Stóraukin þjónusta fyrir heimilislaust fólk Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 12. maí 2022 14:15 Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar