Jöfn tækifæri til náms fyrir öll börn Alexandra Briem og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 2. október 2021 09:00 Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Borgarstjórn Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun