Lestrarfærni nemenda í grunnskólum Reykjavíkur þarf að bæta Helgi Áss Grétarsson og Jórunn Pála Jónasdóttir skrifa 16. apríl 2022 09:00 Í október 2020 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að gerð yrði úttekt á kynbundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla, með sérstakri áherslu á færni nemenda að lesa íslensku. Í framhaldinu fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar tillöguna til umfjöllunar og eftir 18 mánaða málsmeðferðatíma var henni vísað frá af núverandi meirihluta borgarstjórnar á fundi ráðsins, hinn 22. mars síðastliðinn. Þessi afgreiðsla tillögunnar sýnir svart á hvítu þá forgangsröðun sem meirihlutinn stendur fyrir. Og það þrátt fyrir að embættismenn Reykjavíkurborgar tækju undir áhyggjur af þessu málefni og bentu á að tillagan væri framkvæmanleg. Samfélagslegt mein, bæði til skemmri og lengri tíma Samkvæmt PISA könnun frá árinu 2018 geta 34% drengja ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla hér á landi á meðan sama hlutfall fyrir stúlkur er 19%. Ástæða er til að ætla að þessi staða hafi ekki farið batnandi undanfarin ár, sbr. t.d. mat tveggja reynslumikilla kennara á grunnskólastigi í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni hinn 10. apríl síðastliðinn. Núverandi menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, lét hafa eftir sér í viðtali, sem birt var á mbl.is. hinn 15. apríl sl., „að sérstaklega slæmt gengi ungra drengja í lestri stafa af mikilli netnotkun og síaukinni einangrun ungra drengja vegna tölvuleikja og annars“. Í fjölmiðlaviðtali í byrjun september 2020 taldi sérfræðingur á þessu sviði, prófessorinn, Hermundur Sigmundsson, að ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu drengja í íslenska skólakerfinu og hann fyndi fyrir „mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna“ og það væri „enginn að ræða þessi mál“. Þöggun um svona mikilvægt samfélagslegt mein getur ekki verið til bóta. Réttur til menntunar og fræðslu við sitt hæfi Hafa þarf hugfast að réttur barna til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er stjórnarskrárbundinn. Ábyrgð sveitarfélaganna er rík, því með lögum um grunnskóla hefur þessi réttur verið nánar útfærður og opinberum aðilum, meðal annars sveitarfélögum, verið falið að sinna því verkefni. Hvort sem leið nemanda liggur að loknu grunnskólanámi til áframhaldandi bóknáms eða verknáms er það að geta lesið sér til gagns og gamans mikilvægur lykill að samfélaginu. Full þörf er á því að námsárangur drengja í grunnskólum Reykjavíkur sé tekinn til sérstakrar skoðunar og fundnar séu markvissar leiðir til að bæta árangur þeirra í grunnskólakerfinu. Helgi Áss Grétarsson skipar 7. sæti og Jórunn Pála Jónasdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Helgi Áss Grétarsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Í október 2020 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að gerð yrði úttekt á kynbundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla, með sérstakri áherslu á færni nemenda að lesa íslensku. Í framhaldinu fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar tillöguna til umfjöllunar og eftir 18 mánaða málsmeðferðatíma var henni vísað frá af núverandi meirihluta borgarstjórnar á fundi ráðsins, hinn 22. mars síðastliðinn. Þessi afgreiðsla tillögunnar sýnir svart á hvítu þá forgangsröðun sem meirihlutinn stendur fyrir. Og það þrátt fyrir að embættismenn Reykjavíkurborgar tækju undir áhyggjur af þessu málefni og bentu á að tillagan væri framkvæmanleg. Samfélagslegt mein, bæði til skemmri og lengri tíma Samkvæmt PISA könnun frá árinu 2018 geta 34% drengja ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla hér á landi á meðan sama hlutfall fyrir stúlkur er 19%. Ástæða er til að ætla að þessi staða hafi ekki farið batnandi undanfarin ár, sbr. t.d. mat tveggja reynslumikilla kennara á grunnskólastigi í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni hinn 10. apríl síðastliðinn. Núverandi menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, lét hafa eftir sér í viðtali, sem birt var á mbl.is. hinn 15. apríl sl., „að sérstaklega slæmt gengi ungra drengja í lestri stafa af mikilli netnotkun og síaukinni einangrun ungra drengja vegna tölvuleikja og annars“. Í fjölmiðlaviðtali í byrjun september 2020 taldi sérfræðingur á þessu sviði, prófessorinn, Hermundur Sigmundsson, að ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu drengja í íslenska skólakerfinu og hann fyndi fyrir „mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna“ og það væri „enginn að ræða þessi mál“. Þöggun um svona mikilvægt samfélagslegt mein getur ekki verið til bóta. Réttur til menntunar og fræðslu við sitt hæfi Hafa þarf hugfast að réttur barna til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er stjórnarskrárbundinn. Ábyrgð sveitarfélaganna er rík, því með lögum um grunnskóla hefur þessi réttur verið nánar útfærður og opinberum aðilum, meðal annars sveitarfélögum, verið falið að sinna því verkefni. Hvort sem leið nemanda liggur að loknu grunnskólanámi til áframhaldandi bóknáms eða verknáms er það að geta lesið sér til gagns og gamans mikilvægur lykill að samfélaginu. Full þörf er á því að námsárangur drengja í grunnskólum Reykjavíkur sé tekinn til sérstakrar skoðunar og fundnar séu markvissar leiðir til að bæta árangur þeirra í grunnskólakerfinu. Helgi Áss Grétarsson skipar 7. sæti og Jórunn Pála Jónasdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 14. maí 2022.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun