Geðrækt barna er mikilvæg Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. janúar 2022 17:00 Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar