Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2021 15:19 Frá minnisvarða um Kursk og áhöfn kafbátsins í Murmansk. Getty/Lev Fedoseyev Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov. Rússland NATO Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov.
Rússland NATO Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira