Félagslegt húsnæði og biðlistarnir í Hafnarfirði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 22. febrúar 2022 22:30 Það er grundvallarskylda sveitarfélaga að sjá fólki fyrir húsnæði sem af einhverjum ástæðum þarf á stuðningi að halda í þeim efnum. Árið 2020 voru þrjár íbúðir keyptar inn í félagslega íbúðakerfið og 6 í fyrra. Slæleg frammistaða bæjarins í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á undanförnum átta árum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins spilar að einhverju leyti þarna inn í því íbúðirnar hafa hreinlega ekki verið til í bænum. Hér er því sannarlega verk að vinna á næsta kjörtímabili. Barátta um grundvallarmannréttindi Margt fólk í mjög erfiðum aðstæðum er á biðlista eftir félagslegu húsnæði og þarfnast úrlausnar sem fyrst. Það býr í foreldrahúsum, ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhverfum, í leiguíbúðum þar sem 60-70% af ráðstöfunartekjum þess fer í leiguna og í íbúðum sem mæta ekki þörfum þess. Í Kastljósi í gærkvöldi sáum við umfjöllun um síðastnefnda dæmið. Þar var talað við öryrkja með lögheimili í Hafnarfirði sem er á biðlista eftir húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann veit ekkert um það hvenær röðin kemur að honum. Eftir að hafa upplifað gríðarlegt áfall vegna veikinda, eins og viðmælandi Kastljóssins í gær, þá er ömurlegt til þess að vita að við taki barátta við kerfið um grundvallarmannréttindi. Þetta er óásættanleg staða með öllu. Bæjarstjóri skilar auðu í umræðunni Í umræðum í Kastljósi ræddu formaður Öryrkjabandalagsins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og félagslegt húsnæði. Í máli bæjarstjóra kom fram að hann telur það stórkostlegt átak af hálfu bæjarins að hafa bætt 40 íbúðum inn í félagslega íbúðarkerfið á síðustu sjö árum, eða sem nemur tæpum 6 íbúðum á ári að meðaltali. Niðurstaðan af þessu stórkostlega átaki bæjarstjóra er hins vegar sú að um 100 einstaklingar og fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og stór hluti þeirra er í brýnni þörf, líkt og við sáum dæmi um í Kastljósi gærkvöldsins. Bæjarstjóri ver stefnu Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Það er því deginum ljósara að það hefur ekki verið nóg gert undanfarin ár í Hafnarfirði. Hér tala tölurnar sínu máli um frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í þessum mikilvæga málaflokki. Út yfir tók þó þegar bæjarstjóri Hafnarfjarðar varði sérstaklega frammistöðu Garðabæjar og Seltjarnarness í þessum málum því að í þeim sveitarfélögum birtist stefna Sjálfstæðisflokksins einmitt með hvað skýrustum hætti. Stefna sem felst í því að lækka skatta og álögur á hátekjufólkið og efnamesta fólkið. Það kemur svo niður á þjónustu sveitarfélaganna við þá hópa sem helst þurfa á henni að halda. Og vandanum er svo velt yfir á nærliggjandi sveitarfélög. Þetta gat bæjarstjóri Hafnarfjarðar ekki gagnrýnt í Kastljósinu í gær, enda um stefnu Sjálfstæðisflokksins að ræða. Rjúfum kyrrstöðuna Megin niðurstaðan af umræðum Kastljóssins í gær er því sú að Hafnarfjörður, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur engan veginn staðið sig í þessum málefnum. Þörf er á stórkostlegu átaki á næsta kjörtímabili til að fjölga íbúðum í félagslega íbúðarkerfinu til að stytta biðlistana og bið fólks á þeim. Þörf er á nýjum hugmyndum sem bornar eru uppi af fólki sem hefur raunverulegan áhuga á málinu og veit hversu mikilvæg húsnæðismálin eru fyrir fólk í erfiðum aðstæðum. Samfylkingin mun setja húsnæðismál í víðu samhengi í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og rjúfa þá kyrrstöðu sem einkennt hefur málaflokkinn undanfarin ár undir forystu Sjálfstæðisflokksins í bænum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi flokksins í fjölskylduráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er grundvallarskylda sveitarfélaga að sjá fólki fyrir húsnæði sem af einhverjum ástæðum þarf á stuðningi að halda í þeim efnum. Árið 2020 voru þrjár íbúðir keyptar inn í félagslega íbúðakerfið og 6 í fyrra. Slæleg frammistaða bæjarins í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á undanförnum átta árum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins spilar að einhverju leyti þarna inn í því íbúðirnar hafa hreinlega ekki verið til í bænum. Hér er því sannarlega verk að vinna á næsta kjörtímabili. Barátta um grundvallarmannréttindi Margt fólk í mjög erfiðum aðstæðum er á biðlista eftir félagslegu húsnæði og þarfnast úrlausnar sem fyrst. Það býr í foreldrahúsum, ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhverfum, í leiguíbúðum þar sem 60-70% af ráðstöfunartekjum þess fer í leiguna og í íbúðum sem mæta ekki þörfum þess. Í Kastljósi í gærkvöldi sáum við umfjöllun um síðastnefnda dæmið. Þar var talað við öryrkja með lögheimili í Hafnarfirði sem er á biðlista eftir húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann veit ekkert um það hvenær röðin kemur að honum. Eftir að hafa upplifað gríðarlegt áfall vegna veikinda, eins og viðmælandi Kastljóssins í gær, þá er ömurlegt til þess að vita að við taki barátta við kerfið um grundvallarmannréttindi. Þetta er óásættanleg staða með öllu. Bæjarstjóri skilar auðu í umræðunni Í umræðum í Kastljósi ræddu formaður Öryrkjabandalagsins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og félagslegt húsnæði. Í máli bæjarstjóra kom fram að hann telur það stórkostlegt átak af hálfu bæjarins að hafa bætt 40 íbúðum inn í félagslega íbúðarkerfið á síðustu sjö árum, eða sem nemur tæpum 6 íbúðum á ári að meðaltali. Niðurstaðan af þessu stórkostlega átaki bæjarstjóra er hins vegar sú að um 100 einstaklingar og fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og stór hluti þeirra er í brýnni þörf, líkt og við sáum dæmi um í Kastljósi gærkvöldsins. Bæjarstjóri ver stefnu Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Það er því deginum ljósara að það hefur ekki verið nóg gert undanfarin ár í Hafnarfirði. Hér tala tölurnar sínu máli um frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í þessum mikilvæga málaflokki. Út yfir tók þó þegar bæjarstjóri Hafnarfjarðar varði sérstaklega frammistöðu Garðabæjar og Seltjarnarness í þessum málum því að í þeim sveitarfélögum birtist stefna Sjálfstæðisflokksins einmitt með hvað skýrustum hætti. Stefna sem felst í því að lækka skatta og álögur á hátekjufólkið og efnamesta fólkið. Það kemur svo niður á þjónustu sveitarfélaganna við þá hópa sem helst þurfa á henni að halda. Og vandanum er svo velt yfir á nærliggjandi sveitarfélög. Þetta gat bæjarstjóri Hafnarfjarðar ekki gagnrýnt í Kastljósinu í gær, enda um stefnu Sjálfstæðisflokksins að ræða. Rjúfum kyrrstöðuna Megin niðurstaðan af umræðum Kastljóssins í gær er því sú að Hafnarfjörður, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur engan veginn staðið sig í þessum málefnum. Þörf er á stórkostlegu átaki á næsta kjörtímabili til að fjölga íbúðum í félagslega íbúðarkerfinu til að stytta biðlistana og bið fólks á þeim. Þörf er á nýjum hugmyndum sem bornar eru uppi af fólki sem hefur raunverulegan áhuga á málinu og veit hversu mikilvæg húsnæðismálin eru fyrir fólk í erfiðum aðstæðum. Samfylkingin mun setja húsnæðismál í víðu samhengi í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og rjúfa þá kyrrstöðu sem einkennt hefur málaflokkinn undanfarin ár undir forystu Sjálfstæðisflokksins í bænum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi flokksins í fjölskylduráði.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar