Styrkjum íþróttafélögin í landinu Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 18:00 Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Íþróttir barna KSÍ Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun