Hverfið þitt Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 16. nóvember 2021 14:00 Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagsmál Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar