Hverfið þitt Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 16. nóvember 2021 14:00 Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagsmál Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun