Starfar þú með börnum? Ný námsleið á sviði farsældar barna Herdís Steingrímsdóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifa 18. maí 2022 12:01 Farsæld barna – samþætt þjónusta Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Lögin kveða á um að tryggja skuli að foreldrar og barn fái upplýsingar um þjónustu í þágu barns, þeim sé boðin aðstoð við að samþætta hana og móta. Lögð er rík áhersla á snemmtækan stuðning á fyrsta þjónustustigi, sem á að vera aðgengilegur öllum börnum og fjölskyldum, svo sem í gegnum skóla og heilsugæslu. Í lögunum er að finna fleiri mikilvæg nýmæli eins og að mismunandi þjónustukerfi skulu eiga samstarf og að börn og foreldrar eigi rétt á sérstökum tengiliði sem aðstoði þau við að fá viðeigandi þjónustu. Auk þess er kveðið á um að ef barn þarf annars eða þriðja stigs þjónustu, sem er sérhæfðari og markvissari stuðningur, þá sé tilnefndur málstjóri sem hafi það hlutverk að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og að leiða samþættingu þjónustunnar. Nýtt diplómanám – fjarnám með starfi Rauði þráðurinn í farsældarlögunum eru réttindi barna í samræmi við stjórnarskrá, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðrar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands gerðu á síðasta ári með sér samning um samstarf um innleiðingu á hinni nýju löggjöf. Annar megin þátta í því samstarfi er ný þverfagleg námsleið um farsæld barna en námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/BED/BS prófi og starfa með börnum í frístunda- heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi. Náminu er ætlað að veita þekkingu á barnamiðaðri nálgun, samþættingu þjónustu, hlutverki tengiliða og málstjóra og mati á árangri. Þá verður lögð áhersla á færni í teymisvinnu og þverfaglegri samvinnu auk áherslu á mikilvægi fyrsta stigs þjónustu við börn. Námið, sem er 30 eininga diplómanám, hefst haustið 2022. Um er að ræða nám með starfi, fyrirlestrar og umræðutímar verða í fjarnámi auk þess sem mætingaskylda er í tvær tveggja daga staðlotur á hvoru misseri. Frestur til að sækja um námið er til 5.júní n.k. Frekari upplýsingar um námið er að finna á slóðinni Farsæld barna, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands (hi.is) og hjá undirrituðum/höfundum. Höfundar eru lektorar á sviði farsældar barna við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Farsæld barna – samþætt þjónusta Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Lögin kveða á um að tryggja skuli að foreldrar og barn fái upplýsingar um þjónustu í þágu barns, þeim sé boðin aðstoð við að samþætta hana og móta. Lögð er rík áhersla á snemmtækan stuðning á fyrsta þjónustustigi, sem á að vera aðgengilegur öllum börnum og fjölskyldum, svo sem í gegnum skóla og heilsugæslu. Í lögunum er að finna fleiri mikilvæg nýmæli eins og að mismunandi þjónustukerfi skulu eiga samstarf og að börn og foreldrar eigi rétt á sérstökum tengiliði sem aðstoði þau við að fá viðeigandi þjónustu. Auk þess er kveðið á um að ef barn þarf annars eða þriðja stigs þjónustu, sem er sérhæfðari og markvissari stuðningur, þá sé tilnefndur málstjóri sem hafi það hlutverk að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og að leiða samþættingu þjónustunnar. Nýtt diplómanám – fjarnám með starfi Rauði þráðurinn í farsældarlögunum eru réttindi barna í samræmi við stjórnarskrá, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðrar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands gerðu á síðasta ári með sér samning um samstarf um innleiðingu á hinni nýju löggjöf. Annar megin þátta í því samstarfi er ný þverfagleg námsleið um farsæld barna en námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/BED/BS prófi og starfa með börnum í frístunda- heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi. Náminu er ætlað að veita þekkingu á barnamiðaðri nálgun, samþættingu þjónustu, hlutverki tengiliða og málstjóra og mati á árangri. Þá verður lögð áhersla á færni í teymisvinnu og þverfaglegri samvinnu auk áherslu á mikilvægi fyrsta stigs þjónustu við börn. Námið, sem er 30 eininga diplómanám, hefst haustið 2022. Um er að ræða nám með starfi, fyrirlestrar og umræðutímar verða í fjarnámi auk þess sem mætingaskylda er í tvær tveggja daga staðlotur á hvoru misseri. Frestur til að sækja um námið er til 5.júní n.k. Frekari upplýsingar um námið er að finna á slóðinni Farsæld barna, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands (hi.is) og hjá undirrituðum/höfundum. Höfundar eru lektorar á sviði farsældar barna við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun