Líf án ofbeldis fordæmir aðfarargerð í heimilisofbeldismálum Sigrún Sif Jóelsdóttir, Jennie Maria Katarina Jönsson, Gabríela Bryndís Ernudóttir og Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifa 19. desember 2021 08:00 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið til meðferðar beiðni um aðfarargerð til að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Samtökin Líf án ofbeldis vöktu nýlega athygli á málinu þar sem rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra. Samtökin fordæma að sýslumaður beiti þvingunaraðgerðum gagnvart öðru barninu en bæði börnin hafa lýst vilja sínum ítrekað, óttast föður sinn og hafa hafnað umgengni við hann. Barnið er nógu þroskað til þess að tjá vilja sinn og það brýtur í bága við grundvallarreglu barnaréttar, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (12. gr.) og íslenskum barnalögum um rétt barns til að tjá sig (43.gr.) að horfa framhjá honum. Hæstiréttur hefur staðfest, með tilliti til stjórnarskrárvarins réttar barns til fjölskyldulífs (1. mgr. 71. gr.), að ætíð skuli meta hvað barni er fyrir bestu út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi sem einnig er varinn af íslenskri stjórnarskrá (3. mgr. 76. gr.). Í þessu felst stjórnarskrárvarinn réttur barns til þess að tjá sig og að það eigi að líta til viljaafstöðu barns við úrlausn um málefni þess. Við teljum annað ótækt en að dómari hafni beiðni um aðfarargerð ef til kemur, í samræmi við fyrirmæli laga um meðferð slíkra mála, þar sem honum ber að gæta ákvæða barnalaga um vilja og afstöðu barns og á að hafna slíkri beiðni ef varhugavert verður talið að aðgerðin nái fram að ganga með tilliti til hagsmuna barns. Framkvæmd aðfarar í andstöðu við vilja barnsins er án undantekningar til þess fallin að skapa gríðarlegt tilfinningalegt álag fyrir barnið sem er langveikt og hefur ávallt reitt sig alfarið á umönnun móður sinnar. Mikil hætta er á að barnið hljóti óbætanlegan skaða af yfirvofandi framhaldi aðfarargerðar. Við fordæmum með öllu skeytingarleysi gagnvart hagsmunum barna með fyrirhugaðri aðgerð og hrottalega framkomu stjórnvalda gagnvart þolendum ofbeldis. Aðfarargerð til að koma á umgengni barns við ofbeldisfullt foreldri er eitt skýrasta dæmi um viðurkennt lögmæti óhóflegrar valdbeitingar íslenska ríkisins gagnvart barni og fjölskyldu þess. Það er jafnframt ekki að ástæðulausu sem löggjafinn hefur lagt til að heimild til aðfarar vegna umgengni verði felld brott úr lögum. Í almennum athugasemdum fyrri frumvarpa til breytinga á barnalögum kemur fram að aðför í þeim tilgangi að koma á umgengni barns og foreldris geti aldrei verið barni fyrir bestu þar sem áhættan af því að barn bíði skaða af framkvæmd aðfarar sé svo mikil að ekki sé á það hættandi að grípa til svo afdrifaríkra úrræða. Þó að megi hugsa sér aðstæður þar sem aðstoð barnaverndar við að sækja barn er beinlínis nauðsyn er staðan sú að þegar kemur að því að vernda barn foreldris sem er í deilum við hitt foreldrið, hafa barnaverndarnefndir fengið þær leiðbeiningar frá Barnaverndarstofu að ekki skuli hafa afskipti. Þá staðreynd að annað eigi að gilda um afskipti stjórnvalda þegar um ræðir barn sem lýst hefur ótta við ofbeldi foreldris sem heimtar aðför, má hafa til marks um misbeitingu valds. Þegar móðir, sem oft er þolandi ofbeldis föðurins sjálf, virðir vilja barns síns og lögbundna foreldraskyldu til að vernda barn frá ofbeldishættu, skilgreina dómstólar og sýslumenn með úrskurðum sínum, eindregna neitun barns um samskipti við geranda, sem „óvilja móður“ gagnvart kúgandi foreldrinu og svipta þar með barnið rétti sínum. Það er löngu tímabært að stjórnvöld hlusti á þolendur ofbeldis og læri af þeim misgjörðum fortíðar sem þau bera ábyrgð á. Árið 2009 lýsti lögreglan sig andvíga því að færa sjö ára gamalt barn í hendur föður síns sem hún vildi alls ekki hitta en stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður. Lögreglan taldi að hagsmunir barnsins hefðu ekki verið hafðir að leiðarljósi við framkvæmdina. Í september 2020 steig þetta sama barn fram, þá 18 ára, og greindi meðal annars frá því að lögregla hafi verið kölluð þrisvar að heimili hennar og hún flutt gegn vilja sínum á heimili föður hennar sem beitti hana ofbeldi. Við tökum undir með móður konunnar sem lýsir aðför gegn vilja stúlkunnar í þrígang sem eiginlegri handtöku á ungu barni. Árið 2014 var móðir dæmd fyrir brottnám á börnum sínum frá Danmörku og hneppt í fangelsi fyrir að virða ekki forsjárrétt föður sem var með danskan ríkisborgararétt. Árið 2012 höfðu börnin verið sótt af fimm einkennisklæddum lögreglumönnum, lögreglustjóra í hátíðarbúningi og víkingasveit eftir tilmælum íslenskra stjórnvalda, á grunni gamallar aðfararbeiðni, og flutt með valdi til föður sem hafði í síðustu samveru veitt barni sínu áverka eins og staðfest var af læknum. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru með gögn í höndum um ofbeldið en gripu ekki til neinna ráðstafana í samræmi við það heldur sendu börnin með bréf til danskra yfirvalda um að þyrfti að skoða ofbeldið þar ytra sem var aldrei gert. Umrædd börn skrifuðu sjálfar umsögn um svokallað „tálmunarfrumvarp“ sem hefði heimilað allt að fimm ára refsivist á foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið og var lagt fram á Alþingi árið 2019. Þá voru börnin á aldrinum 12, 13 og 15 ára. Í bréfi stúlknanna segir meðal annars: „Mamma okkar gerði allt til þess að forða okkur frá ofbeldi. Hún kom með okkur til Íslands eftir að ein af okkur var lögð inn á spítala með áverka eftir ofbeldi". Fyrir rúmu ári síðan skrifaði önnur móðir opið bréf vegna yfirvofandi aðfarargerðar, í máli þar sem faðir var sakaður um að brjóta gegn barni sínu kynferðislega, og móðir hafði takmarkað umgengni vegna þess. Undirskriftarlisti var settur af stað, þar sem því var mótmælt að aðför gegn barninu yrði heimiluð og skrifuðu rúmlega 10.000 manns undir. Aftur að umræddu aðfararmáli hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem erindið beinist að. Þann 19. nóvember síðastliðinn féll dómur í Landsrétti þar sem úrskurðað var um sameiginlega forsjá tveggja barna sem hafa ítrekað hafnað umgengni við föður og lýst yfir miklum ótta sökum ofbeldishegðunar föðurins. Héraðsdómur hafði áður falið móður forsjá beggja barnanna sem bæði hafa lýst þeim vilja sínum að búa hjá móður. Landsréttur úrskurðar engu að síður, gegn vilja annars barnsins, að það skuli slíta sysktkini í sundur og yngsta barnið, 9 ára, er dæmt til að búa hjá föður sem það hefur ekki viljað umgangast í tvö ár. Barnið sem er langveikt hefur alfarið verið í umsjá móður en ekki er kveðið á um umgengni barnsins við hana í dómsúrskurðinum. Í málinu lágu meðal annars fyrir skýrslur frá læknum og geðlæknum sem lýsa alvarlegri sjálfsvígstilraun eldra systkinis sem rakið er til andlegs- og líkamlegs ofbeldis föðurins sem barnið þurfti að búa við í 12 ár. Í málinu lá einnig fyrir sáttavottorð gefið út af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 19. október 2021 vegna dagsektarmáls sem faðirinn hóf. Þá var rætt við barnið sem um ræðir og vilji þess kom skýrt fram – ótti við að hitta föður og höfnun á allri umgengni. Barnið dvelur hjá móður og er of hrætt til þess að fara í skóla af ótta við að faðir taki það þar. Móðirin sem sjálf hafði greint frá andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi barnsföðurins í Bjarkarhlíð, eins og fram kemur í málinu, virðir vilja barnsins og sinnir lögbundinni skyldu sinni með því að setja ekki barnið í aðstæður þar sem hætta er á áframhaldandi ofbeldi. Þann 30. nóvember, leggur faðir inn kröfu um aðför að barninu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem samdægurs boðar móður á sáttafund með föður þann 15. desember. Móðir hafnar boðinu vegna mánaðarlegrar lyfjagjafar barnsins á Landspítala þennan sama dag. Sáttafulltrúi Sýslumanns sendir þá tölvupóst á móður og segist samt vilja eiga símtal við hana þennan dag. Móðirin gerir aftur grein fyrir aðstæðum og svarar í samræmi við það að sáttafundur í síma henti ekki. Sáttamaður heimtar þá símtal við móður næsta dag. Móðirin biðst undan því og segist þurfa að ráðfæra sig fyrst við sinn lögmann, einnig óskar hún þess að lögmaðurinn sitji með á sáttafundi til að gæta að hennar réttindum og skyldum. Sáttafulltrúinn svarar því ekki, en sendir formlegt fundarboð um fund daginn eftir. Móðir ítrekar fyrra svar sitt um að þurfa að ráðfæra sig við sinn lögmann fyrir fundinn. Þá hringir sáttafulltrúinn samstundis í móðurina, í umboði sýslumanns og ríkisvaldsins, og spyr ítrekað hvort hún geri sér ekki grein fyrir í hvaða stöðu hún er og að faðir muni fara með aðfararmálið fyrir dóm. Móðirin tjáir manninum að hún geti ekki rætt þessi mál í síma vegna þess að umrætt barn sé viðstatt og þurfi hennar umönnun vegna veikinda eftir lyfjagjöf. Eins og fram kemur í gögnum málsins er barnið með miklar aukaverkanir eftir þessar lyfjagjafir og þarf mikinn stuðning, sem móðirin hefur alfarið sinnt ein án aðkomu föður. Sáttamaðurinn segir þá móður einfaldlega geta fært sig í annað herbergi og að hún sé bara að tefja málið. Ef hún mæti ekki á fundinn næsta dag, þann 17. desember, muni hann gefa út vottorð sýslumanns um að sættir hafi ekki náðst. Móðirin skýrir þá að tiltekinn tími henti ekki þar sem hún þurfi að aka börnum á jólaviðburð á sama tíma. Þá klikkir sáttamaðurinn út með því að hún eigi enga heimtingu á að vera með börnunum á þessum viðburði því faðirinn eigi rétt á umgengninni. Að samtalinu loknu sendir sáttafulltrúinn tölvupóst, vísar í símtal og móðir er sögð hafa samþykkt fundartímann daginn eftir. Ef hún muni ekki mæta ætli sáttamaðurinn gefa út vottorðið um árangurslausa sáttatilraun. Sáttafundurinn fór fram rétt í þessum rituðu orðum, þann 17. desember. Móðir ítrekaði óskir um að tekið væri tillit til vilja og líðan barnsins, og óskaði þess að rætt væri við barnið aftur. Sáttafulltrúi hafnar því að beiðni föður. Dómsmálaráðherra setur reglur um ráðgjöf og sáttameðferð en á síðu Stjórnarráðs Íslands segir meðal annars: „Sáttamaður skal gæta þess að vera hlutlaus í máli og leitast við að draga fram þá hagsmuni sem leitt geta til þess að máli verði lokið með sátt“. Vandséð er í hvaða skilningi aðkoma þessa sáttamanns getur talist hlutlaus eða líkleg til sátta. Ekki undir neinum kringumstæðum er réttlætanlegt - hvorki lagalega né siðferðilega - að setja slíkt ferli af stað, og heldur ekki að ýta því í gegn með yfirgangi og áreiti, þar sem frumskylda móður til að sinna langveiku barni sinu, og réttindi móður til að ráðfæra sig við lögmann eru ekki virt. Ef verndandi foreldri, í fulltingi barnalaga, með vitnisburð barns sem móttekinn er af opinberum aðilum að leiðarljósi, getur ekki fengið aðstoð við að verja barn gegn ofbeldi – hver á þá að verja barnið? Það er kominn tími á að stjórnvöld sinni þeirri skyldu sinni með viðeigandi úrræðum fyrir börn sem óttast ofbeldi af hálfu annars foreldris. Við fordæmum því að ferlið sem heimilar að sækja barnið með aðkomu lögreglu hafi yfir höfuð verið sett af stað; að draga skuli barn og móður í gegnum þetta ferli þar sem áætluð lokaútkoma er ekkert annað en handtaka á ungu barni. Við teljum annað ótækt en að dómari hafni beiðni um aðfarargerð ef til kemur, í samræmi við fyrirmæli laga um meðferð slíkra mála. Við krefjumst þess að þetta ferli verði stöðvað tafarlaust og að móðir og börn fái þá vernd af hálfu stjórnvalda sem þeim ber. Höfundar greinarinnar tala fyrir stjórn Lífs án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið til meðferðar beiðni um aðfarargerð til að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Samtökin Líf án ofbeldis vöktu nýlega athygli á málinu þar sem rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra. Samtökin fordæma að sýslumaður beiti þvingunaraðgerðum gagnvart öðru barninu en bæði börnin hafa lýst vilja sínum ítrekað, óttast föður sinn og hafa hafnað umgengni við hann. Barnið er nógu þroskað til þess að tjá vilja sinn og það brýtur í bága við grundvallarreglu barnaréttar, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (12. gr.) og íslenskum barnalögum um rétt barns til að tjá sig (43.gr.) að horfa framhjá honum. Hæstiréttur hefur staðfest, með tilliti til stjórnarskrárvarins réttar barns til fjölskyldulífs (1. mgr. 71. gr.), að ætíð skuli meta hvað barni er fyrir bestu út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi sem einnig er varinn af íslenskri stjórnarskrá (3. mgr. 76. gr.). Í þessu felst stjórnarskrárvarinn réttur barns til þess að tjá sig og að það eigi að líta til viljaafstöðu barns við úrlausn um málefni þess. Við teljum annað ótækt en að dómari hafni beiðni um aðfarargerð ef til kemur, í samræmi við fyrirmæli laga um meðferð slíkra mála, þar sem honum ber að gæta ákvæða barnalaga um vilja og afstöðu barns og á að hafna slíkri beiðni ef varhugavert verður talið að aðgerðin nái fram að ganga með tilliti til hagsmuna barns. Framkvæmd aðfarar í andstöðu við vilja barnsins er án undantekningar til þess fallin að skapa gríðarlegt tilfinningalegt álag fyrir barnið sem er langveikt og hefur ávallt reitt sig alfarið á umönnun móður sinnar. Mikil hætta er á að barnið hljóti óbætanlegan skaða af yfirvofandi framhaldi aðfarargerðar. Við fordæmum með öllu skeytingarleysi gagnvart hagsmunum barna með fyrirhugaðri aðgerð og hrottalega framkomu stjórnvalda gagnvart þolendum ofbeldis. Aðfarargerð til að koma á umgengni barns við ofbeldisfullt foreldri er eitt skýrasta dæmi um viðurkennt lögmæti óhóflegrar valdbeitingar íslenska ríkisins gagnvart barni og fjölskyldu þess. Það er jafnframt ekki að ástæðulausu sem löggjafinn hefur lagt til að heimild til aðfarar vegna umgengni verði felld brott úr lögum. Í almennum athugasemdum fyrri frumvarpa til breytinga á barnalögum kemur fram að aðför í þeim tilgangi að koma á umgengni barns og foreldris geti aldrei verið barni fyrir bestu þar sem áhættan af því að barn bíði skaða af framkvæmd aðfarar sé svo mikil að ekki sé á það hættandi að grípa til svo afdrifaríkra úrræða. Þó að megi hugsa sér aðstæður þar sem aðstoð barnaverndar við að sækja barn er beinlínis nauðsyn er staðan sú að þegar kemur að því að vernda barn foreldris sem er í deilum við hitt foreldrið, hafa barnaverndarnefndir fengið þær leiðbeiningar frá Barnaverndarstofu að ekki skuli hafa afskipti. Þá staðreynd að annað eigi að gilda um afskipti stjórnvalda þegar um ræðir barn sem lýst hefur ótta við ofbeldi foreldris sem heimtar aðför, má hafa til marks um misbeitingu valds. Þegar móðir, sem oft er þolandi ofbeldis föðurins sjálf, virðir vilja barns síns og lögbundna foreldraskyldu til að vernda barn frá ofbeldishættu, skilgreina dómstólar og sýslumenn með úrskurðum sínum, eindregna neitun barns um samskipti við geranda, sem „óvilja móður“ gagnvart kúgandi foreldrinu og svipta þar með barnið rétti sínum. Það er löngu tímabært að stjórnvöld hlusti á þolendur ofbeldis og læri af þeim misgjörðum fortíðar sem þau bera ábyrgð á. Árið 2009 lýsti lögreglan sig andvíga því að færa sjö ára gamalt barn í hendur föður síns sem hún vildi alls ekki hitta en stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður. Lögreglan taldi að hagsmunir barnsins hefðu ekki verið hafðir að leiðarljósi við framkvæmdina. Í september 2020 steig þetta sama barn fram, þá 18 ára, og greindi meðal annars frá því að lögregla hafi verið kölluð þrisvar að heimili hennar og hún flutt gegn vilja sínum á heimili föður hennar sem beitti hana ofbeldi. Við tökum undir með móður konunnar sem lýsir aðför gegn vilja stúlkunnar í þrígang sem eiginlegri handtöku á ungu barni. Árið 2014 var móðir dæmd fyrir brottnám á börnum sínum frá Danmörku og hneppt í fangelsi fyrir að virða ekki forsjárrétt föður sem var með danskan ríkisborgararétt. Árið 2012 höfðu börnin verið sótt af fimm einkennisklæddum lögreglumönnum, lögreglustjóra í hátíðarbúningi og víkingasveit eftir tilmælum íslenskra stjórnvalda, á grunni gamallar aðfararbeiðni, og flutt með valdi til föður sem hafði í síðustu samveru veitt barni sínu áverka eins og staðfest var af læknum. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru með gögn í höndum um ofbeldið en gripu ekki til neinna ráðstafana í samræmi við það heldur sendu börnin með bréf til danskra yfirvalda um að þyrfti að skoða ofbeldið þar ytra sem var aldrei gert. Umrædd börn skrifuðu sjálfar umsögn um svokallað „tálmunarfrumvarp“ sem hefði heimilað allt að fimm ára refsivist á foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið og var lagt fram á Alþingi árið 2019. Þá voru börnin á aldrinum 12, 13 og 15 ára. Í bréfi stúlknanna segir meðal annars: „Mamma okkar gerði allt til þess að forða okkur frá ofbeldi. Hún kom með okkur til Íslands eftir að ein af okkur var lögð inn á spítala með áverka eftir ofbeldi". Fyrir rúmu ári síðan skrifaði önnur móðir opið bréf vegna yfirvofandi aðfarargerðar, í máli þar sem faðir var sakaður um að brjóta gegn barni sínu kynferðislega, og móðir hafði takmarkað umgengni vegna þess. Undirskriftarlisti var settur af stað, þar sem því var mótmælt að aðför gegn barninu yrði heimiluð og skrifuðu rúmlega 10.000 manns undir. Aftur að umræddu aðfararmáli hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem erindið beinist að. Þann 19. nóvember síðastliðinn féll dómur í Landsrétti þar sem úrskurðað var um sameiginlega forsjá tveggja barna sem hafa ítrekað hafnað umgengni við föður og lýst yfir miklum ótta sökum ofbeldishegðunar föðurins. Héraðsdómur hafði áður falið móður forsjá beggja barnanna sem bæði hafa lýst þeim vilja sínum að búa hjá móður. Landsréttur úrskurðar engu að síður, gegn vilja annars barnsins, að það skuli slíta sysktkini í sundur og yngsta barnið, 9 ára, er dæmt til að búa hjá föður sem það hefur ekki viljað umgangast í tvö ár. Barnið sem er langveikt hefur alfarið verið í umsjá móður en ekki er kveðið á um umgengni barnsins við hana í dómsúrskurðinum. Í málinu lágu meðal annars fyrir skýrslur frá læknum og geðlæknum sem lýsa alvarlegri sjálfsvígstilraun eldra systkinis sem rakið er til andlegs- og líkamlegs ofbeldis föðurins sem barnið þurfti að búa við í 12 ár. Í málinu lá einnig fyrir sáttavottorð gefið út af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 19. október 2021 vegna dagsektarmáls sem faðirinn hóf. Þá var rætt við barnið sem um ræðir og vilji þess kom skýrt fram – ótti við að hitta föður og höfnun á allri umgengni. Barnið dvelur hjá móður og er of hrætt til þess að fara í skóla af ótta við að faðir taki það þar. Móðirin sem sjálf hafði greint frá andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi barnsföðurins í Bjarkarhlíð, eins og fram kemur í málinu, virðir vilja barnsins og sinnir lögbundinni skyldu sinni með því að setja ekki barnið í aðstæður þar sem hætta er á áframhaldandi ofbeldi. Þann 30. nóvember, leggur faðir inn kröfu um aðför að barninu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem samdægurs boðar móður á sáttafund með föður þann 15. desember. Móðir hafnar boðinu vegna mánaðarlegrar lyfjagjafar barnsins á Landspítala þennan sama dag. Sáttafulltrúi Sýslumanns sendir þá tölvupóst á móður og segist samt vilja eiga símtal við hana þennan dag. Móðirin gerir aftur grein fyrir aðstæðum og svarar í samræmi við það að sáttafundur í síma henti ekki. Sáttamaður heimtar þá símtal við móður næsta dag. Móðirin biðst undan því og segist þurfa að ráðfæra sig fyrst við sinn lögmann, einnig óskar hún þess að lögmaðurinn sitji með á sáttafundi til að gæta að hennar réttindum og skyldum. Sáttafulltrúinn svarar því ekki, en sendir formlegt fundarboð um fund daginn eftir. Móðir ítrekar fyrra svar sitt um að þurfa að ráðfæra sig við sinn lögmann fyrir fundinn. Þá hringir sáttafulltrúinn samstundis í móðurina, í umboði sýslumanns og ríkisvaldsins, og spyr ítrekað hvort hún geri sér ekki grein fyrir í hvaða stöðu hún er og að faðir muni fara með aðfararmálið fyrir dóm. Móðirin tjáir manninum að hún geti ekki rætt þessi mál í síma vegna þess að umrætt barn sé viðstatt og þurfi hennar umönnun vegna veikinda eftir lyfjagjöf. Eins og fram kemur í gögnum málsins er barnið með miklar aukaverkanir eftir þessar lyfjagjafir og þarf mikinn stuðning, sem móðirin hefur alfarið sinnt ein án aðkomu föður. Sáttamaðurinn segir þá móður einfaldlega geta fært sig í annað herbergi og að hún sé bara að tefja málið. Ef hún mæti ekki á fundinn næsta dag, þann 17. desember, muni hann gefa út vottorð sýslumanns um að sættir hafi ekki náðst. Móðirin skýrir þá að tiltekinn tími henti ekki þar sem hún þurfi að aka börnum á jólaviðburð á sama tíma. Þá klikkir sáttamaðurinn út með því að hún eigi enga heimtingu á að vera með börnunum á þessum viðburði því faðirinn eigi rétt á umgengninni. Að samtalinu loknu sendir sáttafulltrúinn tölvupóst, vísar í símtal og móðir er sögð hafa samþykkt fundartímann daginn eftir. Ef hún muni ekki mæta ætli sáttamaðurinn gefa út vottorðið um árangurslausa sáttatilraun. Sáttafundurinn fór fram rétt í þessum rituðu orðum, þann 17. desember. Móðir ítrekaði óskir um að tekið væri tillit til vilja og líðan barnsins, og óskaði þess að rætt væri við barnið aftur. Sáttafulltrúi hafnar því að beiðni föður. Dómsmálaráðherra setur reglur um ráðgjöf og sáttameðferð en á síðu Stjórnarráðs Íslands segir meðal annars: „Sáttamaður skal gæta þess að vera hlutlaus í máli og leitast við að draga fram þá hagsmuni sem leitt geta til þess að máli verði lokið með sátt“. Vandséð er í hvaða skilningi aðkoma þessa sáttamanns getur talist hlutlaus eða líkleg til sátta. Ekki undir neinum kringumstæðum er réttlætanlegt - hvorki lagalega né siðferðilega - að setja slíkt ferli af stað, og heldur ekki að ýta því í gegn með yfirgangi og áreiti, þar sem frumskylda móður til að sinna langveiku barni sinu, og réttindi móður til að ráðfæra sig við lögmann eru ekki virt. Ef verndandi foreldri, í fulltingi barnalaga, með vitnisburð barns sem móttekinn er af opinberum aðilum að leiðarljósi, getur ekki fengið aðstoð við að verja barn gegn ofbeldi – hver á þá að verja barnið? Það er kominn tími á að stjórnvöld sinni þeirri skyldu sinni með viðeigandi úrræðum fyrir börn sem óttast ofbeldi af hálfu annars foreldris. Við fordæmum því að ferlið sem heimilar að sækja barnið með aðkomu lögreglu hafi yfir höfuð verið sett af stað; að draga skuli barn og móður í gegnum þetta ferli þar sem áætluð lokaútkoma er ekkert annað en handtaka á ungu barni. Við teljum annað ótækt en að dómari hafni beiðni um aðfarargerð ef til kemur, í samræmi við fyrirmæli laga um meðferð slíkra mála. Við krefjumst þess að þetta ferli verði stöðvað tafarlaust og að móðir og börn fái þá vernd af hálfu stjórnvalda sem þeim ber. Höfundar greinarinnar tala fyrir stjórn Lífs án ofbeldis.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun