Getur endað með einangrun ungs fólks Sigríður Fossberg Thorlacius skrifar 22. október 2021 08:04 Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun