða sálfræðinga út í skóla er um 3 milljónir á ári. Gera má því skóna að hafi sálfræðingar aðsetur í skólum munu geti þeir leyst verkefni sín með skilvirkari hætti og tíma þeirra verði betur varið. Það liggur í augum uppi að skólasálfræðingar eiga að starfa þar sem viðfang og verkefni þeirra eru, þar sem þeir geta verið til taks og sinnt ráðgjöf samhliða viðtölum og greiningum. Því er ekkert að vanbúnaði að taka strax þá ákvörðun að sálfræðingar flytji aðstöðu sína út í þá skóla sem hafa aðstöðu fyrir skólasálfræðinginn. Enginn kostnaður hlýst þar af og gæti flutningurinn átt sér stað nú þegar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn. Baráttumálin okkar lúta að því að bæta þjónustu, aðstæður og líf þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Í borginni eru margir viðkvæmir hópar sem hafa orðið út undan, sem hafa ekki verið settir ofarlega í forgangsröðun síðasta meirihluta. Biðlistar hafa verið tíðræddir hjá Flokki fólksins. Frá kosningum hafa biðlistar barna eftir fagfólki skóla lengst um 200 börn. Á listanum eru nú 2011 börn en þar voru um 400 börn árið 2018. Ekki sjást enn nein alvöru merki þess að taka eigi á þessu stóra og vaxandi vandamáli. Aðeins 140 milljónir hafa verið veittar í málaflokkinn á tveimur árum sem enn eru ekki fullnýttar. Því er borið við að erfitt er að ráða sálfræðinga. Það liggur í augum uppi að finna þarf leiðir til að laða sálfræðinga til að starfa hjá borginni. Svo mikið er víst að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi. Fátækt og vanlíðan Fátækt hefur aukist og samhliða versnandi stöðu hjá mörgum fjölskyldum eykst vanlíðan og kvíði. Flokkur fólksins vill að borgin beiti sér sérstaklega í þágu hinna verst settu til að auka megi jöfnuð. Á fundi borgarstjórnar í dag, 21. 6. leggur Flokkur fólksins fram tillögu um að veita lágtekjuheimilum sértæka aðstoð vegna gjalda tengdum börnum. Lagt er til aðskipaður verði starfshópur sérfræðinga frá skóla- og frístundasviði og velferðarsviði sem verði falið að kanna hvernig skuli útfæra slíkt styrktarúrræði. Tekjulágir foreldrar eiga einnig að fá styrk til að greiða fyrir daggæslu barns í heimahúsum, leikskólavistun og frístundaheimili, sumardvöl og þátttöku barns í þroskandi félags- og tómstundastarfi. Það verður að ná til fátækustu barnafjölskyldnanna og sem flestra barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að standa straum af kostnaði í tengslum við börn sín. Jöfn tækifæri allra barna Afar mikilvægt er að tryggja að öll börn sitji við sama borð og að hafi jöfn tækifæri án tillits til efnahags foreldra. Það er samfélagsleg skylda okkar að aðstoða foreldra sem eiga erfitt með að greiða gjöld vegna þjónustu við börn þeirra. Eins og staðan er í dag erum við aðeins að hjálpa litlum hluta af þessum börnum í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá mars sl. fá sum þessara barna gjaldfrjálsa máltíð eða 262 börn en aðeins 166 fá ókeypis leikskóladvöl og 118 ókeypis í frístundir. Ekki er mikið vitað um aðstæður þeirra tæplega 2000 barna undir 18 ára sem búa við fátækt eða eru í hættu á að líða fyrir fátækt. Ganga þarf lengra og gera betur. Um er að ræða börn fátækustu foreldra borgarinnar, börn einstæðra foreldra, börn foreldra sem eru atvinnulausir, börn foreldra sem eru öryrkjar eða glíma við veikindi. Þessum foreldrum þarf að hjálpa þannig að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gjöldum sem tengjast umönnun og menntun barna sinna enda iðulega ekki mikið eftir af tekjum þegar búið er að greiða húsnæðiskostnað. Sálfræðingar út í skólana Flokkur fólksins hefur barist fyrir því allt kjörtímabilið að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum frekar en í þjónustumiðstöðvum. Það fyrirkomulag er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Kostnaður vegna ferða sálfræðinga út í skóla er um 3 milljónir á ári. Gera má því skóna að hafi sálfræðingar aðsetur í skólum munu geti þeir leyst verkefni sín með skilvirkari hætti og tíma þeirra verði betur varið. Það liggur í augum uppi að skólasálfræðingar eiga að starfa þar sem viðfang og verkefni þeirra eru, þar sem þeir geta verið til taks og sinnt ráðgjöf samhliða viðtölum og greiningum. Því er ekkert að vanbúnaði að taka strax þá ákvörðun að sálfræðingar flytji aðstöðu sína út í þá skóla sem hafa aðstöðu fyrir skólasálfræðinginn. Enginn kostnaður hlýst þar af og gæti flutningurinn átt sér stað nú þegar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun