Forgangsröðum í þágu barna! Hlynur Bæringsson skrifar 5. maí 2022 22:31 Ég skipa annað sætið á lista Framsóknar fyrir komandi kosningar. Það er stórt skref að bjóða sig fram í baráttu eins og sveitastjórnarkosningar eru en ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á stjórnmálum og því rökrétt að virkja þann áhuga og bjóða fram krafta sína fyrir bæjarfélag sem er gott að búa í. Sem er einmitt málið, Garðabær hefur reynst mér vel frá því að ég og fjölskylda mín fluttum hingað frá Svíþjóð árið 2016. Ég er upprunalega landsbyggðarmaður, ólst upp í Grundarfirði og bjó lengi bæði í Borgarnesi og Stykkishólmi. Það sem okkur hefur einmitt líkað vel er að Garðabær hefur marga eiginleika landsbyggðarinnar, samfélagið er samheldið og Garðbæingar stoltir af samfélaginu sem þau tilheyra. Bærinn hefur á sama tíma kosti þess að búa í stærra samfélagi. Ég er því ekki mættur til að tala allt niður sem gert hefur verið, enda margt gott verið gert. En þó margt sé gott má auðvitað bæta samfélagið. Ég kem úr íþróttahreyfingunni og hef unnið með börnum og fjölskyldum þeirra nánast alla mína tíð. Garðabær hefur orð á sér fyrir að hér sé mikil velsæld og vissulega sést það víða í bænum, en ég tek líka eftir því að það eru ekki allir með sæti við háborðið. Ég vil halda áfram að vinna með börnum og ungmennum og ein af aðal ástæðunum fyrir því að ég býð mig fram fyrir Framsókn er að ég hef heillast af störfum Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Saga okkar Ásmundar er ekki ósvipuð. Í uppvextinum kynntumst við aðstæðum þar sem hlutirnir voru ekki eins og þeir eiga að vera og áherslumálin óneitanlega litast af því. Við eigum að setja börnin í forgrunn og þjóna hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra sem best og þar vil ég byggja ofan á frábæra vinnu Ásmundar Einars í málaflokknum. Þegar við ræðum um arðsemi fjárfestinga í samfélaginu okkar er áhugavert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt – virkjanir, iðnað eða nýsköpun - en sjaldan á arðsemi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Andleg líðan ungmenna blasir við mér á hverjum degi, og hversu mörg þeirra eiga í basli við að fóta sig vegna andlegra kvilla. Við lifum á tímum mikils hraða, áreitis og væntinga og þráum kannski fátt frekar en einfaldlega sálarró, það er mögulega ástæða fyrir því að andleg líðan bæði okkar og unga fólksins helst ekki alltaf í hendur við hagvaxtartölur. Það er löngu orðið tímabært að við forgangsröðum í þágu barna og ungmenna og fjárfestum í framtíðinni. Við fáum það margfalt til baka. Við finnum fyrir meðbyr, Framsókn er að rísa í Garðabæ. Ég og við yrðum þakklát fyrir ykkar stuðning, við gerum okkar besta. Höfundur skipar 2. sæti lista Framsóknar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skipa annað sætið á lista Framsóknar fyrir komandi kosningar. Það er stórt skref að bjóða sig fram í baráttu eins og sveitastjórnarkosningar eru en ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á stjórnmálum og því rökrétt að virkja þann áhuga og bjóða fram krafta sína fyrir bæjarfélag sem er gott að búa í. Sem er einmitt málið, Garðabær hefur reynst mér vel frá því að ég og fjölskylda mín fluttum hingað frá Svíþjóð árið 2016. Ég er upprunalega landsbyggðarmaður, ólst upp í Grundarfirði og bjó lengi bæði í Borgarnesi og Stykkishólmi. Það sem okkur hefur einmitt líkað vel er að Garðabær hefur marga eiginleika landsbyggðarinnar, samfélagið er samheldið og Garðbæingar stoltir af samfélaginu sem þau tilheyra. Bærinn hefur á sama tíma kosti þess að búa í stærra samfélagi. Ég er því ekki mættur til að tala allt niður sem gert hefur verið, enda margt gott verið gert. En þó margt sé gott má auðvitað bæta samfélagið. Ég kem úr íþróttahreyfingunni og hef unnið með börnum og fjölskyldum þeirra nánast alla mína tíð. Garðabær hefur orð á sér fyrir að hér sé mikil velsæld og vissulega sést það víða í bænum, en ég tek líka eftir því að það eru ekki allir með sæti við háborðið. Ég vil halda áfram að vinna með börnum og ungmennum og ein af aðal ástæðunum fyrir því að ég býð mig fram fyrir Framsókn er að ég hef heillast af störfum Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Saga okkar Ásmundar er ekki ósvipuð. Í uppvextinum kynntumst við aðstæðum þar sem hlutirnir voru ekki eins og þeir eiga að vera og áherslumálin óneitanlega litast af því. Við eigum að setja börnin í forgrunn og þjóna hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra sem best og þar vil ég byggja ofan á frábæra vinnu Ásmundar Einars í málaflokknum. Þegar við ræðum um arðsemi fjárfestinga í samfélaginu okkar er áhugavert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt – virkjanir, iðnað eða nýsköpun - en sjaldan á arðsemi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Andleg líðan ungmenna blasir við mér á hverjum degi, og hversu mörg þeirra eiga í basli við að fóta sig vegna andlegra kvilla. Við lifum á tímum mikils hraða, áreitis og væntinga og þráum kannski fátt frekar en einfaldlega sálarró, það er mögulega ástæða fyrir því að andleg líðan bæði okkar og unga fólksins helst ekki alltaf í hendur við hagvaxtartölur. Það er löngu orðið tímabært að við forgangsröðum í þágu barna og ungmenna og fjárfestum í framtíðinni. Við fáum það margfalt til baka. Við finnum fyrir meðbyr, Framsókn er að rísa í Garðabæ. Ég og við yrðum þakklát fyrir ykkar stuðning, við gerum okkar besta. Höfundur skipar 2. sæti lista Framsóknar í Garðabæ.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun