Starfar þú með börnum? Ný námsleið á sviði farsældar barna Herdís Steingrímsdóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifa 18. maí 2022 12:01 Farsæld barna – samþætt þjónusta Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Lögin kveða á um að tryggja skuli að foreldrar og barn fái upplýsingar um þjónustu í þágu barns, þeim sé boðin aðstoð við að samþætta hana og móta. Lögð er rík áhersla á snemmtækan stuðning á fyrsta þjónustustigi, sem á að vera aðgengilegur öllum börnum og fjölskyldum, svo sem í gegnum skóla og heilsugæslu. Í lögunum er að finna fleiri mikilvæg nýmæli eins og að mismunandi þjónustukerfi skulu eiga samstarf og að börn og foreldrar eigi rétt á sérstökum tengiliði sem aðstoði þau við að fá viðeigandi þjónustu. Auk þess er kveðið á um að ef barn þarf annars eða þriðja stigs þjónustu, sem er sérhæfðari og markvissari stuðningur, þá sé tilnefndur málstjóri sem hafi það hlutverk að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og að leiða samþættingu þjónustunnar. Nýtt diplómanám – fjarnám með starfi Rauði þráðurinn í farsældarlögunum eru réttindi barna í samræmi við stjórnarskrá, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðrar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands gerðu á síðasta ári með sér samning um samstarf um innleiðingu á hinni nýju löggjöf. Annar megin þátta í því samstarfi er ný þverfagleg námsleið um farsæld barna en námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/BED/BS prófi og starfa með börnum í frístunda- heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi. Náminu er ætlað að veita þekkingu á barnamiðaðri nálgun, samþættingu þjónustu, hlutverki tengiliða og málstjóra og mati á árangri. Þá verður lögð áhersla á færni í teymisvinnu og þverfaglegri samvinnu auk áherslu á mikilvægi fyrsta stigs þjónustu við börn. Námið, sem er 30 eininga diplómanám, hefst haustið 2022. Um er að ræða nám með starfi, fyrirlestrar og umræðutímar verða í fjarnámi auk þess sem mætingaskylda er í tvær tveggja daga staðlotur á hvoru misseri. Frestur til að sækja um námið er til 5.júní n.k. Frekari upplýsingar um námið er að finna á slóðinni Farsæld barna, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands (hi.is) og hjá undirrituðum/höfundum. Höfundar eru lektorar á sviði farsældar barna við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Farsæld barna – samþætt þjónusta Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Lögin kveða á um að tryggja skuli að foreldrar og barn fái upplýsingar um þjónustu í þágu barns, þeim sé boðin aðstoð við að samþætta hana og móta. Lögð er rík áhersla á snemmtækan stuðning á fyrsta þjónustustigi, sem á að vera aðgengilegur öllum börnum og fjölskyldum, svo sem í gegnum skóla og heilsugæslu. Í lögunum er að finna fleiri mikilvæg nýmæli eins og að mismunandi þjónustukerfi skulu eiga samstarf og að börn og foreldrar eigi rétt á sérstökum tengiliði sem aðstoði þau við að fá viðeigandi þjónustu. Auk þess er kveðið á um að ef barn þarf annars eða þriðja stigs þjónustu, sem er sérhæfðari og markvissari stuðningur, þá sé tilnefndur málstjóri sem hafi það hlutverk að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og að leiða samþættingu þjónustunnar. Nýtt diplómanám – fjarnám með starfi Rauði þráðurinn í farsældarlögunum eru réttindi barna í samræmi við stjórnarskrá, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðrar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands gerðu á síðasta ári með sér samning um samstarf um innleiðingu á hinni nýju löggjöf. Annar megin þátta í því samstarfi er ný þverfagleg námsleið um farsæld barna en námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/BED/BS prófi og starfa með börnum í frístunda- heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi. Náminu er ætlað að veita þekkingu á barnamiðaðri nálgun, samþættingu þjónustu, hlutverki tengiliða og málstjóra og mati á árangri. Þá verður lögð áhersla á færni í teymisvinnu og þverfaglegri samvinnu auk áherslu á mikilvægi fyrsta stigs þjónustu við börn. Námið, sem er 30 eininga diplómanám, hefst haustið 2022. Um er að ræða nám með starfi, fyrirlestrar og umræðutímar verða í fjarnámi auk þess sem mætingaskylda er í tvær tveggja daga staðlotur á hvoru misseri. Frestur til að sækja um námið er til 5.júní n.k. Frekari upplýsingar um námið er að finna á slóðinni Farsæld barna, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands (hi.is) og hjá undirrituðum/höfundum. Höfundar eru lektorar á sviði farsældar barna við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun